Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 32
hef nokkurntíma séð. Ætlarðu að segja mér, að þú sjáir ekki neitt, Sam?“ „Ég sé kassa, skipstjóri", sagði Sam, og tal- aði hægt og gætilega, „með ryðguðum vírbönd- um lafandi út frá sér. Það sýnist þér vera kött- urinn, kannske". „Sérð þú ekkert, kokkur?“ spurði skipstjóri hvasst. „Það getur verið ímyndun“, stamaði kokkur- inn og leit undan, „en mér finnst eins og ég sjái eitthvað dauft, þokukennt þarna. Ó, nú er það horfið“. „Nei, ekki aldeilis“, sagði skipstjóri. „Draug- ur Satans situr þarna. Kassinn sýnist hafa dott- ið ofan á skottið á honum. Það virðist sem hann emji hroðalega“. Áhöfnin gerði örvæntingarfulla tilraun til að sýna það stig undrunar, sem hæfði slíkri dásemd, en Satan vesalingurinn tók á öllu til að losa skottið og bölvaði hástöfum á sínu máli. Hversu lengi hinn hjátrúarfulli skipstjóri Læ- virkjans hefði látið hann dúsa svona, verður aldrei vitað, því rétt í þessu kom stýrimaður upp og kom auga á hann, áður en hann hafði áttað sig á hlutverki sínu í leiknum. „Því í fjandanum takið þið ekki kassann ofan af ræflinum“, kallaði hann og flýtti sér í áttina að kassanum. „Hvað, getur þú séð hann, Dick ?“ sagði skip- stjóri með áherzlu, og lagði höndina á öxlina á honum. „Séð hann?“ hreytti stýrimaður út úr sér. „Heldurðu að ég sé steinblindur. Hlustaðu á vesalings skepnuna. Ég myndi — Ó!“ Hann tók eftir augnatilliti áhafnarinnar. Fimm pör af augum töluðu einu máli og sögðu öll greinilega „fífl“, og augu drengsins lýstu tilfinningu, sem ekki verður tjáð í orðum. Skipstjóri sneri sér að þeim, og nú tók smám saman að renna upp fyrir honum Ijós. En hann var ekki ánægður með það, svo hann vék sér hastarlega að kokknum og krafðist meiri birtu. Kokkurinn sagði það væri grín. Svo leiðrétti hann sig og sagði það væri ekkert grín, svo leiðrétti hann sig enn og varð óskiljanlegur. Á meðan horfði skipstjóri ógnandi á hann, en stýrimaður bjargaði Satan og slétti úr skottinu á honum. Það liðu fullar fimm mínútur, áður en skip- stjóri skildi ástandið, hann virtist ekki botna í því til fulls, fyrr en honum var sýnd kistan með loftgötunum, þá hýrnaði yfir honum. Hann þreif í hálsmálið á drengnum og heimtaði kað- alspotta. Með þessari viturlegu aðgerð var mjög svo viðkvæmt mál til farsælla lykta leitt; aginn beið enga hnekki, og áþreifanleg lexía um skaðsemi blekkinga var veitt unglingi, sem var á þeim aldri, að helzt mátti vona, að hann léti sér að kenningu verða. En það var ekki nema að von- um, að hann ofbyði á eftir ungum en þroska- vænlegum orðaforða sínum í umtali sínu um áhöfnina almennt, og Sam sérstaklega. En þeir misvirtu það ekki við hann, en þegar hann virtist ætla að ganga of langt, miðað við aldur, héldu þeir skjóta ráðstefnu og þögguðu niður í honum með aurum og brotnum vasahníf. Ó. H. þýddi. 21D VÍ K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.