Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 36
Og hún skammaðist sín fyrir hann. Það var þetta í tilliti hennar, sem Alfred sá. Hann hafði vanið sig á, að hugsa alltaf, áður en hann talaði, og það gerði hann einnig núna. Þessvegna sagði hann ekkert. En Rósa sagði: „Mér sýnist, að þú munir ekki hafa góðan klæðskera. Sjáðu bara áferðina á vesti Mr. Russels, hve vel það fellur um mittið, og línurnar á buxunum hans. Auð- vitað hefur þú ráð á að hafa jafngóðan klæðskera og hann. Jakkinn þinn, já ég verð að segja það, hann er hræðilegur — og hvernig þú setur altaf hné í buxurnar þínar“. Alfred mældi Mr. Russell frá hvirfli til ilja, jú hann leit sannarlega vel út „Reglulega velútlítandi, en ekki eins og ég“, sagði hann. „Hann er óaðfinnanlega til fara, það er ekkert að honum að finna — ekkert", sagði Rósa hátt. „En annars, Alfred, er þetta ekki Ronny Russel, tennis- leikarinn frægi? Það segir, fólkið, að hann eigi að „Það á sjálfsagt vel við hann, — létt vinna", bætti Alfred við. „Létt vinna! Ég held satt að segja, að þú sért afbrýðisamur", svaraði Rósa. „Ég var hálf reið þegar hann kom og talaði við okkur í reyksalnum og ég hefði getað orgað, þegar hann fór frá okkur, vegna framkomu þinnar. Og þar eð við erum nú að tala um þetta“ sagði hún „þá vil ég óska þess, að þú komir þægilegar og kurteislegar fram, en þú hefur gert hingað til. Mér sýnast flestir meðfarþeganna vera allra bezta fólk og ég veit, að þeir vilja gjarnan kynnast mér — okkur, en einhvem veginn virðast þeir forðast þig. Til dæmis hinn ágæti prófessor James, sem situr við okkar borð. Hann er mjög skemmtilegur og viðfelldinn maður og það fór vel á með okkur við borðið fyrst í stað, en við morgunverðinn sendi hann mér augnatillit, sem dró blóðið út í kinnar mínar og ég sá, að þú roðnaðir líka. Síðan hefur hann beinlínis snúið við okkur baki. Hann lítur ekki einu sinni til mín, hvað þá meira. Hvernig stendur á því, að þú hagar þér svona einkenni- lega Alfred?“ „Bið afsökunar" tautaði hann. „Fíflið sagði, að mennirnir væru orðnir þrælar vélanna sinna. Ég framleiði vélar og stjórna þeim lika. Hvers vegna mátti ég ekki stríða honum dálítið?" „En hversvegna að stríða honum?“, hrópaði Rósa. „Það hljómar eitthvað svo tómlega. Þú áttir að hefja viðræður og skýra þínar meiningar, Alfred. Ef þú heldur þessum hætti, fer fólkið brátt að fyrirlíta þig. Ef þú hefur þekkingu á vélum, hví ræddirðu ekki málið við hann eins og almennilegur maður? Það, sem er verst við þig, er að þú segir næstum aldrei neitt. Þú hefur aldrei sagt mér fyrr, að þú framleiddir vélar!“ Alfred stóð upp. Hann gretti sig, þegar hann sá frú Wedderburn stefna til þeirra. Frú Wedderburn kinkaði kolli til Alfreds, en brosti blíðlega til Rósu. „Ég var að hugsa um, hvort þið munduð vilja spila við okkur bridge?