Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 41
Anton Tsékoff Framhaldssaga 2 Þjónar réttvísinnar — Hávelborni herra, ég skal segja yður, hvernig á þeim stendur. Hérna um daginn er ég úti við hænsna- hús og ætla að fara að höggva höfuðið af ungum hana, en þá vildi svo slysalega til, að hann slapp úr höndum mér hálfdauður og hljóp með blóðrásinni út í garð — og ég á eftir. Haninn fól sig fyrst undir sírenurunn- anum, en þegar ég kom þangað, flýði hann yfir á gras- flötina. — Garðyrkjumaðurinn bar það, að Nikolaj væri van- ur að slátra þeim hænsnum, sem höfð væru til matar á heimilinu, og hélt að engin ástæða væri til að efast um, að þessi framburður hans væri sannur. Væri hann og stundum nokkuð skeifhöggur við hænsnadrápið, þegar hann hefði helzt til mikið í kollinum. Heyrðu lagsmaður! Hefur þú átt nokkuð vingott við kvenmann, sem heitir Akulína? sagði dómarinn og horfði á Nikolaj. — Ójá, ekki get ég borið á móti því. — Og er það þá satt, að húsbóndi þinn hafi náð henni frá þér? — Nei, það var ráðsmaðurinn, sem náði henni frá mér, svaraði Nikolaj, en svo náði húsbóndinn henni aftur frá honum. Það var eins og Psékoff hefði verið rekið á hann. Og eftir því tók Dukofskij, svo hann fór að virða mann- inn fyrir sér hátt og lágt. Honum fór að þykja ráðs- maðurinn hálfískyggilegur náungi, og sérstaklega þótti honum það grunsamlegt, að buxur Psékoffs voru með nákvæmlega sama lit og ullarhárin, sem þeir höfðu fundið á hvönninni. Dukofskij laut að yfirmanni sínum, en hann kinkaði kolli og fór lika að virða ráðsmann- inn fyrir sér. — Þú mátt fara, sagði dómarinn við Nikolaj. — Og mætti ég svo spyrja yður, herra Psékoff, hvar voruð þér á föstudagskvöldið var og hvað voruð þér að gera? — Ég borðaði kvöldverð hjá Mark Ivanovitsch og skildi við hann klukkan 10, svaraði Psékoff. — Og hvað svo? — Hvað svo? ... Hvað svo? ... sagði Psékoff stam- andi. Hann stóð upp og Var nú enn vandræðalegri en áður. — Satt að segja, þá man ég það ekki, því ég var svo drukkinn, þegar ég fór, að ég hef ekki hugmynd um hvar ég hef verið um nóttina. En hvers vegna horfið þið svona á mig? Haldið þið kannske, að ég hafi myrt hann? — Nú, nú, hvar voruð þér, þegar þér vöknuðuð? sagði dómarinn og lézt ekki hafa heyrt hið síðasta, sem hinn sagði. — Á ofnpallinum í eldhúsinu. Þið getið spurt elda- buskuna, hún getur borið um það. En hvernig ég hef komizt þangað, hef ég ekki hugmynd um. Þess má geta til skýringar, að víða í Rússlandi var ofninn undir stórum palli, sem fólki þótti notalegt að hvílast á að deginum. Mátti og hæglega sofa þar á nóttunni. — Heyrið þér, sagði dómarinn. Er það satt, að þér séuð kunnugur Akulínu? — Já, en . .. — Og er það satt, að Kljausof hafi fengið hana .. . eftir yður? — Ja ... jú, það er satt. Nú varð dauðaþögn. Dukofskij hafði ekki augun af Psékoff. — Ég held það væri ekki fjarri lagi, að við yfir- heyrðum líka systur Kljausofs, sagði dómarinn loks. Það væri ekki óhugsandi, að hún gæti gefið einhverjar upplýsingar. Þegar hann hafði þetta mælt, stóð hann upp frá borðum, þakkaði fyrir matinn, gekk ásamt skrifara sín- um yfir í aðalhúsið og beina leið inn í stofu, án þess að berja að dyrum. Systir Kljausofs var þar inni og kraup á kné fyrir dýrlingamyndum. Henni varð auð- sjáanlega hverft við, er hún sá komumenn í dyrunum, og að því er Dukofskij sýndist, varð hún að taka tals- vert nærri sér til að standa á fætur og taka kveðjum þeirra. — Við verðum að biðja yður að yfirgefa, María Xvanovna, að við truflum guðræknisiðkanir yðar, sagði Tschubikof og hneigði sig kurteislega. En svo er mál með vexti, að við eigum dálítið erindi við yður. Eins og yður hefur víst þegar borizt til eyrna, eru öll lík- indi til að bróðir yðar hafi verið myrtur. Þar um getur maður aðeins sagt: verði guðs vilji. En þér mynduð nú ekki geta gefið okkur neinar upplýsingar eða leiðbein- ingar, sem . .. — Guð varðveiti mig, nei, spyrjið mig ekki, svaraði , María Ivanovna og byrgði andlitið í höndum sér. — Hvað ætli ég geti leiðbeint... hvernig ætti ég að geta það? Svo fór hún að gráta hástöfum og flýtti sér inn í herbergið innar af. Dómarinn og skrifarinn litu hálf- sneyptir hvor á annan og löbbuðu svo út. — Fjandinn eigi hana og öskrin í henni, sagði Duk- ofskij, þegar hann var kominn út í fordyrið. — Ég er viss um, að hún veit ýmislegt, en það fæst ekkert upp úr henni. Og þá finnst mér stofustúlkan ekki síður V I K I N □ U R 219

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.