Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 26
f órsst Þegar „CLAM“ Samkv. bókum Slysavarnafélagsins. Þriðjudaginn 28. febrúar 1950 um kl. 06,00 tilkynnti . Loftskeytastöðin í Reykjavík Slysavarnafélaginu, að hún hefði móttekið eftirfarandi: „Her tug Englisman tow motorvessel „CIam“ asked for lifeboat from Sandgérði immediately to stand by positon qth one mile South of Reykjanes, — Master“. Slysavarnafélagið bað þegar um talsamband við björg- unarskipið Sæbjörgu og fékk það rétt strax, var Sæ- björg beðin að fara undireins á staðinn, kvaðst skip- stjórinn á björgunarskipinu ekki geta verið kominn þarna á staðinn fyrr en eftir 4 klukkustundir. Þar sem björgunai-bátur Slysavarnafélagsins í Sand- gerði er aðeins lítill róðrabátur og engin von um, að hann geti veitt þarna nokkra aðstoð, en Grindavík aftur sá eini staður, sem hugsanlegt var að fá skjóta hjálp frá, bað Slysavarnafélagið þegar um símasamband við Grindavík með neyðarhringingu. KI 06,30 talaði Slysavarnafélagið við foi-mann slysavarnadeildarinnar í Grindavík, Sigurð Þorleifsson, og einnig formann björgunarsveitarinnar þar, Tómas Þorvaldsson, og spurðist fyrir um möguleika á því, að björgunarbátur yrði sendur frá Grindavík, en þeir sögðu þá, að vegna þess, hvað mikið brim væri þarna á staðnum, væri alveg ómögulegt að koma neinum bát út úr höfninni. Var þess þá óskað að björgunarsveitin yrði kölluð út, og reynt að fara með fluglínubjörgunartækin út á Reykja- nes, ef svo skyldi fara, að ekki tækist að koma aftur taug úr dráttarbáttnum og yfir í olíuflutningaskipið. Var þegar brugðið við að safna saman mönnum og traustum bílum, því leiðin út á Reykjanes er mjög erfið yfirfærðar, og helzt ekki öðrum bílum fær en bifreiðum með drifum á öllum hjólum. Skipstjóranum á olíu- flutningaskipinu var tilkynnt um allar þessar ráð- stafanir í gegnum Loftskeytastöðina í Reykjavík jafn- óðum. Kl. 07,00 var aftur talað við Grindavík, er sagði, að björgunarsveitin væri að verða tilbúin að leggja af stað. Þá var vitavörðurinn á Reykjanesi, Sigurjón Ólafs- so'n, vakin með neyðarkalli og hann beðinn að svipast um eftir skipinu og vera viðbúinn að veita aðstoð, ef með þyrfti. Undir eins og hann leit út um gluggann hjá sér, sá hann hvar olíuflutningaskipið var skammt undan landi og sagði hann, að sér virtist skipið reka hægt upp að klettunum og kvaðst hann ætla að fara með aðstoð- armanni sínum að athuga þetta nánar. Kl. tæplega átta hringdi hann upp Slysavarnafélagið og sagði, að skipið væri alveg að stranda, björgunarsveitin væri ekki komin, en aðstoðarmaður sinn, Hannes Sigfússon, væri niður við sjóinn. Kl. 07,57 tilkynnti dráttarbáturinn Reykjavík radió, að olíuflutningaskipið væri alveg að stranda. Kl. rúmlega 08,30 hringdi vitavörðurinn aftur og sagði, að um leið og skipið hefði tekið niðri, hefðu ein- hverjir af skipshöfninni yfirgefið olíuflutningaskipið í skipsbátana en bátarnir hefðu undireins fyllzt í brot- sjónum og öllum skolað út, sem á þeim voru, aðstoðar- manni sínum hefði aðeins tekizt að bjarga tveimur mönnum, sem brimið hefði kastað upp að klettunum þar sem hann stóð, hvítum manni og Kínverja, þá hefði einn maður komizt á land af eigin rammleik en engin tök hefðu verið að ná fleiri mönnum lifandi. Sagði vitavörðurinn, að björgunarmennirnir frá Grindavík hefðu komið rétt á eftir að þetta skeði og væru þeir byrjaðir að bjarga þeim á land, sem eftir hefðu verið um borð í olíuflutningaskipinu, það hefði gengið fljótt og vel hjá þeim að koma björgunarköðlun- um fyrir. Skrifstofustjóri Slysavarnafélagsins hringdi þá þegar á Keflavíkurflugvöllinn og bað þess, að þaðan yrðu send- ar sjúkrabifreiðar með nauðsynlegum hjúkrunarum- búnaði. Ennfremur var umboðsmanni Shell á Islandi tilkynnt þetta. Kl. um 09,00 lagði skrifstofustjóri Slysavarnafélags- ins á stað á strandstaðinn, ásamt eftirlitsmanni björg- unarstöðvanna, og komu þeir á strandstaðinn kl. rúm- lega 11,00. Á leiðinni mættu þeir nokkrum björgunar- mönnunum, sem voru á heimleið og sögðu þeir, að það hefði tekið tæpan klukkutíma að bjarga þeim 19 mönn- um, sem eftir voru í skipinu er þeir komu á strandstað- inn, tveimur mönnum hafði aðstoðamaður vitavarðar- ins bjargað úr brimgarðinum, einn gat skirðið á land sjálfur, en einum skipbrotsmanna, sem komizt hafði í hellisskúta undir klettunum, hafði Björn Þórðarson, formaður á m. b. Grindvíking, náð með því að síga eftir honum. Skipbrotsmennirnir fengu allir aðhlynningu á heimili vitavarðahjónanna áður en lagt var af stað með þá til Reykjavíkur. Skipbrotsmennirnir voru allir illa út lít- andi vegna olíuleðjunnar í sjónum, en geysistórir olíu- flekkir umkringdu slysstaðinn og barst olían með brim- rótinu upp á klettana svo varla var stætt þar fyrir hálku. Er starfsmenn Slysavarnafélagsins komu á stað- inn, hittu þeir þar formann slysavarnadeildarinnar í Grindavík ásamt formanni björgunarsveitarinnar og var verið að koma skipbrotsmönnunum fyrir í bifreiðinni til brottferðar, af björgunarsveitinni voru skildir eftir 7 menn til að bjarga undan sjó þeim líkum, er á land kynnu að reka. Samtals höfðu farizt 27 menn úr líf- ZD4 VÍ KIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.