Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 28
HALLDÓR JÓNSSON:
A dekkvaktinni
Fiskifélaíí íslands.
Fiskiþing 18. í röðinni var haldið í Rvík í
lok jan. Hafði það mörg málefni til meðferðar
að vanda, er snerti sjávarútveg og sjómennsku.
En það mál sem einna mesta athygli vakti, var
breyting á lögum Fiskifélags íslands. Lengi
hefur verið rætt um breytingar á lögum þess
til að samræma þau kröfum tímans í hvert
sinn, en ávalt verið þungur róður, því hið upp-
runalega form þeirra hefur verið svo rígskorð-
að, að meira en meðal umbyltingu hefur þurft
til þess að koma við breytingum.
Að þessu sinni tókst það, og má það út af
fyrir sig teljast kraftaverk, enda viljinn mjög
almennur til þess. En þá er að gæta hvernig
hefir tekizt að ganga frá atkvæðisréttinum.
Hann er þannig, að allir, sem eiga fiskiskip,
stærri eða smærri, hafa 5 atkvæði fyrir hvert
skip. Hver fiskimaður hefir eitt atkvæði. Öll
fiskiðnfyrirtæki 2 atkvæði.
Það er strax augljóst, að meðal útvegsmanna
verður á vissu sviði mikið misræmi. Maður, sem
á trillubát, hefur 5 atkv., og maður, sem á tog-
ara, hefur 5 atkv. Skiljanlega er trillubátseig-
andanum, sem undir flestum kringumstæðum
á máske margfalt erfiðari afstöðu til lífsfram-
færis, trillan honum jafnmikils virði eins og
togaraeigandanum togarinn hans, en þegar þess
er gætt, að á landinu eru 4—500 trillubátar og
auk þess um 150 mótorbátar undir 12 rúml, en
ekki nema 30 togarar, verður atkvæðamagnið
3250 á móti 150. Þegar þess svo einnig er gætt,
að tala mótorbáta yfir 12 rúml. er um 300 og
að hagsmunir þeirra liggja nær smæsta út-
vegnum, bætast þar enn við 1500 atkv., þ. e.
að hlutföllin verða um 4750 gegn 150. Að því
er snertir sjómennina á skipunum, virðist fljótt
á litið, að þeir njóti sérstaklega góðra kjara um
atkvæðisrétt, þannig að þeir hafa eitt atkv.
hver. En þegar þess er gætt, hvaða skilyrði
þeir verða að uppfylla til þess að njóta hans,
verður annað uppi á teningnum. Það mun vel
í lagt, að reikna sjómennina sem uppfylla þessi
skilyrði, um 3000, og ef tekið er tillit til hve
erfiða aðstöðu þeir hafa um félagslíf og fundar-
sóknir, þarf varla að búast við meiri þátttöku
af þeirra hálfu en helmings og er þá ljóst, að
ítök þeirra verða ekki mikil um gang mála.
108
í stuttu máli: Samkv. hinum nýju lögum
Fiskifélags Islands verður það áfram fyrst og
fremst forystustofnun smáútvegsins, á þeim
grundvelli ber að styrkja það og styðja sem
bezt má verða. Hinsvegar getur það eftir sem
áður veitt sjávarútvegs- og sjómannamálum
almenns eðlis talsverðan stuðning, en það væi'i
misskilningur að fela því nokkurn ákvörðunar-
rétt um málefni stórútgerðar eða sjómannastétt-
arinnar sem heildar.
Fiskiþingið gerði einnig þá breytingu við
lögin, að fjölgað er fulltrúum til Fiskiþings úr
12 í 22, í stjórn félagsins úr 3 upp í 5 og forseti
Fiskifélagsins, sem áður var, heitir nú fiski-
málastjóri. »
Davíð Ólafsson forseti Fiskifélagsins var end-
urkosinn sem fiskimálastjóri í hina nýju stjórn
og varam. hans Þorsteinn Þorsteinsson, Þórs-
hamri. Meðstjórnendur voru kosnir Emil Jóns-
son alþm., Pétur Ottesen alþm., Ingvar Pálma-
son alþm. og Óskar Halldórsson útgm., en vara-
menn Gísli Sighvatsson útgm., Jón Sveinsson
útgm., Einvarður Hallvarðsson skrifstofustj.
og Þorvarður Björnsson hafnsögumaður.
I 18. gr. laga félagsins segir, að það skuli
ekki taka þátt í kaupdeilum eða stjórnmála-
deilum. Ef litið er til skipunar stjórnarinnar,
virðist Fiskiþingsfulltrúunum alveg hafa brugð-
ist bogalistin um að halda sér við sínar eigin
samþykktir, þar sem þrír stjórnarmeðlimanna
eru sóttir beint í eldinn á Alþingi. En þó svo
að hugsjóninni hefði verið fórnað fyrir nauð-
synina á nánu samlífi við Mammon, verður
vægast sagt að mjög óhönduglega hafi til tekist
um val fulltrúanna, Pétur Ottesen (sem er valin-
kunnur sæmdarmaður), er fyrst og fremst
bóndi, og er í stjórn Búnaðarfélags íslands
vegna áhuga síns í þeim málum. Ingvar Pálma-
son er fyrst og fremst bóndi og fulltrúi land-
búnaðarins á Alþingi. Óskar Halldórsson er
útgerðarm. en sá þeirra, sem vægast sagt gætu
verið skiftastar skoðanir um, manna á meðal,
hve heppilegur fulltrúi væri að sitja í stjórn
Fiskifélags Islands, og a. m. k. hefur hann af-
dráttarlaust látið í ljós, að fiskimennirnir ættu
engan rétt á sér í Fiskifélaginu, þó að þeir
mættu vera þar að einhverju leyti.
Það er bersýnilegt af þessum fyrstu straum-
hvörfum af lögum Fiskifélagsins, að fiskimenn-
irnir eiga þar engan tilverurétt.
Sæmundur á skötuselnum.
I febr.mán. s. 1. birtist greinarkafli í Al-
þýðublaðinu eftir Sæmund E. Ólafsson, er hann
nefnir „Sameining verkalýðsfélaga“. Margt hef-
VÍKINGUR