Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Qupperneq 12
Aksel Sandemose:
SJÓRÆNINGJAFJÁRSJÓÐURINN
SMÁSAGA
Það er eins og síðan séu hundrað ár.
Lassi, Jonni og ég lékum okkur í þurrum
lækjarfarvegi með háum sandbökkum til beggja
hliða. Sólin skein, við grófum í sandinn og vor-
um í Paradís.
Ég var ofurlítið frá hinum og hamaðist svo
svitinn draup. Ég veit ekki, af hverju við gróf-
um þessar holur, en við gerðum það og vorum
sælir.
Þá skeði undrið. Blikkdós kom upp úr sand-
inum og hún var full af peningum. Ég rak upp
gleðióp, áður en ég fengi hugsað mig um. Lassi
og Jonni sáu hana.
Það er vissulega eins og hundrað ár séu síðan.
En ennþá man ég ofsalegan hitann í blóðinu.
Ég hafði fundið fólginn fjársjóð!
Ég var bálreiður við Lassa og Jonna. Hefði
það bara verið Lassi, myndi ég hafa slegið hann
utanundir og hlaupið burt með milljónina. En
Jonna var ekki hægt að losna við, hann var fjór-
tán ára, fimm árum eldri en ég.
Við lögðum af stað. Lassi og Jonni kröfðust
hvor um sig þriðjungs. Mér lá við að gráta. Af
mála, og koma á stjórnarfyrirkomulagi að sniði
vestrænna þjóða. Tveim árum áður var blóð-
baðið mikla í Smyrna, en nú var verið að flytja
Grikkina til Grikklands eftir Nansensáætlun-
inni, og hafði það víst verið einhver ógurlegasti
sveitaflutningur sögunnar. Grikkirnir héldu því
nokkuð á lofti í þessum óförum sínum, er þeir
voru reknir úr Tyrklandi og öllum húsum þeirra
lokað, að aðfarir þessar hefðu verið til þess eins
að sölsa undir sig fjármuni þeirra, en stjórn
Mustafa Kemals var fyrst og fremst umbóta-
sinnuð á þjóðernislegum grundvelli, og urðu því
margir auðmenn grískir að hverfa úr landi, og er
einn þeirra Botozakis, en um hann var skrifað
í októberblað Víkingsins s.l. vetur. Botozakis er
einhver mesti auðmaður heimsins og er nú lang-
auðugasti maður Grikklands, og má segja, að
hann stjórni iðnaði Grikkja, bönkum og sigl-
ingum“.
Niðurlag í næsta blaöi.
hverju eigið þið að fá svona mikið af því, sem
ég hef fundið?
,,Við verðum þá bara að segja frá l?essu“,
sagði Jonni kæruleysislega.
Það þaggaði niður í mér. En ég vildi þó að
minnsta kosti opna dósina sjálfur og sjá fyrst-
ur, hvað í henni væri, því það var ég, sem fann
hana.
„0, þá snuðar þú okkur bara!“ hrópaði Lassi.
„Við skulum heldur segja frá þessu“, sagði
Jonni.
Ég hélt dauðahaldi um dósina og óskaði, að
þessir tveir bófar dyttu dauðir niður. Nú skildi
ég alla sjóræningjana, sem vildu eiga allt sjálf-
ir, Kid kaptein og Morgan . . .
Ég fékk örvæntingarfulla hugmynd: „Ha, ha!
Þarna gabbaði ég ykkur laglega! Það var ég
sjálfur, sem lét dósina þarna, og hún er full af
ryðguðum nöglum!“
En í sömu andrá stóð ég eins og negldur nið-
ur. Hvílík skelfingar hugsun! Auðvitað voru
ekki annað en naglar í dósinni.
Jonni kom fyrst að mér með soltin, gráðug
augun. Ég gafst upp.
1 dósinni voru fjórar krónur og níutíu og
tveir aurar í koparskildingum — líklega til að
sem mest færi fyrir f jársjóðnum. Þetta var líka
álitlegur auður. Það var meira en ég vann mér
inn á mánuði með blaðasölu, og þá peninga fékk
pabbi auðvitað.
Á meðan við sátum og töldum „milljónirnar",
uppgötvaði ég, að það var bréf á botni dósar-
innar. Seðlar! Nei, reyndar ekki. Það var blóð-
flekkað skjal, með hauskúpu og krossleggjum
og djöfullegum hótunum.
Við skildum nú raunar, að það var ekki mjög
hættulegt, en við tókum þátt í leiknum og töl-
uðum hvíslandi um Kid kaptein . . . og við gut-
um augunum hver á annan eins og sannir stór-
bófar og hugleiddum morð til að tryggja okkur
fjársjóðinn.
En undirniðri var eitthvað, sem nagaði mig.
Nei, það var ekki hugsunin um vesalings dreng-
inn, sem hafði misst fjársjóðinn sinn. Börn
væru ekki eins aðlaðandi ef þau fyndu til sárs-
190
VÍKINBUR