Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 46
Samúel. „Vilduð þið kannski vera þama úti í þessu grængolandi helvíti?" „Hefur þú gaman af kvæðum?“ spurði Njáll. „Hvernig eigum við að tala, Ijúfurinn ?“ spurði kokkurinn. „Hann er farinn og þar með basta. Nú er honum sama, hvernig um hann er talað. Þá ætt- um við auðvitað allt í einu að byrja að tala vel um hann?“ „Hann átti konu og þrjú börn“, sagði Samúel. „Það mætti halda, að þú ættir að sjá fyrir þeim héðan í frá“, sagði Njáll. „Konan hans er lagleg", upplýsti kokkurinn. „Ef ég hefði ekki nóg með mína kerlingu, hefði ég ekkert á móti því að taka hana að mér. Við erum svona allir. Lagleg kona þarf aldrei að kvíða. Og eins og ég segi: Börn þrífast — bezt af misjöfnu". „Þú ert geggjaður" sagði Samúel. „Ég um það“, sagði kokkurinn. „Þið eruð svín“, sagði Samúel. „Talið eins og svín“. „Einmitt. stúfur“, sagði kokkurinn. „Hver dafnar bezt í svínastíu, ef ekki svínið sjálft?" „Hvað gerðir þú fyrir hann, meðan hann lifði ?“ spurði Njáll. „Þú hefðir ekki rétt upp litla fingur honum til hjálpar. Ertu hræddur við drauga?" „Djöfuts svín eruð þið“, sagði Samúel. „Hann les áreiðanlega kvæði líka“, sagði Njáll og sneri sér að matsveininum. „Hefur ekki nóg í höfðinu til þess“, sagði kokk- urinn. „Menn sem lesa kvæði til sjós, kunna að vera misheppnaðir, en þeir hafa altént meira í höfðinu en hann. Það les enginn kvæði nema hann hafi sál“. „Þú ert snarvitlaus", sagði Samúel. „Hvað þykist þú vera? Skítkokkur!" „Ég sagði þér, að hann hefði ekkert í höfðinu" sagði kokkurinn og benti með sleif á Samúel. „Læturðu hann kalla þig skítkokk?" sagði Njáll glottandi. J{ „Því ekki það“, sagði matsveinninn. „Ég væri skít- jkokkur, færi ég að rökræða við hann, hvort ég er £það eða ekki“. v „Þið eruð skepnur", sagði Samúel. „Félagi ykkar ?nýskeð drukknaður og þið talið um hann eins og hengdan kött“. „Af hverju ferð þú ekki þarna út og hjálpar þeim að leita?“ spurði Njáll. „Ertu hræddur við að fá kvef ?“ „Ég á að vera við vélina“, sagði Samúel. „Hvers vegna ertu þar þá. ekki ?“ spurði Njáll. „Það er ofur einfalt mál“ sagði kokkurinn. „Hann finnur til með þeim látna og f jölskyldu hans. Þannig erum við allir. Við finnum innilega til hver með öðr- um, þegar það kostar okkur ekki meira en orðin Segðu, — aumingja veslings maðurinn, — þúsund sinnum. Sannaðu til, hann stendur hér Ijóslifandi meðal okkar, tekur í hönd þína og segir: Þú bjarg- aðir mér með falslausri samúð þinni“. Samúel var á báðum áttum, en sagði loks: „Ég • hef alltaf vitað, að þú værir vitlaus, en ekki þó að þú værir hreinn Kleppsmatur, sem talar um manns- líf eins og hégóma“. „Herra minn trúr“, sagði kokkurinn. „Mannslífið er hégómi. Líf þitt heíur ef til vill þýðingu fyrir þig sjálfan. Mín vegna máttu vera hvoru megin graf- ar sem er. En hvemig læt ég. Eins og hægt sé að kenna sauðkind að hugsa um annað en gras?“ SJDMAN NAB LAÐIÐ V í K I N G U R ÚTGEFANDI: F. F. S. í. — Ritstjóri Halldór Jónsson. — Ritnefnd: Egill Hjörvar, Þorkell Sigurðsson, Geir Ólafsson, Henry Hálfdáns- son, Jónas Guðmundsson, Guðbjartur Ólafsson, Theodór Gíslason, Páll Þorbjörnsson. — Blaðið kemur út einu sinni i rnánuði, og kostar árgangurinn 60 kr. — Ritstjórn og afgreiðsla er í Fiskhöll- inni, Reykjavík. — Utanáskrift: ,,Víklngur“. Pósthólf 425. Reykja- vík. Sími 1 56 53. - Prentað í ísafoldarprentsmiðju liX Kokkurinn gaf sig að eldavélinni, en Samúel reyndi að telja Njál á þá skoðun. að hann hlyti að vera geggjaður. Nú hringdi vélsíminni og litlu síðar var skipið stöðvað. Þeir heyrðu högg úti á þilfari og óljós hróp manna, er blönduðust saman við stormgnýinn. „Hver djöfullinn gengur á?“ sagði Njáll. „Kannski hafa þeir fundið hann“, sagði Samúel. „Óhugsandi í þessu svartnætti“, sagði Njáll. „Ef við erum hættir að leita“, sagði kokkurinn, „þýðir það, að samvizka okkar er loks sofnuð“. Járnhurðin var opnuð og bátsmaðurinn kom inn. Sælöðrið draup úr olíufötum hans og skeggi. „Hér er allt klárt“, sagði kokkurinn. „F.unduð þið hann?“ spurði Njáll fullur undrunar. „Já“, urraði bátsmaðurinn. „Hvern djöfulinn sjálf- an ert þú að gera hér? Komdu þér fram á. Við þurf- um að koma fiskinum niður“. Aftur var járnhurðin opnuð og maður tróðst inn fyrir berandi annan brunamannstaki. Andlitið var bláleitt og blóð vætlaði úr sári ofan við hægra eyra. Samúel vék út á ganginn og augu hans urðu kringl- ótt af forvitni. Bátsmaðurinn tók upp sjálfskeiðung sinn og skar stakkinn utan um manninum þar sem hann lá grúfu á eldhúsgólfinu. „Ég held hann skrimti þetta af“, tautaði bátsmað- urinn harðneskjulega. Hann og matsveinninn höfðu hafið lífgunartilraunir. G. K. „Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd ...“ 246

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.