Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 14
og svarta þoku, sem hélzt í nokkra daga. Inn- straumur er alltaf í bugtina og þótt reynt væri að halda í móti honum, þegar vindgári kom. stoðaði Kára það lítið, hann barst alltaf innar og innar var stundum 10—12 faðma vatn og stundum 50 faðma. Leizt okkur all ískyggilega á þetta innstreymi en þokan hélzt og lognið, svo ekki varð aðgert. Loks á 6. degi birti til, og vorum við þá komnir fram af Trékyllisvík, og hjálpaði norðan undiraldan til að færa okk- ur inn í víkurmynnið, og var ankeri varpað við Krossanes og veltist Kári þar mjög letilega. Bátur var settui- út og fórum við Sveinn, sem áður getur, róandi inn að Árnesey, ekki viss- um við að varp væri á eyjunni og hafði Sveinn byssu með sér og notaði óspart, enda varð hon- um vel til fanga. Þetta var næturtíma og fyrir ákafanum að ná í fuglinn, uggðum við ekki að okkur, fyrr en nokkuð seint, að við sáum að Kári hafði létt akkeri og hélt fram á Vikina, því suðlægur kaldi var komin, en í þeim svif- um sjáum við tvo menn á bát koma fyrir eyjar- endann og hyggjum að þessir menn séu sendir til okkar í miður vingjarnlegum erindum. Tók- um við nú til ára og rérum lífróður á eftir Kára og náðum honum loks dauðuppgefnii'. Hafði þá hvorki dregið saman með okkur og bátnum. Kaldinn græddist og þegar bátverjar sáu að Kári fór að greikka sporið snéru þeir til baka og sluppum við þar vel frá, því við fréttum síðar að eyjan væri varpeyja og frið- lýst með lögum. Var nú haldið tafarlaust fyrir Horn, snérist vindur þá meira til SV og V-átt- ar og þar sem fiskur var mjög tregur vildi skipstjóri komast vestur, en um slíkt var ekki að ræða, fyrr en vindur kæmi austlægur. Gekk því tíminn mest í siglingar, að halda sér við, svo ekki drifi aftur til sömu slóða. Leið nú svo tíminn, þar til 4 dagar voru eftir af matar- skammtinum, og enn var vestanátt, hægviðri með köflum og hvass annan tímann. Var svo fyrir alvöru lagt í að krussa vestur og á kost- tíma, eða eftir f jóra daga var komið út af Skála- vík, vestan Isafjarðardjúps. Gerði þá rok að vestri, svo leggja varð til drifs og dreif milli Straumness og Kögui-s. Þá slotaði svo farið var að „krussa“ aftur, en nú hægði um of, og sjór var nokkur vestan, svo ekki hélzt við, og þrátt fyrir látlausar siglingar dreif undir Kögurhlíð- ar, en þar sló kalda af landi, svo ekki fór aust- ar. Fór nú að verða þröngt í búi með mat, og þó sérstaklega með eldivið, og var þá til bragðs tekið að elda graut til miðdags, og hita um leið kaffi og var það svo drukkið kalt á kaffitímum, en bæði var það, að soðning var ekki til, því alltaf var siglt til heimferðar, og svo v'ar eldi- viður ekki til þess og óvíst hvenær í hann næð- ist. Eftir 3 daga látlausa siglingu, var kornið útaf Sauðanesi, gerði þá vestan stórrok, en nú mátti ekki gefa sig. Voru nú segl rifuð, sem hægt var, og reynt að slaga sem áður, en í vend- ingunum tapaðist það sem ávannst, enda reyncl- ist hættulegt að lensa yfir í stórroki, enda fór gaffallinn á stórseglinu í einni slíkri vendingu. Var hann nú bundinn saman með julluárunum og tókst að koma seglinu þannig fyrir sig, en út af Skálavík var komið er það var búið. Rétt þegar byrjað var að sigla að nýju, fór annar hlekkbjálkinn og .jullan stakst á endan niður, en hékk á lofti að framan í hinum á festinni, en sleit hana áður en aðgert varð og vorum við lausir við hana. Sýnilegt var að þetta gat orð- ið alvarlegt, þar sem matar-og eldiviðarleysi svarf að, en enginn æðraðist né lét neinn ótta í ljósi, en á sömu vaktinni rifnaði stagseglið um þvert og versnaði þá útlitið. Klífurinn hafði í rokinu verið gerður fastur, og var nú farið að vinna að því að slá undan stagseglsræflinum og nota klífurinn sem stagsegl, og tókst það að lokum, en illt verk var það á spruðinu á Kára, því hann endastakkst svo að þetta var ekki hættulaust verk. Nú var siglt og með suðurfali var komið undir nyrðri Barða. Þá hægði og gerði ósjó af öllum áttum og átti þá að komast inn á Önundarfjörð til að fá mat, en nú lét ekki að stjórn og dreif þvert yfir Önundarfjörð og ekki annað sýnilegt en lent yrði í Sauðanesinu. Við vorum bátlausir og ekki sjáanlegt hvernig farið hefði, engin vörputrossa var til en fjór- fleygaður krípur var með og svo hafnarlegu- færin. Tók þá skipstjórinn það til bragðs að safna saman öllum færunum og legg.ja þau saman og nota fyrir stjórafæri. Einn var sá, er ekki vildi láta sitt færi, félagi minn, Sveinn Jónsson, sagðist fyrr kasta því í hafið en láta taka það til þessa, enda mundum við máske þurfa á því að halda áður lyki en til annars og varð svo að vera. Var nú lagst og „stikkað“ færunum á enda og þau jöfnuð til, og snérist skútan óðara í báruna. Ekki leið á löngu þar til fór að linast á sunmm færunum og var auðséð hvað valda mundi því; þau voru að sagast í sundur við botninn, eitt og eitt, en eftir að hafa legið þarna í 3 tíma, kom suðaustlægur sláttur út' af firðinum og átti þá að létta, en færin hrukku í sundur, því grunnfast var og þar með var hann úr sögunni. Var nú ákveðið að halda vestur fyrir Barða, þar sem mótvindur var komin á fjörðinn og hélzt S. A. lægur kaldi þar til útaf Sléttanesi, fór þá að vænkast ráð okk- ar, en s.l. tvo daga var eldað við lestar og flatn- ingaborðin, en þau voru svo blaut að engin leið VlKINGUR n

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.