Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 16
Eiríkur Kristófersson, skipstjóri: Hugboð um björgun Hver tala'öi ? Veturinn 1925 var ég á botnvörpuskipinu „Njörður“ og lentum við í hinu minnisstæða „Halaveðri“, er 2 togarar fórust, en margir aðrir hætt komnir, þar á meðal Njörður. Hamfarir hafsins voru svo tröllauknar, að erfitt er að lýsa því, og hver stórsjóinn eftir annan braut yfir skipið, er lá á hliðinni alla nóttina, en þó var seinasta áfallið verst. Við vorum 3 í stýrishúsinu, er á augnablikinu var í kafi svo að við drukkum sjó. Heyri ég þá sagt skýrum rómi: „Nú er það versta búið hjá ykk- ur“. Eftir það braut aldrei jafn hættulega yfir skipið. Ég var svo viss um að það væri rétt, (af því ég heyrði það á þennan hátt) að ég sagði það við skipstjórann strax og ég gat, en hann trúði því, þegar hann heyrði hvað ég hélt því fast fram. Hver kallaöi? Um haustið 1925 í októbermánuði, vorum við á yarðbátnum Haraldi á leið frá Vestfjörðum til Reykjavíkur. Frá Snæfellsnesi var farið síð- landhelgi vora, sem samboðinn er frjálsri og fullvalda þjóð. Á þjóðhátíðardegi vorum tölum vér með réttlátu stolti um hið frjálsa land vort. Vér tölum um fannkrýnd fjöllin, kjarri vaxnar hlíðar, skrúðgræna dali, sólgyllta firði. Allt er þetta svipmikið og fagurt. Og vér vitum, að vér höfum ekki aðeins umráðarétt yfir þessu mikil- fenglega land, heldur eignarréttinn. Vér eigum þetta land. En vér þörfnumst meira. Vér eigum meira. Vér förum fram á að eign vor af hafinu umhverfis land vort verði viðurkennd 4 sjómílur frá yztu nesjum. Það er um þetta, sem vér Is- lendingar þurfum að sameinast, hvar í stétt sem vér stöndum. En vér verðum einnig að verða þess minnug, að við stóran er að deila, þar sem Bretinn er. En við hann var hinn upphaflegi samningur gerður, þótt vér sætum þar ekki við samningaborðið, heldur önnur þjóð, eins og sagt 194 ari parts dags, var þá frost og kafaldsfjúk. Þess skal getið að áttaviti skipsins var óábyggilegur, og var þess vegna sett nokkuð dýpra af Þormóðs- skeri en ella hefði þurft, en reyndist samt of ná- lægt, einnig hafði vegmælir sýnt of lítið vegna klaka á línunni. Þannig hagaði til, að úr stýrishúsi var gengið beint niður í káetu, og var því auðvelt að kalla til þeirra, er í káetunni voru, en þar svaf ég. Ég hafði beðið stýrimanninn, en hann var á verði, að láta mig vita þegar vegmælir sýndi vissan mílufjölda, og átti það að vera nokkru áður en komið væri á móts við Þormóðssker. Um klukkan eitt um nóttina vaknaði ég og heyrðist mér vera kallað á mig með nafni, kall- aði ég þá til stýrimanns, og spurði hvort hann hefði kallað, en hann neitaði því, enda væri ekki vegalengdin komin. Reyndi ég þá að sofna aftur, en þá var strax kallað aftur. Spurði ég þá stýri- manninn aftur en hann kvaðst ekki hafa kallað. Heyri ég þá að þeir, sem í stýrishúsinu eru, eru að tala um það, hvað gangi að mér að láta svona. Sný ég mér þá út að skipssíðunni og ætla að reyna að sofna. Þá er kallað í byrstum róm hefur verið frá hér að framan. En hér þarf að setjast að samningaborði. Og sá eða þeir, sem með mál vort fara þar, þurfa að hafa þjóðina að baki sér. Þjóðin stóð því nær einhuga að því að endurheimta fullkominn yfirráðarétt sinn yfir landinu. Hún þarf einnig að gera það, þegar um yfirráðarétt hennar er að ræða yfir hafinu, sem umlykur strendur landsins. Það þarf að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál. Þá vaknar þjóðin öll. Þjóðaratkvæðagreiðsla er kostnaðarsöm. En fiskimiðin við strendur Is- lands geta enn greitt þann kostnað tífaldan, ef fljótt er brugðið við. Látum það rætast á oss, sem sagt var um Bretland: Þegar býður þjóðar- sómi, þá á ísland eina sál. — Landhelgismálin snerta alla Islendinga. Jón Kr. ísfeld. V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.