Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 3
Capt. R. Barry O’Brien: BYLGJUR OG BROTSJÓIR Eftir að stormar hafa geysað á Atlantsh'afi flytja dagblöðin oft fregnir af því að farþega- skipin hafi barizt við himin-háa sjói eða fjall- háar bylgjur. Þetta gefur ímyndunarafli fólks lausan taum- inn, sérstaklega þeim, sem ekki hafa reynt eða séð þetta með eigin augum. Fjöllin geta orðið 6-7000 metra há og skip, sem lenti í stórsjó með slíkri bylgjuhæð, myndi algjörlega týnast, svo að enginn yrði til frásagnar. Mesta fárviðri sem hugsanlegt er að geti. komið á Atlantshafinu framleiðir ekki hærri bylgjur en ca. 25 metra, talið frá bylgjudal að bylgjutoppi. Tuttugu og fimm metrar virðist flestum ekki mikil hæð í þessu tilfelli, en þegar við lítum á byggingu, sem er svona há, eða reykháf, gefur það glögga hugmynd um hvernig slíkur stórsjór lítur út séður frá litlu hlöðnu kaupskipi, sem sígur í öldudalinn. Vorið 1943 lenti brezka herskipið „King George V“ í fárviðri suður af Islandi. Herskipið fékk á sig brotsjó, sem reif stóran mótorbát lausan og kastaðist hann upp á flugvélaþilfarið, lyfti björgunarbátunum og fyllti einn vélasal- inn. I sama fárviðri svipti brotsjór rammger- um hlífum frá 20. sm. fallbyssum. Mönnum reiknaðist bylgjuhæðin vera 13-15 metrar og 180-200 metrar á lengd. Vorið 1947 lenti brezka farþegaskipið Queen Mary í einu mesta fárviðri, sem geysað hafði á Atlantshafinu s. 1. 20 ár. Töldu menn að sumar bylgjurnar hefðu náð 27 metra hæð. Hraði sftipsins komst niður í 4 sjómílur og hafði því seinkað um rúman sólar- hring, þegar það kom til New York. 1 október 1932 var ég stýrimaður á hafskipinu Majestic sem er 56 þús. smál. 200 sjómílur vestur af Scilly-eyj unum fékk skipið á sig 25 metra háan brotsjó og braut bylgjutoppurinn margar rúður á stjórnpalli, en hann var 27 m. yfir sjávarmáli. Skipstjórinn E. L. Trant, skarst illa af glerbrot- um og þurfti skipslæknirinn Woods að taka níu nálspor á höfði hans. Tuttugasta og níunda des. 1922 var Majestic á austurleið yfir Atlantshafið og hentist áfram undan norðvestan fárviðri. Þá reið stórsjór yfir afturstefni skipsins. Var talið að þar hefði bylgjutoppurinn verið 27 metra hár og er það mesta hæð sem mæld hefur verið á N.-Atlants- hafinu. Þar í grennd og um svipað leyti fórst farþegaskipið Rheinland eign Red Star skipa- félagsins. Skipið fékk á sig næstum 25 metra stórsjó. Hver einasti björgunarbátur og einn maður skoluðust útbyrðis. Margir særðust hættulega, fót- og handleggsbrotnuðu. Randall skipstjóri skýrði svo frá, að í nokkrar mínútur hefði ekkert staðið uppúr af skipinu nema reyk- háfurinn og masturstopparnir. Tuttugu og fimm metra bylgjuhæðir eða meira eru mjög sjaldgæf fyrirbrigði, jafnvel í mestu fárviðrum. Þessir stórsjóir myndast venjulega á þann hátt að bylgjurnar hrúgast upp við það að mætast úr ýmsum áttum. Gamlir sjómenn frá seglskipatímabilinu halda því fram, að í fárviðrum séu einn eða tveir sjóir af hverjum fimm, venjulega slíkir risa- sjóir. Staðhæfa þeir þetta án þess þó að geta gefið ástæðuna fyrir því. Eflaust hafa þeir haft á réttu að standa í einstökum tilfellum. Á þrauthlöðnum seglskipum sem sigldu hrað- byri í ofsaveðrum var að sjálfsögðu mjög erfitt að segja nákvæmlega til um hæð sjóanna, því skipin ultu og sveifluðust til. Af þessum sökum voru mjög fáir seglskipstjórar, sem gátu dæmt um hæð sjóanna, sem þeir fengu á skip sín. „Lorch Torridan“ var árið 1882 á heimleið frá Calcutta í fyrstu ferð sinni. Úti fyrir Góðr- arvonarhöfða fékk skipið á sig heljar mikinn sjó. Skipið hafði lagt til drifs um stjórnborða og þegar Pinner skipstjóri skipaði að stagvenda, vildi fyrsti stýrimaður draga upp framseglið áður. Pinner skipstjóri neitaði og þegar skipið stagventi — alltof hægt — fékk það brotsjóinn á sig. Margir skipverja héldu því fram að hann hefði verið 35 metra hár. Skipstjórinn, 2. stýri- maður, rórmaðurinn, seglasaumarinn og skips- drengurinn skoluðust útbyrðis. Skipið rétti sig VÍKINGUR 1B1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.