Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Síða 23
I
Emil G. Pétursson, vélstjóri:
Litlu skáldin
Oft heyrir maður og les um það, hve við íslendingar
séum söngfróðir, bókhneigðir og yfirleitt mikið gefnir
fyrir allan skáldskap. Er þetta víst að mörg leyti rétt.
Við eigum og höfum löngum átt ljóða- og söguskáld,
og nú á þessi litla þjóð orðið skáld í höggmynda-, tón-
og málaralist, sem hún getur verið hreykin af.
Við eigum líka, fyrir utan stórskáldin okkar, hag-
yrðinga, er geta mœlt jafn leikandi á bundnu máli og1
óbundnu. Hygg ég að það sé fátítt hjá hinum fjöl-
mennari þjóðnm, að skáldskapurinn liggi eins létt í
tungu og hjá okkur.
Er það þá nokkuð, sem getur vakið undrun okkar
hvað viðkemur skáldskap?
Jú. Eitt er það, sem vakið getur furðu. Það er ein
stétt manna, bæði kvenna og karla, sem við getum
kallað smásagnahöfunda eða skáld. Þessum litlu skáld-
um höfum við ekki veitt athygli, svo sem þeim ber, því
ið þau eiga það vissulega skilið, að þeim sé meiri
gaumur gefinn en verið hefur, þvi að hugmyndaflugið
hjá þeim er aðdáunarvert.
Að við höfum ekki gefið þeim meiri gaum en orðið
er, stafar máske af því að þau eru svo fjölmenn og
almenn meðal ailra stétta þjóðfélagsins, að við tökum
þeim sem sjálfsögðum hlut. Annað er það líka, er
varnar því að eftir þeim sé tekið, það er þeirra fram-
úrskarandi hæverska.
Þessi smásagnaskáld koma víða við og mæla sögur
sínar af munni fram, en rita þær ekki eða gefa út i
bókarformi. Snilligáfu hafa þau oft og margt skemmti-
legt og vel upp fundið kemur frá þeim. Þau segja
sögur sínar oftast í eyru manna. Sjálfsagt viðurkenna
þau ekki frumburð sinn; það gjörir lítiliæti þeirra, en
scgjast hafa heyrt söguna annars staðar frá.
Frá því land okkar byggðist, höfum við fslendingar
haft gaman af sögum og frásögnum, og geta hlustað
á og sagt frá, og svona er það enn hjá okkur.
Við hlustum til dæmis á litlu skáldin segja sögur
sínar. Það er hlustað á þau í bridgeklúbbum, sauma-
ldúbbum og alls staðar þar sem þau birtast, og svo fær
sagan vængi og flýgur út á meðal fólksins, en skóldið,
höfundur sögunnar, hverfur eins og reykur, sem fer
út í loftið og leysist upp. Þetta er afar leiðinlegt, að
þau vegna lítillætis síns skuli hverfa svona, því að
sögur þessara smáskálda eru oft bráðskemmtilegar og
vel sagðar. Þær fjalla venjulega um einhvern sam-
borgara þeirra.
Gæti nú hitzt svo á, að þann eða þá, sem orðið
hafa fyrir því happi að verða uppistaða í skáldskap
þeirra, langaði til þess að þakka fyrir heiðurinn, og
er þá leitt að geta ekki fundið höfundinn.
Til þess að bæta úr þessu, langar mig til að koma
þeirri hugmynd minni á framfæri, að þegar einhver
hittir og hlustar á einhvern af þessum höfundum, þá
spyrji hann að því, hvort hann sé sjálfur höfundurinn,
og er skáldið svarar, að það hafi heyrt. söguna, þá
inna það eftir hvar og hjá hverjum. Það getur ef til
vill farið svo, að smáskáldið vegna feimni sinnar og
lítillætis legg'i þá árar í bát og hætti öllum smásagna-
skálðskap, en maður verður að hætta á það. Þessi stétt
manna er það fjölmenn, að mér finnst enginn skaði
skeður, þótt henni fækki svolitið.
Gæti þá máske farið svo, að þeir, sem eftir lifðu af
stéttinni, byi'juðu að skrifa sögur sínar og gefa þær
út á prenti og enduðu ef til vill með því að tilheyra
stóru skáldunum okkar, og væri þá vel farið.
Oddur Sigurgeirsson.
iVÍKIN G U R
163