Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 28
lega. „Páfagaukur — grár páfagaukur — þarf mikið að lepja. Ef hann fær það ekki, molnar hann niður“. „Hann hefur fengið of mikið af ketti“, sagði skipstjóri illilega, „og það veiztu, að kötturinn skal fyrir borð“. „Ég trúi ekki það hafi verið kötturinn", sagði hinn; „hann er of góðhjartaður til þess að gera annað eins. „Þú getur haldið þér saman“, sagði skip- stjóri, rauður af reiði. „Hver bað þig eiginlega að koma hingað niður?“ „Enginn sá köttinn gera það“, hélt stýrimað- ur fram. Skipstjóri sagði ekki neitt, en beygði sig nið- ur og tók stélfjöður af gólfinu og lagði hana á borðið. Svo fór hann upp á þilfar og tók að kalla á köttinn í lokkandi tón. Þegar ekkert svar barst frá hinu skynuga dýri, sem hafði falið sig, sneri hann sér að Sam, og bað hann að kalla á það. „Nei, herra skipstjóri, ég vil ekki skipta mér neitt af þessu“, sagði gamli maðurinn. „Þó maður sleppi nú því, að mér þykir vænt um dýrið, ætla ég ekki að taka neinn þátt í að drekkja svörtum ketti“. „Þvættingur!“ sagði skipstjóri. „Gott og vel“, sagði Sam og yppti öxlum, „þú veizt það auðvitað betur en ég. Þú ert menntaður, en ég ekki, og ef til vill hefur þú efni á að gera gys að slíku. Ég þekki einn mann, sem drap svartan kött, og hann varð brjálaður. Það er eitthvað alveg sérstakt við þennan kött okkar“. „Hann veit meira en við gerum“, sagði einn hásetinn og hristi höfuðið. „Þegar þú — ég meina við — sigldum niður skútuna, vissi kött- urinn um það mörgum tímum áður. Hann lét eins og villidýr". „Sjáið bara veðrið, sem við höfum fengið — sjáið bara ferðimar, sem við höfum farið, síðan hann kom um borð“, sagði gamli maðurinn. „Segið mér, að það sé tilviljun, ef ykkur sýnist, en ég veit betur“. Skipstjóri hikaði. Hann var hjátrúarfullur, jafnvel af sjómanni að vera, og þessi veikleiki hans var svo alkunnur, að hann var fenginn til að hlusta á hverja draugasögu, sem sökum ótrú- leika og staðfestingarskorts var hafnað af öðr- um sérfræðingum á þessu sviði. Hann var eins og bezta alfræðiorðabók hvað viðkom fyrirboð- um, og draumaráðningar hans höfðu aflað hon- um mikillar frægðar. „Þetta er tómt rugl“, sagði hann og tvísté órólega; „én þó vil ég einungis vera sanngjarn. Ég er ekki hefnigjarn, og ætla ekki að leggja hönd á hann sjálfur. Jói, bittu bara kolamola við köttinn og fleygðu honum útbyrðis". „Ekki að tala um“, sagði kokkurinn, sem fór að dæmi Sams og lét fara um sig hroll. „Ekki fyrir fulla fötu af gulli. Ég kæri mig ekki um að verða fyrir aðsóknum". „Páfagaukurinn er svolítið skárri núna“, sagði einn hásetinn og notaði sér hikið. „Hann er búinn að opna annað augað“. „Jæja, ég vil einungis vera sanngjarn“, end- urtók skipstjóri. „Ég ætla ekki að flana að neinu, en, takið eftir því, ef páfagaukurinn drepst, skal kötturinn fyrir borð“. Gagnstætt öllum vonum var fuglinn enn á lífi, þegar komið var til London, þó kokkurinn, sem vegna aðstöðu sinnar hafði bezt samband við káetuna, og var því orðin þýðingarmikil persóna, tilkynnti mjög dvínandi mátt og versn- andi skapsmuni. Hann var enn á lífi, en mjög af honum dregið daginn, sem þeir áttu að láta úr höfn; og klefabúar, sem bjuggust við hinu versta, földu eftirlæti sitt í málningapkistunni og ræddu horfurnar. Ráðstefnan var trufluð af undarlegri hegðun kokksins, sem farið hafði í land til að sækja brauðbirgðir. Hann kom þarna miklu líkari meðlim í leyni'félagi en auðmjúkum og gagn- legum skipverja. „Hvar er skipstjóri?" spurði hann hvíslandi um leið og hann tók sér sæti á málningarkist- unni með brauðsekkinn á hnjánum. „f káetunni", sagði Sam og virti hann fyrir sér með nokkurri vanþóknun. „Hvað er að, kokksi ?“ „Hvað haldið þið, að ég hafi hérna?“ spurði kokkurinn og klappaði á sekkinn. Augljósa svarið var vitanlega brauð, en þar sem vitað var, að kokkurinn hafði farið til að kaupa það, og að hann myndi ekki spyrja svo fávíslegrar spurningar, svaraði enginn. „Hún kom yfir mig allt í einu“, sagði kokk- urinn í æstum, hvíslandi tón. „Ég var rétt bú- inn að kaupa brauðin og farinn út úr búðinni, þegar ég sá stóran, svartan kött, lifandi eftir- mynd okkar kisa, sitjandi á dyraþrepi. Ég stanz- aði til að strjúka honum, og þá kom hún yfir mig“. „Þær gera það stundum", sagði einn hásetinn. „Ég á ekki við það“, sagði kokkurinn af fyr- irlitningu afburðamannsins. „Ég á við, að hug- myndin kom. Ég segi við sjálfan mig: „Þú gætir verið bróðir Satans gamla eftir útlitinu að dæma; og ef skipstjóra langar að drepa kött, látum það þá vera þig“, segi ég. Og þar með, áður en hann hafði tíma til að signa sig, tók 206 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.