Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Page 5
Ofan sjávar og neðan Viðtal við ÁRSÆL JÓIXIASSOIM, kafara Ég var að fletta bókinni „Hver er maðurinn", og datt þar m. a. ofan á grein um Ársæl Jónas- son, kafara, en þar segir svo: „Ársæll Jónasson, f. 2. 10. ’Ol í Reykjavík. For. J. trésm. þar, f. 31. 8. ’66, d. 28. 1. ’15, Jónsson (frá Rútsstöðum í Flóa Jónssonar) og k. Þuríðar, f. 27. 6. ’68, d. 16. 10. ’39, Markús- dóttir, b. í Flögu í Flóa, Björnssonar. Sjómaður 1914-18. Réðist síðan til björgunarfélagsins An. Z. Switzer og starfaði þar sem kafari til 1933, að hann fór heim til Reykjavíkur og stofnsetti sams konar fyrirtæki þar s. á. Lauk sveinsprófi í reiða- og seglagerð 2. 3. ’35 og meistaraprófi 2. 3. ’40. Form. í Reiða- og seglameistarafélagi Reykjavíkur. Kennari við verklegt nám í Stýri- mannaskólanum 1937 og síðan. Gaf 10 þús. kr. til Stúdentagarðsins nýja í Reykjavík 1942 til minningar um foreldra sína K. í Marseille 26. 9. 31, Guðrún, f. 24. 12. 10., dóttir Rantzau Geisler, Gedser á Falstri, 1. vélstjóra hjá björg- unarfélagi Em. Z. Switzer". Þegar ég hafði lesið um Ársæl sá ég, að efnið er svo samanþjappað, aðeins vikið í fáum orð- um að ýmsu merkilegum atriðum, eins og starfi hans hjá Svitzerfélaginu, að mig langar til að kynnast nánar starfsferli þess síkvika og ötula manns. Sný ég mér því til Ársæls og leita nánari frétta. „Mér skilst, að þú hafir farið til sjós, þegar þú varst 12 ára gamall. Er það ekki nokkuð snemmt að byrja svo ungur vinnu til sjós?“ „Vera má, að það þætti nú, en í þá daga voru flestir krakkar í Reykjavík látnir í sveit á sumrin. Flestir Reykvíkingar voru þá ættaðir úr sveit, og tengsl bæjar og sveita því eðlilega náin“. Hvað varst þú gamall, þegar þú fórst fyrst í sveitina?" „Ég var sex ára, þegar ég fór fyrst að heiman, fór þá til afa og ömmu að Flögu í Flóa. Var ég svo næstu sex sumur einnig í sveit, eða þar til ég fór til sjós“. „Varst þú allan þann tíma hjá afa og ömmu?“ „Nei, þegar ég var níu og tíu ára, var ég mjólkurpóstur á Vatnsenda hjá Sveini bónda og fór með mjólkina þaðan og fi'á Elliðavatni f jórða hvern dag til Reykjavíkur. Ástæðan fyrir því, að ég fór að Vatnsenda var sú, að í Reykja- vík var aðeins hægt að fá stopula fiskvinnu li/2 — 2 tíma í senn, við breiðslu og samantekt, og var kaupið 7 aurar um tímann, en hækkaði í 10 aura smám saman“. Ársæll Jónasson. „Það hefur auðvitað verið skemmtileg til- breyting að skreppa svona í bæinn“. „Jú, vissulega, bæði þá, og eins þegar ég var á Völlum Kjalarnesi árið 1913, hjá Jónasi oddvita, en þaðan fór ég fimmta hvern dag til Reykjavíkur með mjólk, frá Völlum og bæj- unum í kring. Þá var nú ýmislegt að snúast, því að engar samgöngur voru nema hestvagnar, og varð mjólkurpósturinn því að taka bréf og ýmiss konar sendingar auk mjólkurinnar fram og aftur“. „En svo tók sjómennskan við, eða var ekki svo?“ „Jú, það var árið 1914, að mér tókst fyrst að fá skiprúm, og var það á Snorra goða hjá hin- um valinkunna togaraskipstjóra Páli Matthías- syni, en það þótti, meðal okkar strákanna, stór VÍKINGUR 1B3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.