Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Síða 35
Friðrik Haildórsson
loftskeytamaður
Fæddur 19. marz 1907. Látinn 18. okt. 1944.
Kveðja frá starfsbræðruni.
Skyndilega skildust leiðir,
skugga yfir vetrar hrá
sumarbjartar samstarfsliciðir.
Sakna að oss kenndum slá.
Friðrik, utan er þig seiðir
uldurlag um stórasjá
fjörsins. Milli firðir breiðir
frænda og vina urðu þá. —
Stult og fögur ævi endi.
Yfir henni drengraun skein.
Anda ]>íns var akurlendi
illgresislaus hveitirein.
Allt var þinni heilt af hendi.
Hvert þitt ómergsvikið bein.
Hver þér unni, ef þig kenndi. -—
Eftir lifir íninning hrein.
Svaribræður kærast kveðja,
kunnin þakka og samstörf góð.
Drúpa eins og hörn og heðja
bölir yfir reknri glóð.
Muna, hversu gagna og gleðju
geymdirðu við örlögflóð.
Þar til hneit þér sjúkdómssveðja, —
svanurinn kvað sitt hanaljóð.
Bræður þínir hlysið taku
bleiktri þinni ltendi úr.
Fylkja liði. Á verði vaka.
Vita niður rignir skúr. -—•
Hálfkveðin þíns starfa stuka
stuðlast fratn úr aldu dúr.
Gimar upp til Gintlés braka.
Geimar brenna skapanfúr.
Lárus Sigurjónsson.
Frá Slysavarnafélagi
/
Islands
„Þorsteini“ breytt í mótorbjörgunarbát
fyrir Reykjavík og nágrenni
Stjórn Slysavarnafélagsins hefur nú ákveðið,
að flyja björgunarbátinn „Þorstein" til Reykjavík-
ur og breyta honum í mótorbjörgunarbát með
tveim kraftmiklum hreyflum og tvennum skrúfum.
Mun vélsmiðjan Keilir taka að sér breytinguna á
bátnum.
Það voru hjónin Guðrún Brynjólfsdóttir og Þor-
steinn Þorsteinsson skipstjóri í Þórshamri, sem
gáfu bát þenna á sínum tíma, og hafa þau nú sam-
þykkt, að honum verði breytt í mótorbjörgunarbát.
Björgunarbáturinn „Þorsteinn“ er hinn bezti
gripur og mjög til hans vandað að öllu leyti. Hann
er um 12 metrar á lengd og þrír á breidd. Hann á
að geta tæmt sig sjálfur, þótt hann fylli af sjó, og
rétt sig við aftur, þótt honum hvolfi eða stafnstingi.
Kjölur bátsins — það af honum, sem er úr tré —
er úr kanadiskum klettaálmviði. Stefnin eru úr
eik, böndin úr klettaálmviði, en byrðingurinn allur
og þilfarið úr „Honduras Mahogany“, tvöfaldur,
þannig, að borðin koma þvert hvert á annað. Sama
vandvirkni er á öllu, sem bátnum fylgir.
Báturinn hefur frá því fyrsta haft bækistöð í
Sandgerði og verið geymdur þar í húsi. Sandgerð-
ingar hafa nú fengið annan bát léttari og heppilegri
fyrir þeirra staðhætti.
Ákveðið er, að „Þorsteinn" fái bækistöð í Örfiris-
ey, og hefur þegar verið tryggð lóð þar fyrir björg-
unarstarfsemina. Hefur verið keyptur hermanna-
skáli fyrir 10 000 krónur, en í ráði er að byggja
sporbraut og að öllu leyti fullkomna björgunarstöð
þar. Áætlað er, að þau mannvirki, fullbúin, muni
kosta ,um 200.000 krónur.
Breytingunum á „Þorsteini“ miðar vel áfram, og
er þess að vænta, að hann geti tekið við hinu nýja
hlutverki sínu hér áður en langt um líður.
Trúlofunarhringar,
BORÐBÚNAÐUR,
TÆKIFÆ.RISGJAFIR í góSo úrvall.
Guðm. Andrésson, gullsmiður,
Laugaveg 50 — Sími 37 69
VÍKINGUR
35