Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 39
Júlíus Ólafsson: F j ó r ð a g r e i n imim;i mmn I ýmsum goðsögnum er getið um sérstakar hátíðir til heiðurs og vegsemdar Sjöstjörn- unni. Haus nautsins myndast af stjörnuþyrp- ingunni „Hyaderne“. Nafnið þýðir víst regn- stjörnur og bendir sjáanlega til þess, að í býrj- un regntímans var þessi stjörnuþyrping á kvöld- in á austurloftinu. Stjörnumyndin „Orion“ er sennilega sú elzta, er um getur. Hennar er getið hjá Homer og í Gamla-testamentinu. Orion var trylltur veiðimaður, sem fylgdi veiðiguð- inum Artemis á ferðum hans. Um afrek þeirra eru ýmsar ævintýrasögur, allar enda þær á þann veg, að Orion hafi verið drepinn með sporð- drekalagi í bolinn. Sökum þess gengur Orion ævinlega undir, þegar Sporðdrekinn kemur upp fyrir hafsbrún. Slíkur veiðimaður. sem Orion var, varð að hafa veiðihunda. Hundarnir eru því í fylgd með honum á himninum, stóri hundur Síríus og litli hundur Prokgon. Hundadagar eru kenndir við stóra hund, sem er tímabilið frá miðjum júlí til 20. ágúst. Sést þá Síríus í morgunskím- inu. Síríus er oftast nefnd hundastjarna. Stjörnumyndin Tvíburarnir, Castor og Polluz, voru synir Zeus og Leda. Fordæmi þeirra um samheldni og bræðralag var annálað. Vegna þessara fágætu kosta, launuðu guðirnir þeim með því að setja þá á meðal stjarnanna. 1 hum- áttinni á eftir Tvíburunum kemur stjörnumynd- inn „Krabbinn“ (Concer). 1 sama himinbelti er stjörnumyndin „Ökumaðurinn" (Auriga). Annars er hann alltaf sýndur með geit á hand- leggnum. Það er geitin „Amalteaa“, sem mjólk- aði og hélt lífinu í guðabarninu Zeus. Því var haldið leyndu á „Idabjerget“, þegar faðir þess Kronos vildi deyða það. Næst er stjörnumyndin „Ljónið“ (Leo), sem er ekki annað en ljónþað, sem átti að hafa fallið úr tunglinu niður á jörðina og varð stað- bundið í skógi nokkrum. Það hafði þann eigin- leika, að verða ekki sært með neinu vopni. Þeg- ar Herkules ætlaði að drepa það, varð hann að kyrkja það í fanginu. Á stjörnumyndum Herku- lesar er kappinn venjulega sýndur með ljóns- húð á handleggnum. Stjörnumyndin Jomfruen (Virgo), hefur í gegnum aldirnar táknað röð kvenlegra guða- líkana, þær báðar, Ceres, gyðju akuryrkjunnar og frjóseminnar, og Themes, gyðju réttlætisins. Egyptar skoðuðu Jomfruna sem Iris, konu Osir- is. Bjartasta stjarnan í stjörnumyndinni Jom- fruen heitir Spíka. Stjarnan E (epsilon) ber nafnið „Vindemia- trix“, sem er tákn vínberjatekjunnar. Beint í norður frá stjörnumynd Jómfrúarinnar er stjörnuþyrpingin „Berenikes Lokker“ (Coma Berenices). Um þessa stjörnumynd er sögð rómantísk saga. Berenika var drottning á Egyptalandi, gift Ptolemæas I. konungi. Eitt sinn er konungur- inn herjaði í Sýrlandi, fór drottningin til must- erisins og bað guðina um sigur fyrir Egypta- land. Hún lofaði guðunum því, að fórna þeim sínu óvenjufagra höfuðhári, sem var stolt og eftirlæti manns hennar, ef konungurinn kæmi sigrandi heim. Guðirnir voru náðugir, Egyptar unnu sigur. Drottningin hélt loforð sitt, hún skar höfuðhárið og fór með það til musteris- ins, þar sem það var hengt upp. Konungurinn varð mjög hryggur yfir því, að kona hans varð að vera án síns fegursta skrauts. Hann hugg- aði sig við að fara til musterisins og virða fyrir sér hina fögru lokka. Það bar við, að hárinu var stolið úr musterinu, varð konungur þá óhuggandi. Prestarnir sýndu honum stjörnu- skurðarmann. Sjálft nafnið þýðir nautreki. Bjartasta stjarnan í Bootes er „Arkturus“. ' Um Bootes er sagt, að það sé fljótt að koma upp, en seint að ganga undir. Það kemur til af því, að stjörnumyndin er í láréttri stillingu upp yfir sjóndeildarhringnum. Á undan Bootes, neð- an undir kjálka Karlsvagnsins, hlaupa veiði- hundarnir Asterion og Kara, er alla jafnan leiðbeina honum. I Dýrhringnum koma Vogirnar (Libra) á eftir Jómfrúnni. Vogirnar eru táknmynd, jafn- V í K I N □ U R 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.