Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 30
7./1. Fregnir berast um að Breta-
konungur hafi sæmt tvo Islendinga
heiðursmerkjum, þá Sigurð B. Sig-
urðsson, ræðismann Breta í Kvík,
fyrir vel unnin störf í þágu ræðis-
inannsskrifstofunnar, og Hjálmar K.
Björnsson, Vestur-íslending, er hef-
ur verið á breskum hertogara, fyrir
afburða sjómennsku, áhuga og
skyldurækni.
★
ll./l. Dráttarbáturinn „Magni“
bjargaði 25 erlendunr sjómönnum úr
Lundey, sem er NA af Geldinganesi,
hafði skip þeirra strandað þar, en
þeir komust á land, og gátu gert
aðvart um sig.
★
15. /1. Fregnir berast af því að sr.
Hallgrímur Jósepsson sóknarprestur
að Kaufarhöfn hafi lent i hinum
mesta hrakningi í stórhríð á milli
bæja. Varð hann að grafa sig í fönn
og hafðist þar við í 16 kl.st., en alls
var hann 22 kl.st. að komast vega-
lengd, sem undir venjuleguin kring-
umstæðum tekur 4 klukkutima.
★
14./]. Keikningar Reykjavíkurborg-
ar fyrir árið 1942, er fram voru lagðir
á bæjarstjórnarfundi, sýndu 4 milj.
kr. tekjur bæjarins á því ári.
Fregnir berast um að tundurdufl
hafi sprungið um 15 km. frá Húsa-
vík. Varð hristingur af sprenging-
unni það mikill á Húsavík, að hús
skulfu og á einum stað duttu myndir
niður af veggjum. Sprengingarinnar
varð vart í allt að 30 km. fjarlægð.
Nokkur dufl hafa sést á reki úti fyrir
Norðurlandi austanverðu og var eitt
landfast á Tjörnesi og annað á Skóg-
arreka.
★
16. /1. 45 fjölskyldur í Rvík (151
einstaklingar) búa í skálum, sem er
bráðabirgðahúsnæði, vegna hinna
miklu húsnæðisvandræða, sem eru í
bænum um þessar mundir.
★
17. /1. Á Húsavík féllu sex menn í
sjóinn, er bát, sem þeir voru á,
hvolfdi. Voru þeir að koma frá því
að leggja vélbát. I>egar hvolfdi hjá
þeim, voru þeir um 300 metra frá
landi, var alda sem skall á bátinn
og hvolfdi honum. Héldu þeir sér
uppi á sundi, þar til þeim barst hjálp
úr landi.
★
20./1. Merki og blað Berklavarna-
félagsins á merkjasöludegi félags-
ins seldist fyrir kr. 128,560,00. Til
Siglufjarðar voru send merki og blöð
að verðmæti 2,550,00, en undirtektir
voru það góðar, að skilað var kr.
5,655,00.
★
1./2. Fregnir frá Djúpavogi herma,
að bát sem í voru 7 útlendingar og
4 Islendingar, hafi hvolft, drukknaði
einn maður, Ari Höskuldsson frá
Höskuldsstöðum. — Fyrir snarræði
Stefáns Aðalsteinssonar, er var
staddur á bát þarna nálægt, tókst að
bjarga hinum öðrum af bátnuin sem
hvolfdi, aðeins fjórir þeirra voru
syndir.
★
Varðgæslu þeirri, sem loftvarna-
nefnd Rvíkur hefur haldið uppi i
turni kaþólsku kirkjunnar, var á-
kveðið að hætta frá og með 1. febr.
Ríkisstjórn islands hefur skipað
Stefán Þorvarðsson skrifstofustjóra
stjórnarráðsins, sem sendiherra ís-
lands í London, í stað Péturs Bene-
diktssonar, sem nú er sendiherra í
Moskva. Agnar Klemens Jónsson
hefur verið skipaður skrifstofustjóri
stjórnarráðsins í stað Stefáns Þor-
varðssonar.
★
3./1. Hótel ísland brennur til
kaldra kola. Varð eldsins vart í hús-
inu kl. 2 um nóttina á efsta
lofti hússins. Húsið varð alelda á
skammri stundu og bjargaðist sumt
af fólki út að eins á náttklæðum. —
Einn maður, Sveinn Skaftason frá
Ásum, brann inni. Hafði hann þá um
kvöldið verið að koma úr ferðalagi
og mun hafa sofnað þreyttur, og þess
vegna ekki vaknað. Ýmsir urðu fyrir
smávægilegum meiðslum, fólk varð
að kasta sér af efri hæðum niður í
segl sem brunalið og lögregla hélt
út til þess að taka á móti því. Sumir
brenndust nokkuð, en þó ekki alvar-
lega.
Margir af gestum hótelsins urðu
fyrir tjóni, meira eða minna, þar sem
eldurinn breiddist svo ört út, að
ekki varð nokkur tími til þess að
bjarga neinu.
Hótel Island var eitt af stærstu
timburhúsum Rvíkur, austurhluti
hússins var byggður 1882. Rak Jó-
hann Halberg þar gistihús. 1901 lét
hann stækka það, eins og það var nú
síðast. 1906 keyptu Goodtemplarar
húsið fyrir 90,000 kr. og höfðu gisti-
húsrekstur um nokkur ár. 1919 keypti
Jensen Bjerg húseignina, en síðast
keypti Alí'red ltosenberg það og hafði
þar gistihúsrekstur siðan. í húsinu
voru verzlanirnar Vöruhúsið og
Gefjun, allar vörur þeirra brunnu.
Heildartjón af brunanum mun vera
yfir miljón kr.
Nokkru eftir að m/s Laxfoss
sfrandaði, hélt Kvennadeild Slysa-
varnafél. í Reykjavík fund. Var á-
kveðið að leggja fram 10,000 kr. er
varið skyldi til byggingar björg-
unarbáts, er notaður yrði í Iívík og
nágrenni.
Minningarathöfn fór fram í Dóm-
kirkjunni í Itvík, um þá sem fórust
með b/v Max Pemberton.
★
6./2. Verðlaun fyrir samkeppnis-
teikningarnar um „Botnvörpuskip
framtíðarinnar“, sem samtrygging
ísl. botnvörpuskipa efndi til, hlutu
Erlingur Þorkellsson, og Þórður
Runólfsson. Alls bárust 5 teikningar
frá 4 mönnum. Dómnefndin ákvað að
veita tvenn önnur verðlaun, en
hvorki fyrstu eða þriðju verðlaun.
★
11./2. Þrjár þýzkar flugvélar
slepptu niður sprengjum á Austfj.
Manntjón varð ekkert.
★
26./2. Bæjarstjórn Reykjavíkur
samþykkti að festa kaup á 12 af þeim
bátum, sem væntanlega fengjust
smíðaðir í Svíþjóð. Verði þeir síðan
seldir hér innan bæjar til útvegs.
110
VlKINGUR