Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Page 10
fá mér Fremmedordbog og Herman Lyne, en
þar var að finna þessi 4000 tökuorð í dönskunni,
sem ég þekkti ekki, en var varpað fram, og
reyndar mikið notuð af yfirmönnum skipsins.
En þegar maður byrjar að læra, þá rekur hvað
annað: Enska, því næst franska, reikningur og
teikning, sjóréttur og eignaréttur, og loks
skýrslu- og samningagerð".
„En hvað viltu segja mér um skipaviðgerðir í
þá daga“.
„Á öllum þeim skipum, sem við björguðum,
önnuðumst við sjálfir viðgerðir, en auðvitað
voru það aðeins bráðabirgðaviðgerðir, þar til
skipin gætu komizt til viðgerðar í Englandi eða
á Norðurlöndunum. Þá var hér aðeins slippur
fyrir minni seglskipin, en eins og kunnugt er, þá
er enginn slippur fyrir millilandaskipin hér á
landi enn í dag. Veturinn 1923-24 var afskap-
lega mikið að gera við björgun, og björguðum
við mörgum skipum. Við drógum skipin inn
til Reykjavíkur og gerðum við þau í höfninni
eða inni á Sundum. Stundum sáum við okkur
hag í því að setja þau á land við Gufunes, en
botnviðgerðir urðu að gerast á floti og af kaf-
ara. Einu sinni um veturinn höfðum við 4 skip
í einu til viðgerðar í Reykjavíkurhöfn, þar á
meðal 2 stór, þýzk flutningaskip, en svona er
það í björgunarstarfinu, að stundum er unnið
hálft árið, svo að segja nótt og dag, og stundum
eru margir mánuðir, sem kannski er ekkert að
gera. Svitzerfélagið hafði um tíma mikinn hug
á að koma upp skipaviðgerðum hér á landi með
nauðsynlegum dráttarDrautum og áhöldum, eins
og aðrar þjóðir hafa. En þrátt fyrir margvísleg-
ar athuganir og umhyggju fyrir málinu varð
ekkert af byggingu dráttarbrautar hér í Reykja-
vík. Björgunarskipið Geir gerði einnig við mörg
önnur skip og báta, sem brýn nauðsyn var á,
en eftir 1918 var Hamar stofnaður upp úr
Hafnarsmiðjunni. Tók hann strax virkan þátt
í skipaviðgerðinni og hefir vaxið æ síðan. En
gömlu togarana var ekki hægt að taka á land
fyrr en eftir 1933, en hin nýja braut Slipp-
félagsins í Reykjavík getur nú tekið upp alla
nýju togarana og strandferðaskipin, og stofnað
hefir verið félagið Skipanaust hér í bæ, sem
mun anna því að taka á land öll millilandaskip
landsmanna, að undanskildum Hæringi og
Tröllafossi“.
„Hvar hafði það aðalstarfsvið sitt, þetta
hundrað ára gamla björgunarfélag, sem þú
starfaðir hjá?“
„Björgunarfélagið Svitzers hafði starfsemi
sína hér á Norðurlöndum, á Miðjarðarhafinu,
við Afríku og á Rauðahafinu. Þqjir höfðu áður
haft skip í Hong-Kong, en það var flutt til
Suez“.
„I hvaða löndum starfaðir þú aðallega, með-
an þú varst hjá Svitzers?"
„Ég var í flestum Miðjarðarhafslöndunum,
og svo í Danmörku og Noregi“.
„Hvenær fórst þú héðan?“
„Það var meiningin, að ég færi árið, sem
Sterling strandaði á Seyðisfirði, 1922, en eins
og margir vita, var Sterling gamalt skip og
alveg gjöreyðilagt, svo að um björgun var ekki
að ræða. Eftir nákvæma reynslu og athugun,
var okkur stefnt til Kaupmannahafnar frá því
strandi. Var þá ákveðið, að ég skyldi fara á
Protector, stærsta björgunarskip félagsins, sem
hafði bækistöðvar í Súez. En eins og ég gat um
áður, var móðir mín ekkja, og hafði yngsti bróð-
ir minn, Markús, verið fermdur sunnudaginn
áður en lagt skyldi af stað frá Reykjavík. Þar
sem brottförina bar svona brátt að, fannst mér
ég eiga einhverju óráðstafað við móður mína,
en að taka tilboðinu sem 2. kafari á Protector
þýddi minnst tveggja ára fjarveru, en ég var
þá aðeins tuttugu ára gamall. Wittrup sagði
mér, að ég gæti eins sent peninga til móður
minnar, þó að ég væri þar, og ég yrði nú að
komast eitthvað út og læra meira. Ég gæti
ekki alltaf búizt við að vera hangandi 1 pils-
faldi móður minnar, ég yrði sem fyrst að komast
þangað, sem stærri skipum væri bjargað og
margbrotnari verkefni væru fyrir hendi. En
eitthvað þótti honum ég ekki taka nógu fjörlega
við tilboðinu, enda fannst mér ég ekki vera alveg
tilbúinn að taka við stöðunni, sem ég sá, að
yrði þá ákveðið um algjörlega upp á mitt ein-
dæmi. Wittrup skipherra líkaði ekki allskostar
við mig þá, og tók svo sjálfur af skarið og til-
kynnti mér, næsta dag, að ég kæmi þá með sér
aftur. Unaðslegan vordag 1924 kallaði hann á
mig til sín og sagði mér, að Mörk Tværsted,
skipherra, sem ætti að taka við björgunar-
skipinu Danmark, er hefði bækistöð í Konstant-
inópel, vildi fá mig með sér sem 2. kafara. Þú
þarft að fá þér passa, en „bílætið“ er til handa
þér með s/s Botnía 4. júní. Mörk Tværsted,
skipherra, hafði verið rúm þrjú ár 1. stýrimaður
á björgunarskipinu Geir, þekktur og vel látinn
maður. Ég hitti hann svo á skrifstofu félagsins
í Kaupmannahöfn, þar sem yfirmönnum skips-
ins, 11 að tölu, var stefnt saman. Héldum við
svo ferðinni áfram með hraðlestinni frá Kaup-
mannahöfn um Berlín, Munchen, Brennerskarð,
Veróna og Feneyjar, og eru mér minnisstæðir
hinir fögru og friðsælu austurrísku dalir og
skógi vöxnu fjallahlíðar, sem vöktu óskipta að-
ÍBB
V í K I N G U R