Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 22
Hann var um þrítugt, hinir voru nokkru yngri; allir voru læknar. „Hjátrúarógnin, sem hinum lifandi stendur af þeim dauðu“, sagði Helberson, „er arfgeng og ólæknandi. Það þarf enginn að blygðast sín fyrir það, fremur en þó hann erfi litla stærð- fræðihæfileika eða hneigð til að ljúga“. Hinir hlógu. „Ætti maður þá ekki að bylgð- ast sín fyrir að vera lygari ?“ spurði sá yngsti, sem reyndar var læknisnemi, en hafði ekki enn lokið prófi. „Góði Harper minn, ég sagði ekkert um það. Hneigðin til að ljúga er eitt, lygar allt annað“. „En heldurðu“, sagði sá þriðji, „að þessi hjá- trúartilfinning, þessi ógn af þeim dauðu, á- stæðulaus, eins og við vitum hún er, sé til hjá öllum, sjálfur hef ég ekki orðið hennar var“. „0, en hún er til í þér, samt sem áður“, svar- aði Helberson: „hún þarfnast einungis réttra aðstæðna til að láta til sín taka miður þægi- lega, svo það opni augu þín. Læknar og her- menn eru auðvitað nær því að vera lausir við hana en aðrir“. „Læknar og hermenn, því ekki líka böðlar og morðingjar? Við skulum taka alla manndráp- ara í einum hóp“. „Nei, góði Mancher, dómstólarnir veita ekki böðlunum næg verkefni til þess að þeir kynnist dauðanum svo vel, að hann hræði þá ekki“. Harper kveikti sér í nýjum vindli. „Við hvers konar aðstæður myndir þú álíta, að sérhver maður af konu fæddur fyndi óhjákvæmilega til þessa sameiginlega veikleika okkar allra?“ spurði hann dálítið oflátungslega. „Jú, ég myndi segja, að ef maður væri lok- aður heila nótt inni hjá líki — aleinn — í dimmu herbergi — í auðu húsi — án sængur- fata til að breiða upp yfir höfuð — og lifði það af án þess að verða alveg brjálaður — gæti hann með rétti gortað af því, að hann væri ekki af konu fæddur“. „Ég hélt, að þú myndir aldrei hætta að telja upp skilyrðin", sagði Harper, „en ég þekki mann, sem er hvorki læknir né hermaður, en myndi ganga að þeim öllum og veðja hvaða upphæð, sem þér þóknaðist að nefna“. „Hver er sá?“ „Hann heitir Jarette — kunningi minn frá New York. Ég hef enga peninga til að veðja á hann, en sjálfur hefur hann ógrynni af þeim og myndi ekki skerast undan að leggja þá fram“. „Hvernig veiztu það?“ „Hann myndi heldur hætta að borða en veðja. Hvað ótta viðvíkur — ég trúi hann álíti hann einhvers konar fáránlega truflun, eða hjátrúar- vitleysu". „Hvernig lítur hann út?“ Helberson var auð- sjáanlega orðinn áhugasamur. „Líkur Mancher hérna — gæti verið tvíbura- bróðir hans“. „Ég tek áskoruninni“, sagði Helberson á- kveðið. „Mjög þakklátur fyrir gullhamrana", sagði Mancher syfjulega. „Get ég ekki verið með í þessu ?“ „Ekki á móti mér“, sagði Helberson. Ég kæri mig ekki um peninga frá þér“. „Gott og vel“, sagði Mancher. „Ég skal vera líkið“. Hinir hlógu. Við höfum séð árangurinn af þessu fárán- lega samtali. III. Þegar Jarette slökkti á kertisstúfnum, hugs- aði hann sér að geyma hann og nota ef einhver ófyrirsjáanleg þörf krefði. Hann hefur auk þess að líkindum hugsað sem svo, að myrkrið væri ekki verra nú en síðarmeir. Og það var þægilegt að geta brugðið upp ljósi, þó ekki væri til annars en að gá á úrið. Jafnskjótt og hann hafði slökkt, settist hann og lét fara þægilega um sig í hægindastólnum, hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum og vonaðist til að sofna. En hann varð fyrir von- brigðum; hann hafði aldrei verið jafn ósyfjað- ur, og innan skamms hætti hann að reyna. En hvað gat hann aðhafzt? Hann gat ekki gengið um gólf í algeru myrkri, átt á hættu að reka sig á — og rekast á borðið og raska ró hins framliðna. Við viðurkennum allir rétt þeirra til að hvíla í friði. Jarette tókst næstum að telja sjálfum sér trú um, að það væri þesskonar nærgætni, sem aftraði honum frá að hreyfa sig úr stólnum. Meðan hann var að hugleiða þetta, þótti hon- um sem hann heyrði veikt hljóð frá borðinu — hvers konar hljóð, hefði hann ekki getað sagt um. Hann leit ekki um öxl. Til hvers hefði það verið, í algeru myrkri? En hann hlustaði — hví ekki ? Og meðan hann hlustaði, setti að hon- um svima, svo hann greip um stólbríkurnar til stuðnings. Það var undarleg suða fyrir eyrum hans, honum fannst sem höfuðið væri að springa og fötin þrengdu að brjósti hans. Hann furð- aði sig á þessu, og hvort þetta myndu vera hræðslueinkenni. Og svo allt í einu, þegar hann andaði lengi og djúpt frá sér, var sem brjóstið félli saman, og þegar hann sogaði á ný loft niður í þreytt lungun, hvarf sviminn, og hon- 2DD VÍKINGUfi

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.