Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 19
Tilraunir þessar voru framkvæmdar af vön- um loftskeytamanni og af mikillri nákvæmni eftir því sem hægt var að koma því við, með þeim tækjum, sem fyrir hendi voru. Samkvæmt áskorun frá aðalfundi Slysavarnafélags Islands 17. febrúar 1935 fékk félagið að tilnefna þrjá menn í 10 manna nefnd er falið var að skila áliti um athuganirnar. Nefndin skilaði áliti 9. nóv. 1936. Þegar athugað er álit nefndarinnar og árangur tilraunanna, eftir öll þessi ár, verður ekki hjá því komist að álíta, að nefndin hafi gert minna úr tilraununum en efni stóðu til. Nefndin kemst þó að eftirfarandi niðurstöðu meðal annars: „3) að miðunarstöð á Garðskaga gæti orðið að miklu gagni, bæði fyrir báta með talstöðvum og fyrir stærri skip, og 4) að miðun- arstöð hjá Stórhöfða í Vestmannaeyjum gæti sennilega komið að einhverjum notum, sérstak- lega þegar þyrfti að leita að bátum, en talsvert gagn mætti ef til vill fá með ólíkt minni tilkostn- aði með því að setja miðunartæki í „Þór“ eða það skip, sem hefði á hendi gæzlu og björgunar- störf við Vestmannaeyjar á vertíðinni". Var það álit nefndarmanna, að æskilegt væri, „að sem fyrst yrði reistur radioviti á Reykjanesi, radomiðunarstöð á Garðskaga bæði fyrir báta og stærri skip, með verði allan sólahringinn, og að miðunartæki bæði fyrir báta og stærri skip, yrði komið fyrir í gæzlu og björgunarskipinu við Vestmannaeyjar, og ef til vill einnig í „Ægi“. Ef það sýndi sig, að miðunarstöð í skip- inu væri mikið notuð af bátum og kæmi að til- ætluðum notum, mætti reisa miðunarstöð í Stór- höfða í Vestmannaeyjum“. Núna, 15 árum eftir að þessi ályktun var gjörð, má segja að fyrst sé farið að sinna þess- um málum af einhverri alvöru, aðallega og nær eingöngu fyrir atbeina Slysavarnafélags Is- lands. Þar hafa konurnar í Slysavarnafélaginu gengið fram fyrir skjöldu, það er óbilandi á- hugi þeirra og fjárframlög sem þarna réðu úrslitum, fyrir þetta mega sjómennirnir vera konunum sérstaklega þakklátir, og þá ber að þakka stuðning þann og skilning, er núverandi vitamálastjóri, Emil Jónsson, fyrrverandi ráð- herra, hefur sýnt þessu máli. Fyrsta radiomiðunarstöðin, sem tekin var í notkun til öryggis fyrir fiskibátana, var radio- miðunarstöðin á Akranesi, og hefur vitamála- stjórnin tekið að sér kostnaðinn við rekstur hennar. Slysavarnafélagið hafði reyndar áður komið sér upp tilrauna- radiomiðunarstöð í turni hafnarhússins í Reykjavík, og þegar norska flutningaskipið „Gygi’a“ strandaði á Mýrum, var staður þess nákvæmlega miðaður með þeim tækjum, en aðstaðan til miðunar á bátabylgjum er ólíkt verri hér inni í Reykjavík en á Garð- skaga eða Akranesi. Næsta radiomiðunarstöð er Slysavarnafélag íslands lét reisa, var öryggis miðunarstöðin á Kirkjubæjarklaustri, er kvennadeildin í Reykja- vík kostaði að öllu leyti. Þá kom radiomiðunar- stöðin á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, er tekin var í notkun snemma á þessu ári, og þar með var því langþráða takmarki náð, að fá radio- miðunarstöð á þessum þýðingarmikla stað, og verið er að ljúka við að reisa veglegan miðunar-. turn á Garðskaga áfast við vitabústaðinn, fyrir radiomiðunarstöðina, sem ákveðið hefir verið að reisa þar. Á báðum síðast nefndum stöðvun- um er það vitamálastjórnin, sem leggur til hús- næði, en Slysavarnafélag Islands tækin, og í hvortveggja tilfellinu eru það blessaðar kon- urnar í félaginu, sem hafa lagt fram fé það sem til hefur þurft. Hér gefst nú loksins tækifæri að skipa þess- um öryggismálum á viðunandi hátt með lægst- um tilkostnaði. Meðan hið erlenda setulið dvaldi í landinu rak það margar radiomiðunarstöðvar hér, þessar radiomiðunarstöðvar voru afhentar íslenzkum aðiljum, sem því miður kunnu ekki að meta gildi þeirra og létu taka þær niður. Þetta voru mikil mistök, og dýrmæt tæki fóru þarna forgörðum. Nauðsynlegt er að koma alls- herjarskipulagi á þessi mál og nota hver ný tæki og tækni er fram kemur á sjónarsviðið og miðar að bættu öryggi. Stefnu-radiovitinn hér á Suð- urnesinu er til mikils hagræðis hér í Faxaflóa, en er þó ekki einhlítur og kemur skipum ekki að jafnmiklu gagni og vel starfækt radiomiðunar- stöð mundi gera. Radartæki á annesjum og fjöl- förnum siglingarleiðum eru nauðsynleg til ör- yggis þeim farartækjum, sem sjálf geta ekki haft þann útbúnað. Radartæki eru og nauðsyn- leg við hafnir og á flugvöllum til að fylgjast með umferðinni. Þá rúmlega tvo áratugi, sem Slysavarnafélag Islands hefur starfað með svo ágætum árangri, hafa þó ekki færri en 70 skip farizt hér í Faxa- flóa, mörg dýrmæt mannslíf og tugir milljóna króna að verðmætum hafa þannig farið forgörð- um þessi ár. Vitað er, að mikið af þeim hefði mátt spara, ef farið hefði verið að óskum sjó- manna, hvað þennan öryggisútbúnað snertir. Henry Hálfdanarson. VÍKINGUR 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.