Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 23
um varð ljóst, að hann hafði hlustað svo ákaft, að hann hafði haldið niðri í sér andanum, unz honum lá við köfnun. Þetta var honum þung- bær opinberun, hann reis á fætur og gekk út á mitt gólfið. En það er ekki þægilegt að ganga í svarta myrkri; hann tók að þreifa fyrir sér, fann þilið og fálmaði sig áfram meðfram því út í horn, þar sem hann rakst hastarlega á lampastæðið og felldi það með miklum hávaða. Hann varð gramur. „Hvernig í fjandanum fór ég að gleyma hvar það var!“ tautaði hann og fálmaði sig áfram að arninum. „Ég verð að lagfæra þetta“, sagði Jarette og þreifaði eftir kertinu á gólfinu. Hann kveikti þegar á því, og beindi strax augunum að borðinu, þar sem allt var með sömu ummerkjum og áður. Lampastæðið lá á gólfinu, hann hafði gleymt að „lagfæra það“. Hann skyggndist um allt herbergið og lýsti inn í sérhvert horn, að lokum gekk hann að dyrun- um og reyndi hurðina með því að snúa og toga í húninn af öllu afli. Hún lét ekki undan, og það virtist valda honum eins konar feginleik, og hann lokaði henni meira að segja betur með járnslá, sem hann hafði ekki tekið eftir áður. Hann leit á úrið sitt. Það var hálftíu. Hann bar það furðu lostinn upp að eyranu. Það var ekki stanzað. Kertið var nú greinilega orðið styttra. Hann slökkti aftur á því og setti það á gólfið eins og áður. Jarette leið ekki sem bezt, hann var óánægð- ur með umhverfi sitt, og við sjálfan sig fyrir að vera það. „Hvað hef ég að óttast?“ hugsaði hann. „Þetta er hlægilegt og til skammar, ég skal ekki vera slíkt fífl“. En hugrekki fæst ekki með því að segja: „ég skal vera hugrakk- ur“, né með því viðurkenna réttmæti þess. Því meir sem Jarette fyrirleit sjálfan sig, því meiri ástæðu veitti hann sjálfum sér til fyrirlitning- ar, því meir sem hann fullvissaði sjálfan sig um meinleysi hinna dauðu, því skelfilegra varð ósamræmi tilfinninga hans. „Hvað!“ hrópaði hann í angist sinni, „hvað! á ég, sem ekki á til vott af hjátrú,— ég, sem hef enga trú á ódauð- leika — ég, sem veit (og aldrei betur en nú) að framhaldslíf er einungis óskadraumur — á ég að tapa bæði veðmálinu, ærunni og sjálfs- virðingunni, ef til vill vitinu, vegna þess, að einhverjir villtir forfeður, sem bjuggu í hellum, ímynduðu sér þá fíflalegu firru, að þeir dauðu væru á ferli á næturþeli, að — greinilega, svo eigi varð um villzt, heyrði Jarette að baki sér létt, hægt fótatak; það var reglulegt og færð- ist nær og nær! IV. Rétt fyrir dögum óku dr. Helberson og Harp- er hægt eftir strætum norðurhluta borgarinnar í vagni læknisins. „Hefurðu enn sömu tröllatrúna á hugrekki og einbeittni vinar þíns?“ sagði hann. „Held- urðu, að ég hafi tapað veðmálinu?" „Ég v e i t að þú hefur gert það“, svaraði hinn með uppgerðaráherzlu. „Jæja, svo sannarlega vona ég það. Hann sagði það alvarlega, næstum hátíðlega. Það var þögn í nokkrar mínútur. „Harper“, sagði læknirinn og leit umhverfis sig í gránandi morgunskímunni, „mér er ekki rótt í skapi út af þessu. Ef mér hefði ekki gram- izt, hversu fyrirlitlega vinur þinn tók efasemd- um mínum um þrek hans, og sú kuldalega ókurteisi hans, að leggja til, að líkið væri af lækni, hefði ég ekki haldið áfram með þetta. Hafi eitthvað komið fyrir, erum við búnir að vera, eins og mér finnst við eiga skilið“. „Hvað getur hafa komið fyrir? Jafnvel þó illa tæki að líta út — sem ég er ekki vitund hræddur um — þyrfti Mancher ekki annað en rísa upp frá dauðum og skýra málið. Ef þetta hefði verið ekta „eintak“ úr líkskurðarstofunni, væri öðru máli að gegna“. Mancher hafði staðið við loforð sitt. Hann var „líkið“. Dr. Helberson þagði lengi meðan vagninn sniglaðist áfram eftir sama strætinu og þeir höfðu ekið tvisvar eða þrisvar áður. Svo sagði hann: „Jæja, við skulum vona, að Mancher hafi borið sig sómasamlega að, hafi hann risið upp frá dauðum. Mistök í því gætu orðið til að spilla fyrir í stað þess að bæta úr“. „Já“, sagði Harper, „Jarette myndi drepa hann. En, læknir“, bætti hann við og leit á úrið við birtu frá götuljósi, „klukkan er loksins að verða fjögur“. Eftir andartak stigu þeir út úr vagninum og gengu rösklega að auða húsinu, þar sem Jarette var lokaður inni í samræmi við skilyrði veð- málsins. Þegar þeir nálguðust það, mættu þeir hlaupandi manni. „Getið þið sagt mér“, hrópaði hann og hægði á sér, „hvar ég get náð í lækni?“ „Hvað er að?“ spurði Helberson kæruleysis- lega. „Farið og aðgætið það sjálfir", svaraði mað- urinn og hljóp burt. Þeir flýttu sér að húsinu og sáu nokkra menn fara inn, auðsjáanlega mjög æsta. 1 sumum íbúðunum í nágrenninu voru gluggar opnir og fólk gægðist út, allir spyrjandi spurninga, sem enginn virtist geta svarað. Beint fyrir framan dyr hússins varpaði götuljós daufum, gulum bjarma. Harper, sem nú var orðinn náfölur, VÍKINGUR 201

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.