Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 33
Arekstrarhætta radarskipa í dimmvihri Eftir Kommandör kaptein N. Nickelsen. Sem stendur er engin krafa gerð til þess að skip séu útbúin radar, en fleiri og fleiri fá nú slíkt tæki. Þar eð radar gerir skipi mögulegt í dimmviðri að fá vitneskju um önnur skip í talsverðri fjarlægð og fylgjast stöðugt með af- stöðu þeirra og fjarlægð, vaknar sú spurning, hvort reglurnar um siglingar í slæmu skyggni beri að túlka á annan veg fyrir radarskip, heldur en radarlaus. Hvað skilningi á gildandi reglugerð viðkem- ur, koma fyrirmæli 16. gr., um að vandlega skuli taka tillit til aðstæðna og annars, sem þýðingu hefur í hverju tilfelli, sérstaklega til greina í sambandi við ákvæði 27. og 29. gr. um: ,,að taka nauðsynlegt tillit til alls viðvíkjandi siglingar- og árekstrarhættu, sem fyrirliggjandi er“. Ennfremur um: „að viðhafa allar þær var- úðarráðstafanir (any precaution), sem venju- legt er á siglingu og hvert sérstakt tilfelli út- heimtir". Eftir þessum fyrirmælum virðist það ljóst, að radarskipi ber skylda til að nota radar sinn í dimmviðri, hvar sem það er statt á sjónum. Einnig munu radarskip vera skyldug til að hafa radarinn í góðu lagi og starfræktan af vönum og hæfum manni á siglingunni. 1 slíku tilfelli verður maður víst að vera viðbúinn því, að sjó- rétturinn muni einnig — með hliðsjón af 27. og 29. gr. — taka tillit til þess, að skipið hefur radar ásamt öðrum lögskipuðum siglingatækj- um, þótt hann sé ekki lögboðið tæki. f Noregi eru enn engar ákveðnar reglur yfir þær kröfur, sem gera eigi til radartækja í skip- um, en í Englandi hefur Ministry of Transport gefið út bækling: „Marin Radar — Performance Standards", en í honum er meðal annars skrá yfir kröfur þær, sem gerðar eru viðvíkjandi skipsradar. Einnig gaf General Post Office út 1948: „Performance Specification for the clima- tic and Durability Testing of Marin Radio and Radar Equipment. í slæmu skyggni má radarskip ekki slá af kröfunum um góða „útkik", einnig verður það að fylgja fyrirmælum um þokumerki með flautu. Radar er fyrirtaks hjálpartæki, en menn verða að hafa takmarkanir þess í huga. Ekki má halda, að í dimmviðri gefi radarinn varðstjóra eins góðar upplýsingar eins og hann getur veitt sér með augunum og sínum góða sjónauka í björtu veðri, eða takmörkuðu skyggni. Með augum sín- um og sjónauka sér varðstjórinn við hverju hann má búast í þeim skyggnis aðstæðum, sem fyrir hendi eru. Honum er einnig alveg ljóst að öll önnur nærstödd skip eru háð hér um bil sömu kringumstæðum og sjá hvorki lengra né skemur en hann sjálfur. Radarlaus skip, sem eru að mætast, þekkja því gjörla skyggnisað- stæður hvors annars. Með radar verða aðstæðurnar allt aðrar, en ekki hafa öll skip slíkt tæki til aðstoðar í dimm- viðri. Varðstjóri á radarskipinu A vill vita, hve langt frá og í hvaða átt radar hans sýnir skipið X, sem nálgast, en hann getur ekki vitað hvort skip þetta hefur radar,i eða ef svo er, hve góð- ur hann er og hvernig hann er stilltur. Skip X, sem nálgast og hefur radar, veit heldur ekki hvort A hefur radar, og ef svo er, hverjum eiginleikum hann er búinn. 1 slíkum tilfellum ræður það mestu, hvernig skipi ber að haga sér frá því augnabliki, er radarinn sýnir annað skip og að stefna þess breytist ekkert verulega. Ástandið verður nefni- lega þannig: Tvö skip, A og X, nálgast hvort annað í lílc- legri árekstrarstefnu og A hefur X fyrir fram- an, þvert á stjórnborða, liggur málið ljóst fyrir, ef A veit að X hefur ekki radar og X (sem hef- ur radar) veit ekki hvort A hefur hann, verða bæði skipin að reikna með tveimur möguleik- um. Þetta skapar óvissu og í slíkum tilfellum getur radarinn aukið í stað þess að minnka árekstrarhættuna. Ef radarinn hjá A sýnir skipið, sem það er að mæta, fyrir framan þvert á stjórnborða, verð- ur X (ef það hefur radar og sér A á stjórn- borða) að gera ráð fyrir að A hafi ekki radar, því annars mun X vera í vafa um hvort A ætlar að víkja. Ef radarinn hjá A sýnir X nálgast á bakborða, verður A af sömu ástæðum í vafa um hvort X ætlar að víkja. VÍKINGUR 211

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.