“ spurði hún. „Ó, hvað þér eruð hugsunarsamar frú, það viljum við mjög gjarnan“, sagði Rósa. Alfred tautaði afsökunarorð. „Ég spila ekki, held að ég fái mér heldur göngutúr á þilfarinu og skoði mig dálítið um“. Þegar Alfred fór fram hjá þeim, brosti frú Wedder- burn aftur til Rósu og sagði: Eiginlega vantar okkur bara einn og vafalaust vill maðurinn yðar heldur —. Hún hætti að hugsa um hann, en bauð Rósu með sér að borðinu, þar sem hún átti ánægjulega kvöldstund og tapaði hundrað krónum. Alfred var engu síður ánægður, þar sem hann eyddi kvöldinu í þeim hluta skipsins, sem báru yfirskriftir eins og: „Aðeins fyrir skipsmenn", eða „Farþegum bannaður aðgangur"! „Hélt ekki, að það væri neitt skemmtilegt", tautaði Alfred „en ef þú hefur áhuga fyrir því og langar til að heyra — Nú! Hver er nú þetta?“ Hann var kominn inn í klefann þeirra — Það var komið fram yfir mið- nætti — og fann Rósu þar hálfsofandi í hvílu sinni. „Ó, Alfred, hvar hefur þú verið? Ég var orðin hálf hrædd um þig. Hvað hefur þú fengið á hendumar?“ „Skít!“ anzaði hann. „Ég hef verið að hugsa um þetta, sem þú sagðir Rósa. Ég meina, að ég talaði svo lítið og segi þér ekkert. Jæja, ég skal tala um þá hluti, sem ég hefi þekkingu á. Ég hefi gengið um skip- ið, það er stór járnkassi fullur af merkilegu drasli. Ég býst ekki við, að þú hafir áhuga fyrir því. Allt er stórt og margbrotið. Það er fullt af vélum, vörum og leiðsl- um, frá siglutoppnum, niður í kjöl og frá stefni aftur í skut. Þeir, sem stjórna því, þekkja starf sitt vel. Það er ágætt, því að skipið er ekkert leikfang handa ungum stúlkum". Rósa brosti til Alfreds. „Að hugsa sér hvað þetta er sniðugt, elskan“, sagði hún. „Já“, sagði hann, „Það getur orðið það. Veiztu annars, hvað akkeri er? Jæja, skipið hefur tvö akkeri, og þau vega um átta tonn hvort og eru fest við hundrað og tuttugu faðma keðju. Endi keðjunnar er festur næstum niður í botni skipsins. Ef maður léti keðjuna renna út, án þess að hemla henni með akkerisspilinu, mundi hún renna á enda, þar eð dýpið hér er um þúsund faðmar og skipið á fullri ferð. Ef keðjan slitn- ar ekki, og ég er í vafa um það, rífur hún upp plötuna, sem hún er fest í og síðan klussið og með því plötur á bógnum, og fremsta hólfið myndi fyllast af vatni“. „Ó! Alfred“, sagði Rósa, “það væri hræðilegt. Heldur þú að þetta geti skeð? Mundi skipið þá sökkva? „Ekki af þessu einu tilfelli, það mundi aðeins sökkva nokkra þumlunga að framan, ef skilrúmið er þétt. Láttu það ekki hræða þig. Áður en maður lætur akker- ið falla, verður að losa klafana og losa hemlana á spil- inu. Klafarnir eru á milli akkerisins og spilsins og keðjan rennur á milli þeirra. Þeir eru losaðir með nokkr- um handtökum og hemlarnir einnig og hérna hafa þeir engan vaktmann á bakkanum". Rósa lá á bakinu og stundi þungan. „Hræði ég þig nokkuð?“ spurði Alfred. „Þetta er alltof háfleygt", sagði Rósa og geispaði, „en það er mjög skemmtilegt, elskan! Hugsaðu þér bara, ef að akkerið félli, eins og þú segir. Ég hélt ekki, að þú vissir svona mikið um þessa flóknu hluti“, „Þetta er ekkert flókið. Bara það, sem hver verk- fræðingur veit. Það, sem er reglulega flókið er, hvernig skipinu er stjórnað. Enginn stýrir því. Stýrisvélin er sjálfvirk og er stjórnað af áttavita. Það lítur enginn á hann og það er undarlegt að sjá vélina aftur í, sem 214 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.