Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 25
ur, er ég viss um, að Harper læknir gerir eitt-
hvað fyrir yður“.
„Hver fjandinn eruð þér?“ spurði Harper
hvatskeytlega.
Sá ókunni kom nær, beygði sig niður að þeim
og hvíslaði: „Ég kalla mig stundum Jarette, en
mér er sama þó ég segi ykkur, vegna forns
kunningsskapar, að ég er dr. William Mancher“.
Þessi uppljóstran kom báðum mönnunum til
að spretta á fætur. „Mancher!" hrópuðu þeir
einum rómi; og Helberson bætti við: „Það er
satt, drottinn minn!“
„Já“, sagði sá ókunni og brosti dauft, „það
er vissulega satt“.
Hann hikaði, eins og hann væri að reyna að
muna eitthvað, svo tók hann að raula dægur-
lag. Hann virtist hafa gleymt nærveru þeirra.
„Heyrðu nú, Mancher“, sagði eldri maður-
inn, „segðu okkur hvað kom fyrir þessa nótt —
fyrir Jarette, þú skilur".
„Ó, já, Jarette“, sagði maðurinn. „Það er
skrýtið, að ég skyldi láta hjá líða, að segja
ykkur það — ég segi það svo oft. Sjáið þið til,
ég heyrði hann tala við sjálfan sig, og vissi,
að hann var illa smeykur. Svo ég stóðst ekki
freistinguna að ganga aftur og gamna mér svo-
lítið við hann — ég gat það sannarlega ekki.
Það var allt í bezta lagi, þó ég ætti ekki von
á, að hann tæki því svona alvarlega, það gerði
ég sannarlega ekki. Og á eftir — já, það var
harðsótt, að skipta við hann á stöðum, og svo
— fjandinn hafi ykkur, hleyptuð þið mér ekki
út!“
Síðustu orðin sagði hann með þvílíkum ofsa,
að báðir mennirnir hrukku ósjálfrátt aftur á
bak.
„Við — hvað — hvað — “, stamaði Helber-
son miður sín, „við komum þar hvergi nærri“.
„Sagði ég ekki að þið væruð Helberson og
Sharper, læknar?" spurði vitfirringurinn hlægj-
andi.
„Ég heiti Helberson, jú; og þetta er hr. Harp-
er“, sagði hann. „En við erum ekki læknar nú,
við erum — nú, fjandinn hafi það, lagsmaður,
við erum fjárhættuspilarar“.
Og það var satt.
„Afar gott starf — afar gott, vissulega, og
hvernig var það, ég vona að Sharper hafi greitt
peninga Jarettes af hendi eins og heiðarlegur
veðmangari. Afar gott og virðingarvert starf“,
endurtók hann íbygginn og lábbaði kæruleysis-
lega burt, „en ég held mér við mitt gamla starf.
Ég er yfirlæknir í Bloomingdale-spítalanum, og
það er skylda mín að lækna yfirvarðmanninn".
V i K I N □ U R
203