Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 7
sagði hann stýrimanni að taka mig. Varð þetta upphaf þess, að ég varð 15 ár í þjónustu Z. Svitzeh’s Bjergningsenterprise, sem á heima í Kaupmannahöfn. — Z. Switzer hefir haft björg- unarskip í öllum heimsálfum, nema Ameríku, og er elzta björgunarfélag í heimi, stofnað í Kaupmannahöfn 1833“. „Hugur þinn h'efir þegar hneigzt að björgun- arstarfinu“. „Að vísu, en þó langaði mig mjög í stýri- mannaskólann að læra stýrimannafræði. Hefir þar væntanlega ráðið nokkru um, að haustið 1920 fóru 3 félagar mínir af björgunarskipinu Geir í skólann. Hugðist ég einnig fara þangað, en Féldsted augnlæknir meinaði mér aðgang vegna þess, að ég sæi ekki nógu langt. Urðu það einhver sárustu vonbrigði lífs míns að vera hindraður svona á þessari braut, en Wittrup skipherra bauð mér þá að læra að verða björg- unarkafari og hughreysti sá ágæti maður mig með því, að það væri sízt verra en að vera skipstjóri. Fór þá sem oftar, að ráð Wittrups skiphei’ra urðu mér heiilastjarna. Enda þótt ég féllist ekki í fyrstu fyllilega á skoðun hans, þá tók ég hinu ágæta boði hans og „munstraðist" um“ á björgunarskipinu Geir, frá því að vera háseti til þess að verða 2. kafari þann 15. sept. 1921. Voru þetta, eins og nærri má geta, mikil hlunnindi, því sem yfirmaður fékk ég mitt eigið herbergi og það sem því fylgir, og var þetta mikil breyting fyrir mig ekki tvítugan". „Þú ert fæddur í Hlíðarhúsum (Vesturg. 24) eða er ekki svo“. Vafalaust hafa orðið miklar breytingar á bænum og vinnuháttum frá því er þú varst að alast upp? „Jú, það er nú meira en hægt er að skýra frá í nokkrum orðum. En við strákarnir, sem aldir erum upp á Hlíðarhúsahektaranum, ef svo má að orði komast, ólumst upp með braut- ryðjendum iðnaðarins, athafnanna, og okkar fyrstu og dugmiklu kaupmannastétt". „Hverjir voru helztu brautryðjendur og önd- vegismenn þeirra ára?“ „Þorsteinn Jónsson, járnsmiður, er hafði smiðju sína á Vesturgötu 33, Ólafur Gunnlaugs- son á Vesturgötu 21. Fullkomnasta vélsmiðja landsins var vélsmiðja Gísla Finnssonar á Vest- urgötu 38, en danskur maður hafði smá-véla- verkstæði, inni á Lindargötu, og vann einn í sinni smiðju. Þorsteinn járnsmiður var einstak- lega dugmikill maður og vann oft með sinn stóra sveinahóp langt fram á nótt, og lýstist Vestur- gatan þá upp langt til beggja hliða og út götuna, frá aflinum, en götuljós voru þá engin nema olíulampar. Frá því er járniðnaðarmennirnir, fyrst þegar ég man eftir, stóðu allan daginn við að smíða öngla og renna sökkur handa hand- færafiskimönnum á þilskipunum, varð nú skjót breyting með komu togaranna, í hina geysilegu járnsmíðavinnu til viðhalds og endurnýjunar á togurunum og tækjum þeirra. Stanzaði þá marg- ur og horfði á, þegar þeir voru með stórsmíði í eldunum“. „Hverjir voru helztu brautryðjendur í þil- skipaútgerð og verzlun?" „Geir Zoege, en eftir honum hét björgunar- skipið Geir. Hann hafði verzlun rétt fyrir neðan Hlíðarhús, eða á Vesturgötu 6, og hinn kunni kaupmaður og útgerðarmaður, Th. Thorsteinson, tengdasonur Geirs, á Vesturgötu 3“. „Afgreiðsla skipa hefir vitanlega breytzt mjög á þeim árum, sem liðin eru síðan“. „Ég er nú hræddur um það. Þá var allt önnur aðstaða við afgreiðslu, fermingu og affermingu skipa en nú er, því að allar vörur voru þá bornar upp og fram á bakinu, en Th. Thorsteinsson, sem hafði marga síðar þjóðkunna menn í þjón- ustu sinni, svo sem Sigurjón Pétursson á Ála- fossi og Kristinn Markússon í Geysi, er voru verkstjórar hjá honum, mun hafa verið með þeim fyrstu, sem tók í notkun handvagna til upp- og útskipunar á kolum, og þóttu það stór- miklar framfarir, sem von var. Á þeim árum var engin höfn og engin uppfylling. 1 aftökum og norðanátt gekk sjórinn stundum upp á Vest- urgötuna og að húsi því, sem nú er Ingólfs- apótek“. „Hvað viltu svo segja mér fleira um björg- unarskipið „Geir?“ „Það yrði langt má, ef allt væri tínt til, er máli skiptir, og get ég hér því aðeins þess helzta. Björgunarskipið „Geir“ var sérstaklega smíðað tli björgunar og viðgerðar við strendur Islands, og var það eitthvert vandaðasta björgunarskip, sem þá var til í heiminum. Skipið var smíðað í Gestemúnde í Þýzkalandi árið 1909, og hafði það öll hin fullkomnustu björgunartæki, sem þá var völ á, þar á meðal margar mótordrifnar dælur bæði 3 t., 4 t., 6 t. og 8 t. og vanalegar 26 t. dælur. Einnig voru gufudælur 6 og 8 t. og sér- stakur flytjanlegur gufuketill var einnig á skip- inu. öllum þessum dælum fylgdu fyrnin öll af slöngum, en í vélarúmi skipsins voru svokallaðar fastadælur, sem ekki voru flytjanlegar, þar á meðal 4 t. stimpildælur til eldvarna (Þrýstidæl- ur). Þar var einnig stærsta dæla skipsins, 15 t. dæla, sem sogaði að sér með 5-6 t. slöngum. Geir var einnig útbúinn með sérstaklega sterku ankerisspili og rammgerum lyftitækjum, en við björgunarstarfið var bæði notað vélaafl skips- ins, ankerin og hið sterka spil, svo og öll sjó- mennskukunnátta til hins ýtrasta. Voru notaðar VÍKIN G U R 105

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.