Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 17
„Þú þarft að fara upp“, en um leið fannst mér tekið í öxlina á mér og mér snúið fram í kojunni. Þá stökk ég framúr og aðeins í buxur og klossa og hleyp upp, mátti þá engu muna, að við lentum í brimgarðinum nálægt Þormóðsskeri, og rétt með naumindum hægt að snúa skipinu frá skerj- unum. Þess skal getið, að þetta stafaði ekki af neinni vangæzlu þeirra, er uppi voru, því að það var svartanáttmyrkur og kafaldsslítingur, en ég mun hafa haft skarpari sjón en þeir. Strax við fyrsta kall gætti ég á klukkuna, en frá því og þar til allt var búið liðu rúmar 2 mínútur. Meiri líkindi eru til þess, að ef skipið hefði lent á skerjum þessum, að enginn hefði komizt af. Hver stýrði hendinni? Á aðfangadag jóla 1937, vorum við á varð- bátnum Gaut á leið til Reykjavíkur. Kl. 14,50 erum við staddir út af Gróttu á innleið, á þeim tíma kallaði Reykjavíkur „Radíó“ út til skipa, ef þeir höfðu eitthvað til þeirra. Þannig var háttað hjá okkur að til þess að heyra vel í tækinu, urðum við að hægja nokkuð á vélinni. Kl. 14,50 kallaði stýrimaður niður til mín og spurði hvort hann eigi að hægja á, en ég segi nei, við hlustum ekki núna. Ég lá á bekk í káetu og var að lesa í bók, en viðtækið var yfir höfðalaginu, ég var ákveðinn í því að opna tækið ekki. En allt í einu hafði ég án þess að átta mig, rétt upp hendina og opnað tækið. Var þá Reykjavík að kalla til allra skipa um það, að 2 trillubátar úr Höfnum væru í neyð út af Hafnar- bergi, en ekkert skip mundi. vera á þeim slóðum og vorum við beðnir að fara til björgunar ef hægt væri. Var þá strax snúið við, og haldið þangað sem bátarnir áttu að vera, en þá var komið myrkur og stórbrim, og gekk að með SV. rok. Báðir bátarnir voru með bilaðar vélar. (Til þess að geta gert vart við sig varð einn bátverji að fara úr nærskyrtunni, til að kynda bál, annað var ekki til þurrt). Það lánaðist að bjarga öllum mönnunum, en annar báturinn liðaðist í sundur á leiðinni til lands og sökk. Snemma á jóladag gátum við komið mönnunum á land í Njarðvík. Sömu nótt strandaði togari við Garðskaga. Þessar athyglisverðu frásagnir hins kunna skipstjóra hirtust í síðustu „Árbók slysavarnafélagsins“, Hefur Víkingur leyft sér að endurprenta þær. V í K I N G U R 195

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.