Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 24
stanzaði við dyrnar og lagði höndina á öxl fé- laga síns. „Það er úti um allt, læknir“, sagði hann í mikilli hugaræsingu, sem var í kynlegu ósam- ræmi við tal hans; „við höfum tapað leiknum. Við skulum ekki fara inn, ég legg til, að við drögum okkur í hlé“. „Ég er læknir“, sagði dr. Helberson rólega; „það getur þurft á honum að halda“. Þeir gengu upp þrepin og voru í þann veg- inn að fara inn. Dyrnar voru opnar og götu- ljóskerið andspænis lýsti upp ganginn inni fyr- ir. Þar var fullt af fólki. Það fékk ekki að fara upp, en beið tíðindanna, allir töuðu, en enginn hlustaði. Allt í einu heyi'ðist hávaði ofan frá stiga- pallinum á næstu hæð, maður hafði ruðst út um dyr og brauzt um til að losna frá þeim, sem leituðust við að hefta för hans. Hann æddi niður stigann og sópaði lafhræddum áhorfend- unum frá sér til beggja handa eins og hrá- viði, greip fyrir kverkar þeim, sem urðu í vegi hans og gekk yfir þá föllnu. Föt hans voru í óreiðu, hann var hattlaus. Augun voru tryll- ingsleg, úr þeim lýsti eitthvað ennþá skelfilegra en ofurmannlegt afl hans. Sléttrakað andlitið var náfölt, hárið var snjó- hvítt. Þegar fólkið fyrir neðan stigann flúði úr vegi fyrir honum, stökk Harper fram og kallaði: „Jarette, Jarette!" Dr. Helberson þreif í hálsmálið á Harper og dró hann frá. Maðurinn leit framan í þá, án þess að sjá þá, að því er virtist, stökk út um dyrnar, niður þrepin og var á bak og burt. Þrekinn lögregluþjónn, sem hafði gengið illa að ryðja sér braut niður stigann, hóf eftirför- ina, og öll höfuðin í gluggunum hrópuðu leið- beiningar til hans. Dr. Helberson og Harper olnboguðu sig upp stigann. Lögregluþjónn aftraði þeim að fara inn í herbergið. „Við erum læknar“, sagði Hel- berson, og þeir fengu að fara inn. Herbergið var fullt af mönnum, sem þyrptust utan um horð. Hinir nýkomnu otuðu sér áfram og gægð- ust yfir axlir þeirra fi'emstu. Á borðinu lá lík af manni, undir ábreiðunni upp að mitti. Lög- regluþjónn stóð til fóta við borðið og lýsti með sterku vasaljósi á líkið, allir áhorfendurnir voru í skugga, nema þeir, sem stóðu við höfðalagið. Andlit líksins var gult, viðbjóðslegt! Augun voru hálfopin og ranghvolfd, munnurinn opinn og froða á vörunum og hökunni. Hár maður, bersýnilega læknir, laut yfir líkið og studdi höndinni á brjóst þess. Hann lyfti henni og sagði: „Þessi maður hefur verið dauður í um það bil tvo tíma. Þetta er mál fyrir sakamála- réttinn“. Hann rétti lögregluþjónunum spjald og gekk síðan til dyra. „Út, allir saman!“ sagði lögregluþjónninn hvasst, og líkið hvarf eins og það hefði verið hrifsað burt, þegar hann hreyfði ljósið og beindi því framan í áhorfendurna sitt á hvað. Áhrifin voru furðuleg! Mennirnir blinduðust, urðu ringlaðir, næstum skelfdir og ruddust í æði til dyranna, hver um annan þveran. Helber- son og Harper var sópað út og niður stigann eins og af flóðbylgju. „Guð hjálpi okkur, læknir! Sagði ég ekki, að Jarette myndi drepa hann?“ sagði Harper jafn- skjótt og þeir voru komnir út úr mannþyrp- ingunni. „Ég held þú hafir.sagt það“, svaraði hinn, án þess honum virtist brugðið. „Þeir gengu áfram þegjandi, eina götuna eft- ir aðra. Háar byggingar bar við gráan austur- himininn, mjólkurvagninn var kominn á stjá á götunum og blaðadrengirnir voru teknir að hrópa. „Mér dettur í hug, drengur minn“, sagði Helberson, „að við höfum verið of mikið úti í morgunkulinu upp á síðkastið. Það er óhollt, við þörfnumst umskipta. Hvað segir þú um ferð til Evrópu“. „Hvenær?“ „Það skiptir ekki miklu máli. Ég býst við, að klukkan fjögur í dag verði nógu tímanlega“. „Ég hitti þig við ,skipið“, sagði Harper. V. Sjö árum seinna sátu þessir tveir menn á bekk á Madison-torgi í New York og töluðu saman. Þriðji maðurinn, sem hafði veitt þeim athygli um stund, án þess þeir tækja eftir hon- um, nálgaðist þá, lyfti hattinum kurteislega af snjóhvítu hárinu og sagði: „Afsakið, herrar mínir, en ef þið drepið mann með því að lifna við, er bezt að hafa fataskipti við hann, og forða sér síðan við fyrsta tækifæri". Helberson og Harper litu íbyggnir hvor á annan. Þeim var auðsjáanlega skemmt. Sá fyrr- nefndi leit góðlátlega framan í ókunna mann- inn og sagði: „Það hef ég ætíð ráðgert. Ég er yður alger- lega sammála um kosti — “. Hann þagnaði skyndilega og náfölnaði. Hann starði á manninn opnum munni; hann titraði sýnilega. „A-ha!“ sagði sá ókunni. „Ég sé, að yður er illt, læknir. Ef þér getið ekki stundað yður sjálf- 202 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.