Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 42
1/6. Ríkissjóður keypti Súðina og
hyggst selja hana til Asíu. — Fisk-
aflinn rúmlega 800 tonnum minni en
á sama tíma í fyrra. Aukin herzla
og fiskimjölsframleiðsla. — Vatna-
jökull í þriðju Israelför á árinu. —
Elzti Islendingurinn 104 ára í dag.
Hefur hún daglega fótavist og þykir
mikið koma til hraða nútímans.
•
2/6. Isfisksalan til Bretlands rúm-
lega 2,6 millj. kr. í maí. — Fjórir
bæjarútgerðartogarar lönduðu hér
1006 smál. í þessari viku. — Hval-
bátarnir farnir á veiðar. Akurnes-
ingar ætla að byggja eigið sjó-
mannaheimili. Akurey leggur upp
afla á Flateyri.
•
3/6. Lamb með tvö höfuð fæddist
nýlega í Hraungerðishreppi. — Lé-
legur afli er hjá Seyðisfjarðarbát-
um. — Bjarni Ólafsson aflaði 1406
smál. í maímánuði.
•
4/6. Neptúnus með 550—570 lestir
af karfa. Mesti afli sem íslenzkt
skip hefur fengið. Dágóður dragnóta-
afli við Langanes. — Sex hvalir eru
þegar veiddir.
•
5/6. Rifsnesið mokaflar við Græn-
!land. — Gullfoss likaði vel í sigl-
ingum milli Bordeaux og Casa-
blanca. — Horfur eru á að síldveið-
ar fari að hefjast í Flóanum. —
Skipverji á Jóni forseta slasazt.
•
6/6. 3300 tonn af karla hafa bor-
izt til Krossaness.
7/6. Saltvinnzla við hverina á
Reykjanesi gæti orðið samkeppnis-
fær. — Fyrsti reknetabáturinn fékk
100 tunnur. — íslendingar reyna
síldveiðar við Jan Mayen. Vélbátur-
inn Faxaborg fylgir norska flotan-
um í sumar norður fyrir „kalda
álinn“. — Þorri Faxaflóabáta verður
fyrir vélbilun á vetrarvertíðinni.
Helmingur lúðubátanna hefur verið
dreginn að landi vegna vélbilana á
hafi úti. — Stanzlaus karfavinnsla
er á Akranesi.
•
8/6. Iðju hefur verið vikið úr Al-
þýðusambandi Islands. — Nýtt fisk-
þurrkunarhús á Seyðisfirði. — Flóa-
áveitan fær ónógt vatn. — Hvítá
óðminnkandi og áveitulönd heilla
byggðarlaga í neðanverðum Flóa
vatnslaus.
•
9/6. Skipverji drukknar af togar-
anum Marz frá Reykjavík. — Góður
afli hjá togurunum á veiðum við
Garðskaga. — Nær algert fiskleysi
ennþá á grunnmiðum. Bátar frá
Djúpavík fá ekki í soðið.
•
10/6. Jökulfellið siglir gegnum
Panamaskurðinn. — Skuldabréf Sogs
og Laxár seld fyrir 7 millj. króna.
— Ný auðug karfamið átta stunda
siglingu frá Faxaflóa. — Miklar
hafnarbætur á Breiðdalsvík í sum-
ar. Bryggjan lengd um 30—40 metra.
— Vitabygging á Herjólfsskeri i
Eyjafirði er í undirbúningi.
•
12/6. Kaldbakur og Svalbakur
öfluðu fyrir 9,6 millj. kr. s. 1. ár. —
Sex togarar lönduðu 2400 lestum
fyrstu 10 daga þ. m. — Sjötti Bæjar-
útgerðartogarinn, b.v. Pétur Hall-
dórsson, kom í gær. — Bretar kaupa
mikið magn af hraðfrystum fiski
hér. Stærsta fisksölusamlag Breta
hefur keypt um þriðjung framleiðsl-
unnar í ár. — Kíkið kaupir öll vatns-
réttindi í Þjórsá og og öllum þver-
ám hennar. Kaupverðið er rúml. hálf
millj. króna.
•
13/6. Karfa- og síldarbræðsla á
Djúpavík rúml. 1200 smál. af smá-
síld. — Karfavinnsla á Ingólfsfirði
er hafin. — Hver Akureyrartogari
með á annað þúsund lestir. Krossa-
nesverksmiðjan hefur tekið á móti
4587 lestum til vinnslu. — Unnið að
sementsverksmiðju á Akranesi fyrir
tvær millj. króna í sumar. — Ákveð-
ið er að hefjast handa um útveg-
un björgunarskútu til Norðurlands.
Rúm hálf millj. króna er í björg-
unarskútusjóði.
•
14/6. Skógareldur eyddi stórt
svæði við Þingvallavatn í gærdag.
Itviknaði út frá prímus, sem var í
tjaldi við Vatnsvíkina. — Rúmlega
100 manns vinna nú við nýju Sogs-
virkjunina. Haldið er áfram spreng-
ingum í jarðgöngunum og steypu-
vinna hafin. — Nýalssinnar vilja
reisa sambandsstöð við íbúa á öðr-
um stjörnum. Ætla að hefja fjár-
söfnun í því skyni og ætlunin er að
reisa stöðina í Reykjavík. — í fyrra
var reynd ný fiskimjölsverksmiðja á
Dalvík, en vinnsla hófst þar í vor.
— Tvö skip með brotajárn dregin
til Englands. Panamaskip, sem
strandaði við Njarðvík og gamall
línuveiðari í síðustu sjóferð. —
Víkkun landhelginnar og verndun
fiskimiðanna er stærsta mál Vest-
firðinga.
15/6. Lítil þátttaka Svía á Is-
lands-síldveiðum.
16/6. Ingólfur Arnarson kemur
frá Bjarnarey eftir mánaðar veiðiför.
•
17/6. Ákveðið að flytja til Eng-
lands í sumar 25 tonn af biksteini.
Hugsanleg útflutningsvara, ef hann
reynist vera gott hráefni.
•
19/6. Jón Baldvinsson flytur vör-
ur frá Hull. — Bræðslusíldarverðið
í sumar verður 102 krónur á málið.
Móttaka síldar hefst 5. júlí. — Blað
úr skinnhandriti Heiðarvígasögu
fundið. Blaðið var talið að fullu
glatað og vantaði það í söguna í
öllum útgáfum til þessa. — Beygur
er í mönnum við síldveiðarnar nyðra.
220
VI<1N G U R