Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 14
ög hann hefði í einni andrá drukkið fjórtán viskí- og sóda af sterkasta tagi. Þjónninn vændi hann um að hafa drukkið vín í laumi, og þetta endaði með stórkostlegu hneyksli . . . Við strákarnir vissum, að menn urðu fullir af að drekka eitthvað, sem þeir keyptu. Að öðru leyti voru hugmyndir okkar mjög óljósar. Við þjóruðum áfram, hrópuðum og æptum og slög- uðum, en við vorum samt börn og keyptum brjóstsykur, lakkrís og gúmmíkarla fyrir megn- ið af upphæðinni. ... Þegar maður er búinn að drekka út allt kaup- ið sitt, hvað gerir hann þá? Það er ýmislegt, en fyrir kemur, að hann laumast heim og stelur þeim fáu krónum, sem konan á eftir til heimil- isins. Sem við stóðum þarna, fátækir og um- komulausir, eigandi ekki eyri eftir af sjóræn- ingjafjársjóðnum, eygði ég einn möguleika til að hressa upp á hetjuljómann. Heima lágu þrjá- tíu aurar, unnir inn í súrum sveita blaðsölu- drengs, anno 1908, sparaðir saman einn fyrir einn til að draumurinn um smásjá mætti ein- hverntíma rætast. Það urðu tvær flöskur af límonaði, sem við skiptum á milli okkar. Kennslukonan mín sagði sífellt, að við værum svo hamingjusamir, hvaðan sem hún hefur haft það. Hún sagði, að seinna yrði stórum verra að lifa. Eftir barnaskólann kæmi lífsins skóli, en hon- um þyrftum við ekki að kvíða, ef við einungis tileinkuðum okkur speki hennar. Það eru engin takmörk fyrir, hvað fastráðnu, óuppsegjanlegu starfsfólki leyfist að telja börn- um trú um. Sannleikurinn er sá, að það batnar stöðugt. Við hjúpum um okkur venjum, við venj- um okkur við að lifa og taka atburðunum með ró. Við hættum til dæmis að hata — og eru nokkrar þyngri byrðar en hatrið? Fullorðið fólk hatar ekki, nema það þarfnist þá kleppsvistar. Við óskum einstaka manneskjum fjandans til, en það er allt annað mál. Börn hata og elska og það getur ungt fólk líka. Seinna reykir mað- ur pípu og gætir þess að láta sér ekki verða kalt á fótunum og les bækur um þessa gjör- spilltu æsku, sem við þekkjum ekki snefil — við skildum ekki einu sinni neitt í okkar eigin æsku. Þegar magi er vanur brauði, graut og kart- öflum og þekkir lítið til annarra hluta, hefur það vissar afleiðingar í för með sér að fylla hann af límonaði og lituðum úrgangsefnum frá sykurverksmiðjunum. Ég skalf af hrolli á leið- inni heim frá þjórinu og mér leið afleitlega. Einn var ég líka, svo það var ekki einusinni tækifæri til að gorta. Sjóræningjasjóðurinn var uppurinn, spariskildingarnir sömuleiðis, smá- sjáin draumur handan sjóndeildarhringsins. Ég var eyðilagður maður af sorg og mórölskum timburmönnum. Örvæntingin lá eins og hart og kalt farg á sálinni. Nei, ég hafði ekki lyst á mat. Svo var ég skammaður. Þannig var það alltaf, ef maður vildi ekki borða. Hvað voru þau að jagast? Það var alltaf verið að fárast yfir verðinu á matnum. Þá máttu þau víst vera ánægð, þegar maður át ekki — það var sparn- aður. Þau vildu troða í mann með valdi; kúfuð skeið af hrísgraut upp í sig og svo stóran lófa fyrir munninn, þar til maður blánaði í framan. Því hrísgrautur var hollur. Þau héldu víst, að maður myndi svelta í hel til næsta morguns og töldu betra, að maður kafnaði án frekari um- svifa. Nei, ég þurfti engan mat. Ég varð að leita til kassans, þar sem dýrgrip- ir mínir voru geymdir: naglar, merkilegir stein- ar, myndir og margir undarlegir hlutir — og verðskráin frá vöruhúsinu. Ég lá á hnjánum og blaðaði í henni. Tárin byrjuðu að drjúpa. Nýtt skipbrotsmannaskýli austan Eyjafjarðar Laugardaginn 30. júní s.l. fóru 39 karlar og konur frá Akureyri út í Keflavík austan Eyja- fjarðar og reistu þar skipbrotsmannaskýli, búið öllum nauðsynlegum þægindum. Áður hafði efn- ið verið flutt á staðinn, allt tilsniðið. Hófst vinn- an klukkan 10 á laugardagskvöld, og var unnið alla nóttina fram til klukkan 2 á sunnudag, en þá var verkinu lokið. Var þá fáni dreginn að hún á skýlinu. Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Akureyri gekkst fyrir verkinu, en naut ágætr- ar aðstoðar sjálfboðaliða úr hópi karlmanna. Eiga þessir aðilar þakkir skylið fyrir framtak sitt og dugnað. 192 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.