Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 29
ég í hnakkadrambið á honum og stakk honum ofan í pokann“. „Hvað, innan um brauðin okkar?“ sagði sá, er áður hafði gripið fram í , hneykslaður. „Það er erfitt að gera sumum til hæfis“, sagði kokkurinn innilega móðgaður. „Skiptu þér ekki af honum, kokkur“, sagði Sam hrifinn. „Þú ert hreinasti kjörgripur, það ertu“. „En auðvitað, ef einhver ykkar kann betra ráð —“ sagði kokkurinn göfugmannlega. „Enga vitleysu, kokksi“, sagði Sam; „upp með báða kettina og berum þá saman“. „Ruglið þeim ekki“, sagði kokkurinn aðvar- andi; „því þið vitið aldrei hvor er hvor ef þið gerið það“. Hann opnaði pokann gætilega og dró upp fangann, og þegar búið var að láta Satan lausan úr haldi, voru dýrin vandlega borin saman. „Þeir eru eins líkir og tveir kolamolar“, sagði Sam hægt. „Nú getum við leikið laglega á þann gamla. Ég verð að segja stýrimanni frá þessu, hann mun njóta þess“. „Það verður ekkert úr neinu, ef páfagaukur- inn drepst ekki“, sagði bölsýnismaðurinn smá- sálarlegi og hélt sér við efnið. „Öllu þessu brauði spillt og tveir kettir um borð“. „Skiptu þér ekkert af því, sem hann segir“, sagði Sam; „þú ert afbragð, það ertu. Ég ætla að gera nokkur göt á kistulok drengsins, og láta Satan gamla þar. Þú hefur ekkert á móti því, er það, Billy?“ „Vitanega ekki“, sögðu hinir hneykslaðir. Þegar búið var að ráða málinu svona þægi- lega til lykta, bjó Sam kistuna undir tilkomu íbúans, sem var sannfærður um, að víkja ætti sér úr vegi fyrir nýjum keppinaut og barðist heiftarlega fyrir frelsinu. „Komið nú með eitthvað þungt til þess að láta ofan á hana“, sagði Sam, sem var búinn að ganga úr skugga um, að lásinn var brotinn; „og Bill, láttu nýja köttinn í málningarskápinn, þangað til við förum, hann hefur heimþrá“. Drengurinn hlýddi, og varaleikarinn var hafður í ströngu varðhaldi, unz þeir voru komn- ir úr höfn, og honum var hleypt út á þilfar, þar sem nærri lá að hann lyki ævi sinni með því að stökkva yfir borðstokkinn og beint í sjó- inn. Um stund spígsporaði hann órólega um þilfarið, svo hljóp hann aftur á skut og mjálm- aði saknaðarfullt á eftir fæðingarborg sinni, sem fjarlægðist æ meir. „Hvað gengur að Satan gamla?“ sagði stýri- maður, sem hafði verið trúað fyrir leyndarmál- inu. „Hann virðist hafa þungar áhyggjur út af einhverju". „Hann skal hafa eitthvað þungt um hálsinn áður langt líður“, sagði skipstjóri illilega. Spádómur sá rættist um það bil þrem stund- um síðar, þegar hann kom upp á þilfar og virti þungbúinn fyrir sér ræfil af fugli, sem sökum orðaforða síns hafði eitt sinn verið stolt og prjál heimkynna sinna. Hann fleygði honum fyrir borð, án þess að mæla orð, þreif síðan saklaus- an köttinn, sem hafði fylgt honum eftir í þeirri trú, að hádegisverður væri á næstu grösum, náði síðan í hálfan múrstein og batt hann um háls kettinum. Skipshöfnin, sem naut þessa gamans með ágætum, rak upp hávært mótmæla- hróp. „Lævirkinn fær aldrei hans líka“, sagði Sam hátíðlega. „Þessi köttur var heillavættur skips- ins“. „Ég skipti mér ekkei't af ykkar kerlingabók- um“, sagði skipstjóri þjösnalega. „Ef þið viljið hafa köttinn, þá farið og sækið hann“. Að svo mæltu þeytti hann þessari meinleysis- skepnu langar leiðir útbyrðis. Það heyrðist skvamp, þegar hann kom í sjóinn, ein eða tvær bólur stigu upp, og öllu var lokið. „Þá er það búið og gert“, sagði skipstjóri og fór. Gamli maðurinn hristi höfuðið. „Þú drepur ekki svartan kött fyrir ekki neitt“, sagði hann, „taktu eftir orðum mínum, skipstjóri!“ Skipstjóri, sem var í illu skapi, tpk lítið mark á þeim þá, en þau rifjuðust ljóslega upp fyrir honum daginn eftir. Vindurinn hafði aukizt um nóttina og regnið streymdi úr loftinu. Áhöfnin var á þilfari í olíufötum, en niðri var drengur- inn, sem nú var fangavörður, og reyndi að fullnægja þörfum vanþakkláts fanga, þegar kokkurinn leit þangað og sá með skelfingu, að fanginn slapp upp úr hásetaklefanum. Hann vék sér auðveldlega undan ákafri eftirför drengsins og stefndi aftur í káetu. Rétt þegar áhöfnin taldi hann glataðan, þreif Sam í hann, og þrátt fyrir hávært mótmælamjálm, tróð hann honum undir þvalan olíustakkinn sinn. Við hávaðann sneri skipstjóri, sem hafði ver- ið að tala við stýrimann, sér við eins og hann hefði verið skotinn, og starði tryllingslega í kringum sig. „Dick“, sagði hann, „heyrir þú í ketti?“ „Ketti!“ sagði stýrimaður í furðutón. „Mér fannst ég heyra það“, sagði skipstjóri vandræðalega. „lmyndun“, sagði Dick einbeittlega, í því sárt og ámátlegt mjálm heyrðist undan stakki Sams. „Héyrðir þú það, Sam?“ kallaði skipstjóri, í því gamli maðurinn bjóst til að fara. VIKINGUR 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.