Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 38
rúmsinnganginum, eins og ég sagði þér í gærkveldi. Hann tengdi saman tvær leiðslur, þær sem komu að mestu gagni, og „brenndi yfir“ á öllu rafmagnskerfi skipsins. Þessvegna fóru ljósin. Síðan læddist hann aftur á og setti rörtöng milli tannhjólanna í stýrisvélinni og þegar vélin reyndi að beygja töngina, brotnuðu tann- hjólin. Þessi vél mun ekki geta stýrt neinu skipi, fyrr en hún hefur komizt á verkstæði til viðgerðar". Alfred heyrði, að Rósa greip andann á lofti, en hún heyrði dillandi hlátur. „Þegar allir hlupu aftur eftir", hélt Alfred áfram „læddist maðurinn fram á að bakkanuin og lét akkerin falla, báðar keðjurnar runnu á enda og eftir hávaðanum, sem á eftir fór, að dæma, þá hafa þær rifið út nokkrar af stálplötum skipsins og boðið dálitlu af Norður- Atlantshafinu í heimsókn í for- hólfið. Aðalvélarnar stönzuðu, vegna þess, að einhver fleygði útbyrðis endunum á fastsetningarvírunum. Hann lét þá líka renna á enda og skrúfurnar vöfðu þeim um sig“. Rósa hélt niðri í sér andanum og starði á skugga eiginmanns síns á veggnum. Alfred stóð upp. — „Þú skilur þá, að þetta er ekkert til að vera hræddur við. Skipið, eins og það er, er eins öruggt og húsið okkar heima. Það getur bara ekki hreyft sig sjálft og því verður ekki stjórnað. Einhver hefur sem sagt stór- skemmt það. En undir eins og þeir hafa komið loft- skeytatækjunum í gang, mun hvert einasta skip í nágrenninu bjóða aðstoð sína. Auðvitað stöðvar þetta hnattsiglingu okkar, en ég hugsa, að þú hafir ekkert ó móti því“. í myrkrinu heyrði Alfred Rósu taka andköf og fann hana taka Um axlir sér — hún grét. „Alfred, var það þess vegna, sem þú gerðir það?“ „Nei“, svaraði hann“ það var bara notað sem hjálpar- meðal. Ástæðan til þess, að þetta skip er ekki nothæft í bili, er — Jæja, Rósa, þú varst farin að bera gamla karlinn þinn saman við fugl eins og Hr. Russel, sem var eins og hræddur héri og öskrandi ljón á vlxl. Það gat ég ekki þolað, Rósa! — Og rétt strax skal ég ganga fyrir skipherrann og skýra fyrir honum, hve létt það er að gera hið dýra og góða skip hans að hálf- ónýtum kláf og hve hræðilegt það væri, ef reglulega hættulegur maður hefði tekið upp á þessu“. Hann brosti. „En ég er ekki hættulegur maður, Rósa! Ég er í sannleika aðeins venjulegur karlmaður“. Lengi á eftir var allt hljótt í klefa Simmonshjón- anna. Það var dimmt þar inni, en Rósa sá, í meðvitund sinni, ljós, sem sendi frá sér skínandi geislaflóð, og þegar henni skildist allt saman, skeði það, sem aldrei fyrr hafði komið fyrir í lífi Alfreds, að kona lagði hendurnar um hálsinn á honum og kyssti hann af lífi og sál á munninn! ^tnalhi Kennslukonan: — Mikill sóði ertu, Pétur. Þú hefur ekki þvegið þér áður en þú fórst í skólann. Ég get séð, hvað þú hefur verið að borða í morgun. Þú hefur borð- að egg. Pétur: — Nei, ég fékk fisk í morgun en egg í gær- morgun. Ólafía Árnadóttir: Heyrt og séð Hefur þú heyrt hann Ægi reiðan rymja og Ránardætur knýja í heljar dans? Hann magnar þær, svo margradda þær glymja og m.ikilúðgar ösla fram án stanz, svo ógurlega, að eklcert mót fær risið og enginn hefur mælt það feikna-afl, því ægilega einatt verður slysið, að evginn reiknar út það djarfa tafl. Hefur þú séð, er úthafsöldur æða svo undradjarft, og hvergi sér til lands? Þær þjóta í hrönnum, fljúgast á og flæða, fljótar sem elding, hringiðu í dans. Þær skipta litum, leika, fagna og flissa og fagurlega vagga stoltri skeið. Skyndilega skips á brjóstin kyssa, skjótast burt, og breyta svip um leið. Hefur þú séð, er brim á hömrum brýtur og bárur æstar rjúka að lclettaströnd, þá Ægir karlinn fyrir hærum hvítur af heljarafli reiðir sterlca hönd? Sú tryllta sýn svo heillað hugann getur að hverfi allt, og aðeins virðist smátt, við stjörnuljós er stari ég um vetur á stórfenglegan brimsins ógnarmátt. Hefur þú séð í æstum ofsa hamast og ógnarvaldi hrekja litla gnoð, svo ægitryllt, að hetjuhugur lamast, er hrannast. sær, en hvergi hjálp né stoð? Einn er þó, sem enn á öldum gengur þó ógurlegar reisi hvítan fald. Hann býður: hægar, hamist þið ei lengur. — Herrann Jesús einn á þetta vald. Hefurðu séð, er allar ægisdætur svo undur-þýðar falla í væran blund? Við ástbros sólar fara þó á fætur, friðsamar leika þögla morgunstund. Þá er sem hreimþýtt livísl um loftið llði í léttum blæ, a'J vanga fiskimanns: þið hraustu hetjur, farið nú í friði og farsællega náið heim til lands. 216 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.