Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Qupperneq 31
4./1. Rússar nálgast landamæri Póllands, hafa tekið Olevsk, sem er aðeins 13 km. frá landamærunum. Montgomery hershöfðingi, er kom- inn til Englands og hefur verið á- kveðið að hann stjórni innrásarher Breta á meginlandið, þegar þar að kemur. ★ 7. /1. Rússar hafa tekið bæinn Roitno, sem er 15 km. vestan við landamæri Póllands og sækja nú hratt fram með veginum frá Kor- osten. Þýzkar fregnir herma, að Ciano greifi hafi verið dreginn fyrir her- rétt. ★ 8. /1. Rússar hafa hafið nýja sókn í áttina til Kirovograd, hafa þeir sótt fram um 90 km. á þessu svæði og tekið hundruð þorpa. San Vittorio á Italíu er fallin í hendur bandamanna, en það var síð- asta virkið á leiðinni til Cassino. ★ 13. /1. Einhverjar mestu loftorust- ur styrjaldarinnar voru háðar yfir Þýzkalandi. Réðust um 700 amerísk flugvirki og orustuflugvélar á flug- vélaverksmiðjur Þjóðverja í Achers- leben, Halbstadt og Brunschweig. Bandamenn tilkynna að um 100 þýzk- ar flugvélar hafi verið skotnar niður, en 59 amerískar ekki komið til stöðva sinna. Rússar tilkynna að þeir hafi tekið borgina Sarny í PóIIandi og séu byrjaðir nýja sókn í áttina til Gomel. ★ 14. /1. Roosevelt sendi Bandaríkja- þingi boðskap, með frv. til fjárlaga sem gilda til júní 1945. Nema fjár- lög þessi alls 100,000 milj. dollara. Gert er ráð fyrir að 90,000 milj doll- ara fari til hernaðarþarfa. Gerir Roosevelt ráð fyrir að kostnaðurinn vegna ófriðarins muni nema sem svarar 65 milj. sterlingspunda á dag. (Bretar eyða um 14 milj. st.pd. á dag). ★ 20./1. Fimmti herinn sem berst á Ítalíu er nú kominn yfir Guarigliano- ána, og er byrjað að skjóta á Cassino úr fallbyssum. Rússar hafa náð Novgorod á sitt vald, voru bardagar á þessum slóð- um mjög harðir. Rússar segja, að síðastl. viku hafi Þjóðverjar misst 40,000 manns í orustum og 4,000 manns hafi verið teknir höndum. ★ 22./1. Fregnir frá Sviss herma að ekkja Ciano greifa hafi ásamt þrem börnum hennar komið til Sviss á næturþeli 9. jan. eða tveimur dögum áður en maður hennar var tekinn af lífi, ásamt De Bono hershöfðingja, en herréttur dæmdi þá til dauða. Rússar byrja nýja sókn SA af Leningrad. Ný stórárás úr lofti á Berlín. Var varpað niður 2300 smál. af sprengj- um. — Þjóðverjar hörfa til „Adolfs Hitl- ers“ línu á Italíu, sem er um 10 km. fyrir norðan Garigliano. 26./1. Bandamenn eru aðeins 30 km. frá Rómaborg, á hinum nýju vígstöðvum er þeir mynduðu með innrás norðanvert við áhrifasvæði sitt á Ítalíu. Þjóðverjar eru sagðir herða gagn- sókn sína á þessum slóðum. ★ 30./1. Rússar hafa náð borgunum Smyela og Chudovo, sem er síðasta borgin, sem Þjóðverjar héldu á Len- ingrad-Moskva járnbrautarlínunni. Þá er einnig tilkynnt að Þjóðverj- ar hafi hörfað úr þremur bæjum í Ukrainu. Loftsókn Bandamanna gegn Þýzka- landi fer sífelt harðnandi; breskar sprengjuflugvélar gerðu harða næt- urárás á Berlín, og amerískar sprengjuflugvélar, um 800 að tölu, gerðu dagárás á Frankfurt. ★ 2./2. Rússar hafa tekið borgina Kingesepp og sækja nú til landa- mæra Eistlands. Hersveitir Bandaríkjamanna gerðu innrás á Marshall-eyjar. Hepnaðist landgangan ágætlega og urðu Jap- anir allstaðar að hörfa undan. ★ 5./2. Fregnir berast urn að norska stórskáldið Nordahl Grieg hafi farist í loftárás á Berlín 3. des., er hann tók þátt í sem fréttamaður, í einni af flugvélum Bandamanna. Fyrst bjuggust menn við, að hann væri máske fangi þjóðverja, en síðari fregnir herma, að flugvél sú, er hann var í, hafi eyðilagst og allir sem f henni voru farist. ★ 16. /2. Fregnir berast um að Paasi- kivi, fyrrverandi ráðherra, sé farinn til Svíþjóðar til þess að ræða við Rússa um friðarskilmála. Stússar nálgast horgina Pskov. ★ 17. /2. Mesta loftárás hernaðarsög- unnar var gerð á Berlín. Varpað var niður 2500 smál. af sprengjum, þús- undir flugvéla bandamanna sveim- uðu yfir borginni í 30 mín. og vörp- uðu niður eldsprengjum og tund- ursprengjum. Bretar misstu alls 43 flugvélar. Sænskur embættismaður skýrði frá því, að vesturhluti Berlín- ar mætti teljast jafnaður við jörðu. 7000 flugmenn tóku þátt í árásinni. 4000 manns unnu að því í 5 kl.st. að koma sprengjunum fyrir í flugvél- unum, sem fluttar voru yfir Berlín. Benzíneyðsla alls loftflotans, sem fór til árásar þessa einu nótt, nam alls 5 milj. lítra. ★ 18. /2. Rússar tilkynna að þeir hafi gjörsigrað þýzka herinn sem var innikróaður í hálfan mánuð á Kor- sun-svæðinu, fyrir vestan Cherkassy. Hafi þar alls fallið 52,000 manns af liði Þjóðverja, en 11,000 verið teknir höndum. ★ 19. /2. Þjóðverjar tilkynna að þeir hafi yfirgefið hið mikla virki sitt Starya Russa, sunnan við llmenvatn, sem þeir hafa haft á valdi sínu siðan 1941. ★ VÍKINGUB 111

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.