Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Side 25
Mirmingarorð
Einn þeirra góðu drengja, sem féll fyrir helkló
ófriðarins, var Þórir Ólafsson, stýrimaður á e/s
Goðafossi. Tæplega get ég enn trúað því, að þessi
góði og glæsilegi félagi okkar, sem altaf horfði
björtum augum á lífið og framtíðina, sem hann sá
ævinlega fulla af fyrirheitum, hafi verið tekinn frá
okkur svo snemma á æviskeiði sínu.
Þórir heitinn var fæddur á Akureyri hinn 14.
maí 1905. Hann var sonur heiðurshjónanna Ólafs
Fr. Ólafssonar og Jakobínu, konu hans, Spítalastíg
15 á Akureyri. Þórir ólst upp í föðurhúsum, en á
sumrum var hann í sveit. Hann sagði mér oft frá
hinum mörgu ánægjustundum, er hann sat kvíaær
tryggari samgöngur og skilyrði til að gera út
stærri skip. Á annan hátt hefur það líka gildi
eins og er. Mest allur sjór er sóttur vestur á
bóginn, og með því að geta farið beint gegnum
Eiðið, styttir það vinnutíma sjómannanna um
hálfa til heila klukkustund í róðri og sparar olíu
fyrir um þúsund krónur á öllum flotanum í
hverri sjóferð.
Austanáttin hefir öldum saman rænt Vest-
mannaeyinga fjöri og frelsi. Því fyrr sem þeir
loka „bæjardyrum“ sínum fyrir henni og opna
þær gegn átt heiðríkjunnar, því betra. Þá geta
sjómennirnir siglt hiklaust í trygga höfn, eftir
að landi er náð og eyjabúar og ferðamenn rennt
upp að bryggju á stórum farþegaskipum,
hvernig sem veðri er háttað og á sjó stendur,
við hina fögru og kostaríku Heimaey.
hjá föðurbróður sínum frammi í Eyjafirði, og eitt
sinn man ég að hann sagði: „Ekkert getur verið
áhrifaríkara en að vera einn, aleinn, úti í náttúr-
inni á æskuárunum. Þá fyrst finnur maður, hve átt-
hagarnir geta verið aðlaðandi og ísland fagurt og
tignarlegt land.“ Og hann vann fyrir þetta land
meðan hann lifði. Á síðustu árum, eftir að ófriður-
inn hófst, var hann á vígvelli hafsins að sækja
björg í bú landsins og flytja afurðir þess. Ekki fékk
hann að hvíla í skauti fósturjarðarinnar fögru, því
að hafið tók hann til sín og geymir hann í sinni
köldu gröf. Hafið hafði snemma heillað hann, eins
og það fyrr og síðar hefir vakið útþrá ungra manna.
Hann stóðst ekki freistinguna, að fara út á þennan
bláa sæ, því að hann heyrði „eitthvert undralag"
og hann fór, því að fyrir landi lá „borðfögur skeið
með bundin segl við rá.“ Þórir heitinn var þá á
unga aldri. Fyrsta verzlunarskipið, sem hann réðst
á, var e/s Goðafoss, sá sami, sem hann endaði ævi-
starf sitt á. Hann var líka á öðrum skipum, unz
hann fór í Stýrimannaskólann og lauk prófi þaðan
1930. Næstu ár var hann ýmist háseti eða stýri-
maður á e/s Lagarfossi og síðar fastur stýrimaður
þar.
Eg gleymi aldrei fyrsta kvöldinu, sem ég sá Þóri
heitinn, og þegar ég heyrði um fráfall hans og
hinna annarra góðu drengja, hvarflaði hugurinn ó-
sjálfrátt langt inn í þoku endurminninganna til
þessa kvölds. Það var í ágúst fyrir tólf árum, að
ég gekk feiminn og hikandi upp á brúna á e/s Lag-
arfossi til að taka ,,stýristörn“, þá sem viðvaningur.
Stýrimaðurinn, sem á brúnni stóð, var Þórir Ólafs-
son, hávaxinn og glæsilegur, fríður og fasmildur,
og leiðbeindi hann mér ljúfmannlega, hvernig fara
skyldi að. Síðan unnum við saman um átta ára
skeið. Margs væri að minnast frá þeim árum, en
til þess er ekki rúm hér. Margar erfiðar vaktir
áttum við saman og sigldum yfir marga báru, en
einnig margar gleðistundir á frídögum. Þórir Ólafs-
son var einn af þeim fáu mönnum, sem aldrei lét
frá sér heyra reiðiorð eða stóryrði. Hann var alltaf
glaður og uppörvandi, enda mun hann hvergi hafa
átt óvin, en þeir eru fáir, sem það verður sagt um.
Þórir heitinn var búinn að vera tíu ár í farsælu
hjónabandi. Hann giftist hinn 21. júní 1934 Þórunni
Rögnvaldsdóttur, og áttu þau eina dóttur barna,
sem nú er níu ára.
Kæri vinur! Þessi orð eru of fá; en ég enda þau
með þakklæti fyrir liðin ár, er við vorum saman.
Æviskeið þitt var stutt en fagurt, og mörgum sam-
tíðarmanni þínum hefir orðið ávinningur að kynn-
ast þér. Þú hefir sjálfur reist þér minnisvarða, sem
engin mannshönd eða stríðsógnir geta brotið, því
orðstírr deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.
VtKINGUR
25