Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 34
í slíkum vafasömum tilfellum virðist réttasta
lausnin vera, að sérhvert skip, hvers radar sýn-
ir annað koma á móti sér, án þess að breyta
neitt verulega stefnunni, að stöðva vél sína strax
og síðan „navigera" með varúð. Með öðrum orð-
um: Radarskipið fylgir í öllu fyrirmælum ann-
arrar greinar í 16. kafla siglingalaganna fyrir
radarlaus skip, að öðru leyti en því, að það
stöðvar vél sína o. s. frv. strax og radarinn
sýnir skip fram undan, í stað þess að bíða með
það þar til hljóðmerkið heyrist. Vélstöðvun ætti
að framkvæma strax, jafnvel þótt radarskipið
hafi radarinn stilltan á fjarlægðarsvið (skala),
sem sýnir skipið langt í burtu. Því það er bæði
auðveldara og öruggara að ákveða hið rétta á
löngu færi en stuttu.
Nú þegar radarskipið A stöðvar vélina og
radarinn sýnir skipið X í stefnu fyrir framan
þvert á stjórnborða, mun miðunin á skipið ekki
haldast óbreytt og árekstrarhættan þar með
hverfa, ef X heldur stefnu sinni og ferð. Hafi
X einnig radar og stöðvar vélina um svipað
leyti og A, er málið einnig leyst, þar sem rad-
arinn hjá X sýnir, að A gerir smávegis stefnu-
breytingu, með hægri ferð. Ef radarinn hjá A
sýnir X í stefnu fyrir framan þvert á bakborða,
mun sú miðun fljótt breytast ef X hefur ekki
radar og breytir því hvorki stefnu sinni né
ferð, eða árekstrarhætta er ekki fyrir hendi.
Ef X hefur radar og stöðvar vélina um svipað
leyti og A, mun X breyta stefnu með hægri
ferð og sér A það fljótt í sínum radar.
Ef skipin, sem eru að mætast, hafa misjafna
fjarlægðarstillingu á radar sínum, þannig að
þau verða ekki samtímis vör hvort við annað,
munu þau ekki stöðvast samtímis. Þetta getur
þó tæplega leitt til vandræða eða öryggisleysis,
þar sem skipið, sem stöðvar fyrst, getur fylgzt
með stefnubreytingum hins í sínum radar.
Hve mikinn rétt ákvæði 16. gr. (um moderate
fart) gefur radarskipi til að sigla með meiri
ferð í dimmviðri, en radarlausu, er vandi að
ákveða svo gilt geti í öllum tilfellum. Gera má
þó ráð fyrir að sjórétturinn muni í flestum
þeirra viðurkenna hraðari „moderate fart“ fyr-
ir radarskip, sem hefur stöðvað vél sína strax
og hitt skipið birtizt í ratsjánni og sér að það
breytir ekki stefnu að ráði.
Skip, sem hefur radar sinn stilltan þannig,
að það hefur tiltölulega stutta frásýn, en slíkt
getur komið fyrir, til dæmis nálægt landi, verð-
ur að taka fullt tillit til þess og fara mjög var-
lega hvað ferðina snertir. ófrávíkjanlegt skil-
yrði fyrir því að hraðari „moderat fart“ fyrir
radarskip fáist viðurkennd, verður auðvitað að
radarinn sé af viðurkenndri gerð, í góðu lagi
og meðhöndlaður eingöngu af vel æfðum og
samvizkusömum athuganda.
Þegar radarlaust skip hefur stöðvað vél sína
í slæmu skyggni og „navigerar“ með gætni, eftir
að hafa heyrt hljóðmerki, „að því er virðist
fyrir framan þvert“, er yfirleitt álitið, að það
eigi ekki að breyta stefnu sinni, fyrr en það
sér hitt skipið, sem það er að mæta. Ástæðan
til þess er sumpart sú, að maður er aldrei viss
um úr hvaða átt hljóðmerkið kemur og sumpart
vegna þess, að maður veit ekki stefnu þess. En
þegar radarskip fær stöðugt áreiðanlega miðun
af hinu skipinu og fylgist með stefnu þess í
sjánni, mun það ekki vera skyldugt til að halda
óbreyttri stefnu, ef allrar varúðar er gætt.
Hvort radarskipið á að gefa hljóðmerki um
stefnubreytinguna samkvæmt 28. gr. — sem
gildir aðeins fyrir skip, sem sjá hvort annað,
er undir aðstæðum komið. Ef radarskip hefur
stöðvað vél sína strax og það fékk hitt skipið
inn á sjána, er stefnubreytingin, sem gerð er,
í flestum tilfellum framkvæmd í meiri fjarlægð
heldur en hljóðmerki heyrast, svo að árekstrar-
hættan er engin. Þýtt: M. Jensson.
Gömul skúta við bryggju.
VÍKIN □ U R
212