Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Page 23
lega var þýðingarlaust að elta lengra, þeir
sænsku voru nú rétt hjá sínum eigin höfnum
og Danir hafa sjálfsagt verið búnir að fá nóg
af baráttunni.
Niels Juel venti nú sínu kvæði í kross og
hélt heim á leið, til að endurnýja vistir og
gera við skaðann.
Sjóorustan endaði með fulkomnum sigri.
Ekkert danskt skip hafði eyðilagzt. Aftur á
móti vofu þessi sænsk skip tekin herskyldi:
„Drekinn" „Cæsar“, „Marz“, „Fljúgandi varg-
ur“ og „Sænska ljónið“, alls með 239 fall-
byssum; þar að auki nokkur smáskip. En sig-
urinn átti að verða miklu meiri en þetta. Með-
an fallbyssuþrumurnar gengu í Köge-flóa, og
örlög Danmerkur útkljáðust, meðan Niels Juel
og félagar hans skrifuðu nöfn sín með eld-
letri í hina stóru bók sögunnar, lagðist fyrir
ankerum við Helsingjaeyri stór, hollenzkur
floti, 18 skip samtals, með 600 fallbyssum. Við
hún á flaggskipinu, sem hafði 76 byssur, blakti
veifa Willems Bastianszen Scheppers, yfirfor-
ingja, og á afturþilfarinu stóð hvorki meiri eða
minni persóna en Tromp. Það var hinn danski
aðalflotaforingi, sem var að koma til þess að
taka við stjórn og stöðu sinni. Sem danskur
flotaforingi gat hann engu ráðið um borð í
hollenzku skipunum og varð þess vegna að
fylgjast með flotanum sem farþegi. Svo nær-
staddur hafði hann verið stærstu sjóorustu á
norðurhveli — og samt svona fjarri.
Hvernig var Tromp innanbrjósts, þegar hann
kom um kvöldið til Kaupmannahafnar og
heyrði múginn fagna hinum mikla sigri, sem
undirmaður hans, Niels Juel, hafði unnið -—
stórsigri, svo hann hafði aldrei slíkum náð
og gæti heldur ekki nokkurn tíma búizt við
að vinna? Tæplega hefir þetta verið honum
gleðiefni. Svo ólýðþekkur sem Tromp var, munu
þeir dönsku varla hafa dregið af afreksverki
landa síns. Sárabætur voru þó, að það var
dálítið eftir handa Hollendingum að gera, því
að við Málmey lágu 3 af fylgiskipum „Drek-
ans“, sem höfðu komizt út úr orustunni. Hinn
3. júlí tóku Hollendingarnir tvö þeirra, en það
þriðja brann og eyðilagðist eftir að skipverjar
höfðu yfirgefið það. Þetta var betra en ekk-
ert, en satt að segja voru það hálfgerðar innan-
sleikjur af stórsigri Nielsar Juels í Kögeflóa,
en samt voru það orustulokin. Með þessu tapi
var sænski flotinn í bráð og lengd ófær til
að geta orðið danska flotanum hættulegur
keppinautur í Eystrasalti. Hin þjóðlega hlið
sigursins var öllum ljós. Tromp fann það sjálf-
ur, og var það síður en svo til þess að auka
vinarþel hans til Nielsar Juel, og nú hafði
V í K I N G U R
Kristján konungur V. fullt í fangi með að sansa
Hollendingana. Auðvitað dró Tromp fána sinn
upp sem efsta foringjamerki, en ósanngjarnt
og óþolandi var það, að Bastianszen Scheppers
krafðist stöðu fyrir ofan Niels Juel, en þá
setti konungurinn sig þvert á móti.
Stríðið við Skán stóð enn um tveggja
ára skeið. — Á sjónum höfðu Danir yfir-
burði og gátu gert það, sem þeir vildu, en það,
sem ávannst á sjónum, tapaðist því miður
alltaf á landi, þar sem danski herinn var að
öllu óheppnari. Nú varð Niels Juel mótmæla-
laust æðsti foringinn, því að Tromp dró sig
til baka árið 1678. Með tímanum hafði frekja
hans orðið óþolandi og hann fann sjálfur, áð
jörðin brann undir fótum hans. Danir grétu
ekki burtför hans. Þrátt fyrir persónulega
hreysti Tromps var hann ekki verður sem
flotaforingi að leysa skóþvengi Nielsar Juel, og
hin drembilega og hranalega framkoma hans
stakk algjörlega í stúf við hina háttvísu sam-
landa hans, sem höfðu barizt með Dönum um
20 ára skeið, og í broddi fylkingar slíkra manna
lýsir sér hinn göfgi persónuleiki flotaforingj-
ans Michiel Adriaanszoon de Ruyter.
Árið 1678 blakti flagg Nielsar Juel yfir
þeim stærsta flota, sem Danmörk hefir nokkru
sinni átt: 31 línuskip, 9 freigátur, 3 tundur-
bátar og fjöldi af smáskipum, sem samtals
hafði yfir 2000 fallbyssum. Honum var lítil
mótstaða veitt, enda veittist honum auðveldur
sigurinn við Riigen. Þar mættust Tromp og
Juel aftur, því að Tromp hafði gengið í brand-
enburgska þjónustu. Þegar nú.báðir aðilar voru
orðnir þreyttir á stríðinu, var friður sam-
inn í Lundi. Vesæll varð árangurinn af allri
fyrirhöfn Nielsar Juel. Þegar Danir réðu ráð-
um sínum við samningsborðið, létu þeir af
hendi allt, sem hann hafði unnið, þar á meðal
Gotland, en það voru stærri mál en þetta uppi
á teningnum, þegar sambandsríki Svíþjóðar,
Frakkland, ógnaði í suðrinu með hervæðingu.
Næstum því í 20 ár, eða þar til 1697, var
Niels Juel æðsti foringi flotans. Hann skapaði
það, sem varð í áraraðir stolt Danmerkur.
Þau þýzku áhrif, sem þá annars gegnsýrðu
koliungshirðina og herinn, fengu aldrei fótfestu
í flotanum. Kristján konungur VI. hafði mik-
inn áhuga á að fylgjast með og efla flotann,
en hann talaði og skrifaði alltaf þýzku og gekk
framhjá hinni dönsku tungu, sem Niels Juel
hafði valið öndvegi. Ef konungurinn skrifaði
á þýzku, var svarið frá hinum örugga flota á
dönsku, og litla orðið „von“, sem sett var
framan við nöfn allra landherforingja (hvort
211