Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 43
1/6. Tvær stórar fiskveiðisýning- ar í Danmörku í sumar. Fjalla þær um veiðarfæri og fiskneyzlu. — Stærsti togari veraldar byggður í Danmörku. Skipið heitir Jutland. — Rússneskar þrýstiloftsflugvélar betri en bandarískar. — Bandaríkjamenn ætla að læra af Rússum. — Vestur- veldin bjóða Rússum til fjórvelda- ráðstefnu í sumar. • 2/6. Ifanada þjálfar ekki meira lið handa S. Þ. Bandaríkin geta ekki séð af fleiri hermönnum. — Truman óskar samkomulags í olíudeilunni. — Bonnstjórnin krefst að Saar verði þýzkt. • 5/6. Nazistaráðstefna var haldin í Málmey í Svíþjóð um hvítasunn- una. — 1 boði er að Bretar geri áætlun um vinnslu olíulindanna. Persnesk þjóðnýting er þó grund- völlur. 6/6. Höll Heródesar fundin undir garðyrkjustöð. Rústirnar fundust er hreinsa átti átti brott ólieilnæma mold, er tómatar visnuðu í. — Kin- verjar virðast búa sig undir lang- vinna styrjöld. Ekkert mark takandi á orðrómi um frið. • 7/6. Olíudeilan í Iran fer fyrir alþjóðadómstólinn í Haag. — Win- ston Churchill er Indíáni að tuttug- asta hluta. — Stríðsglæpamennirnir í Landberg áttu von á dauða sínum í nótt. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði þeim um náðun. • 8/6. Dularfullt hvarf tveggja starfsmanna brezka utanríkisráðu- neytisins. Annar var yfirmaður Bandaríkjadeildar þess. — Ungverj- ar eiga að læra að éta rússneskan mat. 9/6. Marshall i skyndiheimsókn á vígstöðvunum í Kóreu í gær. Hann kom í flugvél til Tokio í gærmorg- un og brá sér þaðan snöggvast til Kóreu. • 10/6. Malan stefnir að því að Suður-Afríka verði lýðveldi. • 12/6. Bandamenn sækja inn á varnarbelti kommúnista. Öngþveiti meðal Iíínverja eftir fall Chorwon. Leopold afsalar sér völdum 16. júlí n. k. Baudouin verður konungur í hans stað. • 13/6. Norðmenn að hefja sel- veiðar í Norðurhöfum. — Kjarn- orkutilraunir Bandaríkjamanna hafa gengið að óskum. Miklu öflugri sprengjur en áður þekktust. — Læt- ur Georg Bretakonungur af völd- um? Elisabeth prinsessa er nú rík- isstjóri. — Mossadegh segist óska eftir samkomulagi við Breta. For- sætisráðherrann segir í bréfi til Trumans, að fégræðgi brezka olíu- félagsins hafi valdið óánægju Persa. — Frumbyggjar Nýja-Sjálands eru að deyja út. • 14/6. Lið Sameinuðu þjóðanna í Kóreu er bezti her í sögunni. Kin- verjar hafa ógrynni liðs á að skipa, en ráða ekki við sóknarþungann. — Setzt að samningaborði um olíu- deiluna í Teheran í dag. • 15/6. örvæntingartiltæki dansks stúdents, er sænsk kærasta hans sveik hann. Hann flaug til Stokk- hólms og myrti hana og svo sjálfan sig. — Eitt aðalvirki kommúnista í Kóreu tekið í fyrrinótt. — Brezki kafbáturinn Affray fundinn á 60 m. dýpi. — MacArthur var ekki spurð- ur ráða, er hafist var handa í Kór- eu. Fyrrum landvarnaráðherra ber vitni. o 19/6. Norðmenn taka tvo brezka togara í norskri landhelgi. — Vest- ur-Þýzkaland og Japan vilja ganga i UNESCO. o 20/6. Bretar vísa úrslitakostum Iranstjórnar í olíumálinu á bug. Morrison segir þá ekki vera vana að beygja sig fyrir úrslitakostum. — Skæðir sjúkdómar herja kommún- ista í Kóreu. Mikill skortur á al- gengustu sjúkragögnum. o 21/6. Rússar hafna boði Vestur- veldanna um fjórveldafund. — 17 kommúnistaforingjar handteknir í Bandaríkjunum. — Rússar heimta enn Atlantsliafsbandalagið á dag- skrá. o 22/6. Iransmenn fagna lausn undan hálfrar aldar brezku olíu- oki. — Verkfall stöðvar 150 skip í USA. — Finnar undirbúa beint síma- samband við Bandaríkin. o 23/6. Brezkum olíustarfsmönnum boðið starf áfram í Iran. — De Gaulle gerir kröfu til forystu í Frakklandi. — Olíuframleiðslan stöðvast, ef starfslið Breta hverfur heim. — 18 Japanir á smáey á Kyrra- hafi neita að fara heim. Þeir trúa ekki að stríðið sé búið. o 24/6. Færeyski fáninn hlýtur við- urkenningu Norrænu félaganna. — Hernaðarmannvirki gerð á Græn- landi í sumar. — Tryggve Lie biður um liðstyrk til Kóreu frá 39 ríkjum. — Bretakonungi boðin dvöl á Kóral- eyju í Ityrrahafi. o 26/6. Vesturveldin fagna tillögu Maliks um vopnahlé í Kóreu. Tru- man telur hana vekja nýjar vonir. — Þrettán gjafabílar frá Ameríku gerðir upptækir í Danmörku. — Bandaríkjamenn vilja þá lausn eina, sem tryggir varanlegan frið. — Norðmenn andvígir upptöku kín- verskra kommúnista í S. Þ. — Ann- að stríðsárið hófst með blóðugum bardögum í Kóreu. VÍKINGUR 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.