Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 32
Nikul ás Albertsson:
í sumar ritaði ég nokkrar línur um slæma hirðu á
innsiglingarmerkjum við höfnina á Vopnafirði. En
þeim fyrirspurnum, sem þar voru settar fram, hefur
enginn svarað, svo ég viti til. Og því siður virðist
það hafa breytt nokkru til bóta frá því sem áður var,
því að nú 2 .jan. s. 1., þegar „Esja' kom hér á norður-
leið og hafnaði sig kl. 4,30 í vonsku veðri og náttmyrkri,
þurftu vitanlega og áttu að vera ljós í margumtöluðum
vörðum. En þegar skipið tók beygjuna upp á höfnina,
var aðeins ljós í efri vörðunni, en það ljós dó þegar
fyrri drekinn var látinn falla. Þarna virtist eitthvað
vera að, eða öðruvísi en á að vera. En úr þessu var
ekkert bætt þó þörfin væri mjög aðkallandi, því um
nóttina geisaði eitt af þessum aftaka-veðrum, sem hér
koma mjög sjaldan.
Þess vegna verður bæði mér og öðrum á að spyrja:
Er alveg sama í hvaða ófermdarástand þessi tæki kom-
ast? Þetta eru þó dálítil bjargráð til handa þeim sjó-
mönnum, sem hingað þurfa að koma okkar vegna, og
þá vaknar sú spurning hvort engin lög eða reglur séu
um það, að þessi innsiglingarmerki eigi að vera í lagi.
Ef slíkt fyrirfinnst ekki, þá er þó nokkuð til sem heitir
siðferðislög eða manndómur, en það virðist hvoiu-
tveggja skorta hér og það tilfinnanlega.
Ef hér yrði nú sjóslys af þessum ástæðum, og farið
yrði að rannsaka málið, þá myndi slík rannsókn ekki
leiða í ljós neinn heiður fyrir þá menn, sem þessum
málum eiga að stjórna, og mundi þá koma í ljós,
hverjir það væru.
Ég skil ekki þetta sinnuleysi og þessa makalausu
værð. Er manndómur þessara vesalinga að verða stein-
runninn? Það virðist nú reyndar fleira benda til þess
að ekki sé allt með felldu, t. d. bryggjan hérna á
Vopnafirði. Ég gæti trúað að það yrðu ekki allir verka-
menn sem létu segja sér að vinna við hana þegar vont
er, síðan þessi makalausa viðbót kom, er gerð var
sumarið 1942. Síðan er hún bókstaflega ónothæf, ef
nokkuð er að veðri. En það fæst nú kannske lagfært
þegar búið er að hljótast slys af eða verkamenn kunna
fótum sínum forráð. — Nú hefi ég heyrt sagt að
þingið hafi veitt 15 þúsund króna styrk til bryggj-
unnar. En ég trúi því ekki að Pálarnir og þingmenn
yfirleitt séu að spila með okkur Vopnfirðinga og þó
að hreppur leggi annað eins, þá er það ekkert svipað því
sem við þurfum. Og til þess að sýna ósamræmið í hlut-
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands.
Ábyrgðarmaður: HALLDÓR JÓNSSON
Ritnef nd:
Hallgrímur Jónsson vélstjóri; Þorvarður Björns-
son hafnsögumaður; Henry Hálfdánsson loft-
skeytamaður; Konráð Gíslason stýrimaður;
Grímur Þorkellsson stýrimaður.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar
árgangurinn 20 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Reykja-
vík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 1,25,
Reykjavík. Sími 5653.
Prentað í Isafoldarprentsmiðju h.f.
unum þá fær þriggja og fjögra manna heimili hér í
sveit allt að 10 þúsund króna uppbót á eina vöruteg-
und árin 1941 og ’42 og á sama tíma fær bryggjan
15 þúsund. Hefði nú bryggjan getað lagt inn ull, þá
hefði að líkum hærri upphæð fengist.
Getur það ekki stundum verið athugavert að sitja í
veislum og láta aðra svara ábyrgðarmiklum störfum
með ónýtum áhöldum (t. d. olíulugtum). Það ættu nú
flestir menn, sem eitthvað þekkja til sjómennsku, að
vita hvað það hefur að segja þegar þau áhöld sem nota
þarf, og skrásett eru í leiðarbækur er skip nota, þegar
ekkert fyrirfinnst þegar nota þarf, og bækur segja að
þarna eigi að vera.
Nei, góðir hálsar. Nú á þessari rafmagnsöld á auð-
vitað að raflýsa stauia sem setja verður niður þar sem
vörðurnar standa nú. Og til þess að allt sé þægilegt
viðureignar, þá á að kveikja á þeim um leið og bryggju-
Ijósin eru kveikt, og það á rafstöðvarstjórinn hér að
annast um, eða réttara sagt vélstöðvarstjórinn, sem er
einn og sami maður og þar að auki gamall sjómaður.
Vopnafirði 4. jan. 1944.
Svör við hugarreikningsdæmi:
Sjóleiðin er 90 sjómílur.
Meðalhraði skipsins er 10 sjómílur á kl.st.
Trúlofunarhringar,
BORÐBÚNAÐUR,
TÆ.KIFÆRISGJAFIR í góðu úrvali.
Guðm. Andrésson, gullsmiður,
Laugaveg 59 — Slmi 3607
Siglingamerld
á Vopnafirði
112
VÍKINGUR