Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 9
lærir maður fljótt að athuga það rólega, sem fyrir augun ber, enda er ekkert hægt að stinga af“. „En er það ekki lífshætta að vera þarna niðri á miklu dýpi?“ „Eftir því, sem hagskýrslurnar segja, er það ekkert hættulegra en hvert annað starf, og get ég fullyrt, að kafarar, sem ég þekki, hafa náð háum aldri. Það kemur kannski af því, að þeir eru allir sérstaklega heilsuhraustir frá byrjun. Um hættuna má náttúrlega segja það, að á miklu dýpi er hættan auðvitað allmikil og verður maður auðvitað að hafa öll kafara- áhöld í fyllsta lagi. Einnig þarf maður að hafa góða menn við aðstoðarstörfin, hvort sem er við sjálf kafaraáhöldin eða víra og vinzur, sem snerta starf kafarans. En ég hefi aldrei borið neinn kvíðboga fyrir því, hvort sem ég hefi haft Araba, negra eða hvíta menn við kafara- dæluna, af því að yfirstjórnin var alltaf í lagi“. „Hvað hefui’ þú kafað á miklu dýpi?“ „Ég hefi kafað á 54 metra dýpi, og er það nokkuð þungt og erfitt. Þar er um það bil 72 punda þrýstingur á fertommuna“. „Það er sennilega margt á þessu dýpi, sem þið kafararnir sjáið og getið frætt okkur um, og þið hljótið að þurfa að gefa góðar og ýtar- legar skýrslur um starf ykkar“. „Jú, það er nú eitt af því alvarlega, sem maður kemst fljótt að, þegar maður verður björgunarkafari. Þegar maður gerir við stór skip, sem hafa dýrmætan varning innan borðs, og eru með skemmdan botn eftir strand, þá er það vitaskuld ábyrgðarmikið starf, sem kaf- arinn leysir af hendi, þar sem ef sú viðgerð, sem haffærisskírteini er gefið upp á, að skipið megi sigla yfir hafið með hinn dýrmæta farm sinn og svo alla áhöfnina. Skýrsla kafarans verður auðvitað að vera nákvæm og umfram allt alveg rétt og sönn. Skýrslur þessar voru áður fyrr á Englandi og meginlandinu ævinlega gefnar upp á eiðstilboð, en í seinni tíð hefur mað- ur oft gefið skýrslurnar upp á drengskapar- heit, og virðist það eitthvað viðkunnanlegra. En kafaraskýrslur þessar eru oft mikilvægasta innleggið í málrannsóknum um skipsstrandið, því að flest skipsströnd eru „gerð upp“ með réttarrannsókn, og oft rísa löng mál og flókin út af skipsstrandi, enda nemur verðmæti skips og farms oft tugum milljóna". „Þú hefur fljótt fengið að finna til þeirrar ábyrgðar, sem var því samfara að ummunstrast úr háseta í 2. kafara“. „Vissulega. Ég hafði ekki notið gleðinnar lengi yfir því að verða „offiseri“ svona ungur, þegar ég varð ábyrgðarinnar var og fann, hve mikið ég þurfti að læra af almennum fræðum til þess að geta skýrt verk mitt, ekki síður en unnið það. Og hér var ekkert undanfæri, ég varð straks að hefjast handa — hér gat enginn hjálpað mér nema ég sjálfur. Fyrst af öllu þurfti ég að læra dönsku til hlítar, en hana hafði móðir mín kennt mér, og hún var svo góð í málinu, að ég hafði áður haldið, að enginn kynni hana betur en hún. Þegar hún sýndi mér, að sagan í lesbókinni okkar um „Hans der havde været udenlands“ var kvæði, var hrifning mín og stolt yfir móður minni í þessum efnum full- komnað. En félagar mínir í borðsalnum töluðu allt annað mál. Það úði og grúði af orðum, sem ég hvorki kannaðist við eða skildi, og endirinn vai'ð sá, að vi<* dönskunámið varð ég fyrst að > Kafari i búningi. V I K I N G U R 1B7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.