Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 11
ar keisara, og fékk ég ákafa löngun til þess að
fara, og sjá öll hin margvíslegu undur þeirr-
ar borgar.
En Eiríkur rauði hafði ákveðið að fara til
Noregs, svo að ég fór einn, og sigldi suður á
bóginn, í för með höfðingja af ætt Hreggviðar,
sem kallaður var Helgi hinn hugprúði. Við ferð-
uðumst fyrst til Kievborgar, og þaðan sem leið
liggur, til Svartahafs, með Miklagarð sem hið
endanlega takmark okkar. Á Svartahafi er
fjöldi sjóræningja, svo að við fórum varlega,
og áminnti Helgi okkur um að vera vel á verði.
Kvöld nokkurt, þegar við vorum á siglingu í
vesturátt, og höfðum vonað að ná höfn í Mikla-
garði í dögun næsta dag, réðust allt í einu tvö
af þessum sjóræningjaskipum að okkur utan
úr kvöldhúminu.
Galeiður þeirra eru lægri á sjónum heldur
en drekarnir okkar og ekki eins sterkbyggðar,
en þær eru mjög snarar í snúningum, sökum
hinna mörgu svörtu þræla, sem róa þeim,
hlekkjaðir við róðrabekkina, og reknir áfram
til róðurs undan svipuhöggum umsjónarmanna.
Þeir komu að okkur sinn hvoru megin og ætl-
uðu sér að brjóta fyrir okkur árarnar. En
Helgi, sem nú sá hvað verða vildi, kallaði til
ræðara okkar, og skipaði þeim að draga inn
árarnar. Sjóræningjarnir, sem nú voru komn-
ir fast að okkur, létu falla niður gangbretti.
sem legið höfðu upp með siglutrjám galeiðanna,
og voru útbúin með krókum á endunum, sem
ætlað var að grípa utan um borðstokkinn hjá
okkur, og gera þannig gangbraut fyrir bar-
dagamenn þeirra, yfir á skipið til okkar. En
var leiðin eftir gangbrettunum mjög brött. Með
nokkrum hraustum rnönnum stóð ég við end-
ann á öðru gangbrettinu, en Helgi og nokkrir
af piltum hans við endann á hinu, og jafnóð-
um og sjóræningjarnir hlupu upp gangbrettin,
brytjuðum við þá niður með öxum okkar. Bráð-
lega voru brettin orðin svo hál af blóði, að eng-
inn gat lengur fótað sig á þeim, þegar sjóræn-
ingjarnir sáu, að þeir fengu engu áorkað á
þennan hátt, fóru þeir að kasta stórum leirker-
um yfir borðstokkinn til okkar, og í hvert skipti,
sem eitt af þessum kerum brotnaði, brauzt úr
því ólmur eldur, sem breiddist óðfluga út. Eg,
sem aldrei hafði séð svo skjótan eld áður, hljóp
eftir vatni, til þess að slökkva í honum. En
Helgi, sem vissi að vatn hafði aðeins æsandj
áhrif á þennan undarlega gríska eld, skipaði
mönnum okkar að kasta yfirhöfnum, ábreið-
um og varaseglum yfir bálið, og með því svo
að troða á þessu, tókst okkur að kæfa eldinn.
Nú höfðu krókarnir í endunum á gangbrett-
um galeiðanna verið losaðír úr dreka okkai’,
og hafði galeiðunum verið róið spölkorn frá,
þar sem sjóræningjarnir óttuðust, að annars
mundi kvikna í þeim líka. Helgi skipaði ræð-
urunum að árunum, snéri drekanum, og renndi
honum fyrst á miðja aðra galeiðuna, og síðan
„Viö brytjuöum þá niöur meö öxum okkar".
á hina, með þeim árangri, að hið sterkbyggða
eikarstefni drekans skar sig inn úr hliðum
þeirra, eins og þær hefðu verið úr eggjaskurn
og sukku þær báðar skömmu síðar.
Allan þennan tíma höfðu bogmenn sjóræn-
ingjanna skotið að okkur örvaregni sínu, og
voru margir af mönnum okkar orðnir sárir,
ýmist á handleggjum eða fótum, þar sem
hringabrynjur þeirra náðu ekki að hlífa þeim.
Sjálfur hafði ég fengið ör í gegnum annað
hnéð, sökum þess að ég hafði kastað frá mér
skildinum, á meðan ég hjálpaði við að slökkva
eldinn. Þangað til galeiðunum hafði veriö
sökkt, lét ég örina vera kyrra í hnénu og rann
blóðið úr sárinu og niður í skó minn.
Þegar ég að lokum sá, að okkur var borgið,
skar ég agnhaldið af örinni, dróg skaftið út úr
hnénu og reirði síðan fótinn upp að lærinu, til
þess að stöðva blóðrennslið úr sárinu.
VtKINGUR
91