Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 4
þó og fyrsti stýrimaður, sem var borinn ráðum, sigldi því heim til Glasgow. Annað seglskip, sem lenti í fárviðri í suður- höfum var barkskipið „Rosina". Á austurleið árið 1881 fékk það heljarmikinn brotsjó yfir sig. Allir skipverjar með tölu skoluðust fyrir borð og drukknuðu, að einum manni undantekn- um, sem lá veikur í koju sinni. Honum var bjargað daginn eftir af skipi, sem sigldi þar framhjá. Við samanburð á bylgjuhæðunum á Norður- Atlantshafinu og á stormasvæðum suð- urhafanna, er ekki um sérstakan mun að ræða. Aftur á móti eru bylgjurnar mikið lengi’i á suðurhöfunum. Á hinum víðáttumikla Suður- hluta Indlandshafs og Kyrrahafs brjótast þær áfram hindrunarlaust þúsundir mílna, og verða þá í fárviðrum yfir 300 metra langar. Lengsta bylgja, sem mæld hefur verið á þessum slóðum, var 800 metra löng endanna á milli. I mestu fárviðrum á N.-Atlantshafi geta sjó- irnir orðið 160 til 200 metra langir, en venju- lega ekki nema um 100 metrar. En þó þeir séu styttri en í S.-höfum, eru þeir mikið krappari miðað við sömu hæð, og þessvegna mikið hættu- legri skipum. Það er mjög þýðingarmikið fyrir skipstjóra, að geta ákveðið hraða þessara stóru brotsjóa, sérstaklega ef hann stjórnar litlu full- lestuðu kaupfari. Talið er að hraði bylgjutopps- ins sé allt að því hálfur vindhraðinn. I stormi sem fer með 60 sjómílna hraða á klst. ná bylgj- urnar allt að 30 sjómína hraða. Á hinum víðáttu- miklu höfum milli Góðravonarhöfða og Ástralíu og milli Nýja Sjálands og Suðurodda Ameríku (Kap Horn) er þessi hraði vinds og vatns ekki óvenjulegur. Þegar mæld er lengd bylgjanna nota menn orðtakið — bylgjutímabil —. Það er tíminn í sekúndum, sem það tekur bylgjukamb- inn að fara framhjá föstum punkti, t. d. vita eða skipi sem liggur fyrir akkerum. Lengsta bylgjutímabil, sem mælt hefur verið, var 23 sekúndur. Oftsinnis þegar skip mitt hefur nálgast Ermasund með vestlægan storm á eftir, hefi ég tekið eftir því að bylgjurnar hafa smáminnkað, eftir að komið var upp fyrir 100 faðma dýpið, en því veldur hafsbotninn, se mhækkar smám saman eftir því sem dregur nær landi. En aftur á móti verða bylgjurnar óreglulegri og krappari og verða því brotsjóirnir tíðari, en um leið kraftmeiri og hættulegri. Fjöldi strandferðaskipa hefur farizt með allri áhöfn, þegar þau hafa reynt að sigla í kringum Longships í stormi. Sjórinn brýtur þá oft yfir Bishop Rocks vitann, sem er næstum 30 metra hár. 1 desember 1907 reyndi fjórmöstruð skonn- orta „Thomas W. Lawson“ að standa af sér suðvestan fárviðri útaf Scilly-eyjunum. Skonn- orta þessi, sem var sú stærsta sem byggð hefur verið, 5,218 brúttó smálestir og 395 feta löng, lét bæði akkerin falla, en keðjurnar slitnuðu báðar og skipið rak upp á Hellweather-rifið. Öll skipshöfnin að undanteknum skipstjóranum og 2 hásetum drukknaði. Árið 1948 fékk „Isle of Jersey“, sem er 2 þús. smálestir að stærð, á sig brotsjó út af Casquet- eyjunum. Þrem farþegum skolaði fyrir borð og 25 særðust. Sjórinn var áætlaður vera um 20 metra hár, en það er sjaldgæft á þesssum slóð- um, enda þótt það komi fyrir í aftakaveðrum. I nóvember 1901, þegar rússneska skipið „Ocean“ var á leið frá Ástralíu til Tyne með hveitifarm, lenti það í norð-austan stormi út af Flamborough-höfða. Skipið fékk á sig heljar- mikinn brotsjó og skoluðust sex menn fyrir borð. Borðstokkarnir lögðust inn og var skipið mjög hætt komið. Skipstjórinn taldi að brot- sjórinn hefði að minnsta kosti verið 13 metra hár. Venjulega eru bylgjurnar í Norðursjónum eða í Ermasundi milli Dover og Casquet ekki nema 5-7 metra háar jafnvel í mestu aftaka- veðrum. En þær eru mjög hættulegar skipum, vegna þess hversu þær eru krappar og tíðar. Sjórinn á Doggerbank og meðfram Hollands- ströndum getur breytzt í sjóðandi víti á ör- skömmum tíma, ef hann skellur á með storm. Út af ströndum Irlands, ytri Hebrideseyjum og vestur af Shetlandseyjum hafa menn mælt brotsjói allt að 7 metra hæð og 22-33 metra langa, aðeins 2 mílum undan landi, og það er ekki til að undrast yfir, þar sem þessi útvirki liggja opin fyrir æðisgengnum stormum Atlantshafsins. Lœuslega þytt. — G. J. Gamall kunningi Islendinga, Esja hin eldri, sem seld var til Chile rétt fyrir síðustu styrjöld. 1B2 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.