Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 20
þannig skuli fénu varið, má ekki nefna. í þessu sambandi er rétt að taka það skýrt fram, að það er hinn mesti misskilningur, sem fram hef- ir komið, að varasjóðir útgerðarhlutafélaga séu í eðli sínu hliðstæðir nýbyggingarsjóðunum, því þeir verði fyrst og fremst notaðir til endur- nýjunar skipanna og í þágu útgerðarinnar. Lögum flestra eða allra hlutafélaga er þannig fyrir komið, að auðvelt og leyfilegt er að draga fé út úr útgerðinni til gjörsamlega óskyldra mála. Ég veit t. d. að ýms hlutafélög taka fram í lögum sínum, að þau geti haft með höndum útgerð og verzlun og er þeim félögum leyfilegt að nota varasjóði sína til hverskonar fram- kvæmda, sem hægt er að tengja við verzlun. Dæmin eru líka deginum ljósari í þessu efni, því flestir landsmenn vita að á undanförnum árum hefir stórfé verið dregið út úr stórútgerð- inni. Þær breytingar á nýbyggingarsjóðsreglun- um, sem hér hafa verið ræddar að framan, eru þær einu, sem frammi hafa verið á alþingi. Það virðist næsta undarlegt, að þessar tillögur skulu geta orðið deiluefni þeirra, sem í raun- inni vilja vinna að eflingu nýbyggingarsjóð- anna og endurnýjun skipastólsins, sem allra fyrst. Hvað getur það verið, sem menn greinir á um í þéssum tillögum? Eru einhverjir á móti því, að einstaklingar, sem reka útgerð, fái að efla nýbyggingarsjóði sína til jafns við hlutafélög? Er andstaða gegn því, að hlutafélög hækki nýbyggingarsjóðsframlög sín um helming og lúti sömu skyldum og reglum og aðrir, sem út- gerð reka? Getur nokkur verið á móti því, að tryggt verði, að nýbyggingarsjóðirnir verði eingöngu notaðir til nýbygginga? Ég efast ekki um, að allir þeir, sem heilir eru í nýbyggingarmálunum og ekki láta skattfrels- isóra brjála hjá sér eðlilega dómgreind, munu játa, að framangreindar breytingar á nýbygg- ingarsjóðsreglunum eru réttmætar og sjálfsagð- ar. Ruglað saman óskyldu efni. Breytingar á nýbyggingarsjóðsreglunum hafa óhjákvæmilega verið fluttar sem lagabreyting- ar við skattalögin. Bein afleiðing þess hefir svo orðið sú, að ýmsar breytingar á skattalögun- um hafa jafnan fylgt í kjölfar þessara tillagna. Um ýmsar þessar skattatillögur hafa risið há- værar deilur, sem leitt hafa til þess, að gjör- samlega óskyldum skattatillögum hefir verið 100 ruglað saman við sjálfstæðar tillögur um ný- byggingars j óðina. Þannig hafa komið fram breytingar á skatta- lögunum, sem miða að afnámi á skattfrelsi al- mennra hlutafélaga. Þessi félög, sem reka verzl- un, bíórekstur, jarðeignaverzlun og annað þess- háttar, hafa nú skattfrjálsan 1/5 af nettótekj- um sínum. Einnig hafa komið fram tillögur um veru- lega hækkun á persónufrádrætti, sem þýðir rnjög mikla lækkun á sköttum, einkum hinna láglaunuðu. Þó að sumir flokkar og menn séu andvígir lækkun skatta á almenningi og á móti hækkun skatta á braskfélögum, sem njóta skattfrelsis, — þá má vitanlega ekki láta slíkt hafa áhrif á afstöðu sína til sjálfstæðra tillagna um nýbygg- ingarsjóðina, tillagna eins og þeirra, sem hér hefir verið getið að framan. Þeir menn, sem hafa út af lífinu óttast, að samþykktar yrðu tillögur um afnám skattfrels- is verzlunar- og bíófélaga, hafa notað sér vel- vilja manna til nýbyggingarsjóðanna og hróp- að í örvæntingu að verið væri að ráðast gegn nýbyggingarsjóðunum, og því yrðu allir að mót- rnæla öllum skattatillögunum. Ýmsir sjómenn munu hafa verið blekktir með þessum hrópum, en vonandi átta þeir sig í tíma, þegar þeir athuga betur orsakir þessa hávaða. Nýjar leiðir til skipabygginga. I októbermánuði s. 1. lagði ég ásamt Þóroddi Guðmundssyni fram tillögu í fjárveitinganefnd alþingis um, að ríkið legði 10 millj. kr. til skipa- kaupa á yfirstandandi ári. Við bentum á að fyrir slíka upphæð væri hægt að kaupa mörg ný fiskiskip til landsins og efla flotann mjög verulega. Skipin hefði mátt selja með fullu verði í flestum tilfellum og hefði því alls ekki þurft að vera um bein útgjöld hjá ríkinu að ræða. Aðalatriðið hefði fengist fram, eigi að síður, sem var efling skipastólsins. En þessi tillaga okkar fann ekki náð fyrir augum fjárveitinganefndar og heldur ekki hjá háttvirtu Alþingi. Það er sérstaklega athyglisvert fyrir þá, sem láta sig skipta endurnýjunarmál fiskiflotans, að hugleiða afdrif þessarar tillögu okkar og þá alveg sérstaklega hvaða móttökur hún fékk hjá þeim mönnum, sem heitast þykjast þrá endur- nýjun fiskiflotans. Eða veit nokkur til þess, að nokkur stórút- gerðarmaður hafi skrifað grein til framdráttar þessari tillögu okkar? Og því miður gleymdi Víkingurinn, Farmannasambandsstjórnin og VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.