Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Page 18
Baráttan fyrir radió-miðunarstöðvum I mörg ár hefur það verið eitt aðaláhugamál sjómanna, sérstaklega á fiskiskipaflotanum, að komið væri upp radiómiðunarstöðvum við Vest- mannaeyjar og Faxaflóa; eru um þetta margar fundarsamþykktir og bænaskrár, er sendar hafa verið Alþingi og rjkisstjórn. Þegar Slysayarna- félag íslands var stofnað fyrir rúmlega 20 ár- um, var það eitt af fyrstu verkefnum félagsins, að koma á framfærí þessum almennu óskum sjó- manna, en þá voru hvorki til radiovitar né radio- miðunarstöðvar. 5. febrúar 1928 leitaði félags- stjórn til innlendra sérfræðinga um þetta efni og lagði fyrir þá spurningar í 18 liðum þetta varðandi. Þessir séi-fræðingar, þar á meðal þá- verandi vitamálastjóri og landssímastjóri, töldu radiovita heppilegra fyrirkomulag en radio- miðunarstöðvar í landi, en skipstjórnarmenn- irnir voru á annari skoðun og þar við sat. 1928, þegar fyrirspurnum þessum var svarað, gátu sérfræðingar með nokkrum rökum mælt fremur með radiovitum, vegna þess, að þá höfðu til- tölulega fá íslenzk skip loftskeytastöðvar og sum þeirra höfðu einnig miðunarstöðvar, allur þorri íslenzku skipanna hafði hvorugt. Eftir 1930 breyttist þetta við það, að þá eru skip almennt farin að nota hinar litlu talstöðvar, möguleikar mynduðust fyrir því að öll eða all- flest íslenzk skip gætu haft not af radiomið- unarstöð, sem rekin væri í landi. Sjómennirnir ákváðu þá, að hreyfa þessu máli að nýju og kröfðust þess, að hið opinbera léti þá þegar rannsaka þá möguleika hvort nota mætti radio- miðunarstöðvar til að miða litlu talstöðvarnar í fiskibátunum á þeirri öldulengd sem þær nota. 1 þetta skipti varð ríkisstjórnin við þessum tilmælum og með bréfi dags. 23. jan. 1935 fól atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið vitamála- stjóra í sambandi við póst- og símamálastjóra, að framkvæma þessar rannsóknir. Þess skal getið, að hvergi var þá vitað um miðunartilraun- ir við svo afllitlar sendistöðvar og á svo lágum öldulengdum, en tvenn erlend firmu buðust til að smíða sérstök tæki til þessara tilrauna. Þeir fulltrúar íslenzku sjómanna, sem kvöttu til þess- ara tilrauna, voru þarna á undan samtíð sinni. Á þeim sex árum, sem liðin voru síðan sjómenn- irnir fóru fyrst fram á, að reist væri radio- miðunarstöð, hafði fjöldi skipa strandað bæði í Faxaflóa og við Vestmannaeyjar, og mörg mannslíf tapast, sem ekki er víst að orðið hefði, ef radiomiðunarstöð hefði verið starfrækt á þessum stöðum. Það var því fylgst af miklum áhuga með þeim árangri, er orðið gæti af þess- um tilraunum. 196 VÍ K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.