Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 1
SJÓMANIMABLAÐIÐ
U I K m S U R
OTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS
XIX. árg., 11.—12. tbl. Reykjavík, nóv.—des. 1967
HIN ÆVINTVRALECA SJÓFERÐ PÁLS POSTULA
ERÁ SÝRLANDITIL RÓMABORGAR
Frásaga Nýja-Testamentisins í niðurlagi Post-
ulasögunnar um hina ævintýralegu sjóferð Páls
postula frá Sýrlandi til Rómaborgar er stórmerki-
leg frá sögulegu sjónarmiði skoðað. Hún lýsir
vel sjálfri sjóferðinni og gefur auk þess, í ein-
stökum atriðum, betri og ábyggilegri upplýsing-
ar um sjóferðir á Miðjarðarhafinu um og eftir
Krists burð en dæmi eru til úr frásögnum af
sjóferðum í fornöld.
Hér er frá því greint, hvernig vindar og veður-
skilyrði, jafnvel á hinu fagurbláa Miðjarðarhafi,
geta komið sæfarendum á óvart, er hætt hafa sér
út á hafið að vetrarlagi. Himinninn er þakinn
af ógnandi skýjabólstrum, sem vikum saman hylja
sólina og önnur himintungl og stormurinn, —
sérstaklega hinn geigvænlegi norðanstormur —
getur á þessum árstíma farið í hinn versta ham,
eins og hann væri að leika sér að þessum litlu
bátsskeljum og hrekja þær að framandi strönd-
um, þar sem þær brotna í spón.
Ennfremur staðfestir frásagan, að venjulega
hafi skipin ekki siglt að vetrarlagi, heldur hafi
þau orðið að leita vetrarlægis í einhverri höfn.
Sérstaklega áhrifamikil og sönn er lýsingin á
strandinu á hinni klettóttu strönd eyjarinnar
Möltu, þar sem hin fjölmenna áhöfn, 276 manns,
bjargðist í land, sem var mest að þakka viturlegri,
djarfmannlegri og árvakri framkomu eins manns,
— framkomu, sem gæti verið hverjum sjómanni
og skipstjóra til fyrirmyndar, sem lenti í skip-
reika.
En nú skulum vér heyra nánar sagt frá hinni
hrífandi sjóferðasögu, sem talin er rituð af guð-
spjallamanninum Lúkasi, sem var fylgdarmaður
Páls á hinum mörgu ferðum hans og einnig á
þessari merkilegu ferð hans til Rómaborgar.
Páll, sem upprunalega bar hið hebreska nafn
Sál, var ættaður frá Tarsus í Litlu-Asíu, og voru
foreldrar hans Gyðingar. Heima í fæðingarbæ
Verzlunarskip á tímum Páls postula.
hans voru áhrif grískrar menningar mest áber-
andi, en til þess að vega nokkuð upp á móti þeim
áhrifum var hann sendur til Jerúsalem, þar sem
hann gekk í hinn tiltölulega fámenna hóp hinna
skriftlærðu farisea. Hann var vel að sér í hin-
um mismunandi tungumálum samtíðar sinnar, og
hafði eins og þá tíðkaðist lært iðngrein, en sú
iðn var tjaldagerð, og stundaði hann þá atvinnu
sér til framdráttar á ferðum sínum.
Fyrst framan af var Páll, eins og aðrir fari-
sear, mjög ákveðinn andstæðingur kristindómsins,
en eftir að Kristur hafði opinberast honum, lét
hann skírast, og starfaði eftir það af brennandi
áhuga að kristniboði meðal heiðingja. I þessu
starfi var hann á sífelldum ferðalögum, oft lá
leiðin yfir hafið, eins og frá Sýrlandi til Kýpur,
meðfram suður- og vesturströnd Litlu-Asíu, til
Grikklands og Makedoníu. Á þessum ferðum fékk
hann allgóða þekkingu á sjómennsku, því að á
skipum þeirra tíma, þar sem allir innan borðs
voru í nábýli, gat ekki hjá því farið, að jafnvel
farþegarnir kynntust lífinu um borð og fengju
nokkra þekkingu, ekki aðeins á skipsstjórn og