Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Side 3
á grynníngamar í Syrtuflóa við norðurströnd Afríku, felldu þeir segl öll, sem heldur var ekki hægt að nota í slíku veðri, og létu reka. En næsta dag var enn ofsa veður og varð þá að kasta út öllum þilfarsfarmi, til þess að létta skipið og á þriðja degi hjuggu skipsmenn niður reiða skips- ins og köstuðu honum fyrir borð með eigin hönd- um, til þess að skipið skyldi haldast á kjölnum. I marga daga sást hvorki til sólar né stjarna og ekkert lát varð á hinum æðisgengna veðurofsa. Var þetta sannkallað stórvirki og hafði skips- höfnin gefið upp alla von, að þeir kæmust lífs af. Þeir sem á skipinu voru voru svo langt leiddir af hræðslu, ofþreytu og sjóveiki og svo uppgefnir og vonlausir, að þeir höfðu ekki neytt matar í marga daga. En þá stóð Páll upp og ávarpaði skips- höfnina og sagði: „Góðir menn! Þér hefðuð átt að hlýða mér og leggja ekki út frá Krít, og komast hjá hrakningum þessum og tjóni. En nú ræð ég yður, að þér séuð með öruggum huga, því að eng- inn yðar mun lífi týna, en skipið mun farast; því að á þessari nóttu stóð hjá mér engill þess Guðs, sem ég tilheyri, sem ég þjóna, og mælti: Vertu óhræddur, Páll, fyrir keisarann átt þú að koma; og sjá, Guð hefur náðarsamlegast gefið þér alla þá, sem með þér eru á sjóferðinni. Verið því menn með öruggum huga, því að' ég treysti Guði, að svo muni fara, sem við mig hefur verið mælt. En oss hlýtur að bera upp á einhverja ey“. f fjórtán daga hafði þetta litla skip verið að hrekjast á hinum æstu öldum Adriahafsins, þeg- ar hásetarnir urðu þess varir, um miðnæturs skeið, að skipið var að nálgast land. Þá vörpuðu þeir botnsökku og fundu 20 faðma dýpi og litlu síðar 15 faðma dýpi. Þar sem þeir óttuðust, að skipið kynni að berast upp á grynningar, köstuðu þeir út fjórum akkerum úr skutnum, og biðu þess með mikilli eftirvæntingu, að dagur rynni. En háset- arnir, sem vildu komast burt af skipinu, létu bát- inn síga niður undir því yfirskini, að þeir vildu koma akkerunum út, einng úr framstafninum. Þá sagði Páll við hermennina og hundraðshöfðingj- ann, að ef hásetarnir yrðu ekki kyrrir í skipinu, væri engin von, að þeir kæmust lífs af. Hermenn- irnir hjuggu nú á festar bátsins og létu hann falla í sjóinn og rak hann burt. En meðan hinir að- þrengdu sæfarendur biðu þess að birti af degi, hvatti Páll alla til þess að neyta matar sér til hressingar Sjálfur gaf hann fordæmi með því að neyta brauðs, eftir að hafa gjört þakkir til Guðs í augsýn allra. Hresstust nú allir og tóku að matast. Þegar menn höfðu etið sig metta, tóku þeir til að létta skipið ög kasta korninu í sjóinn. Þegar dagur rann, sáu þeir land, sem enginn bar kennsl á. En þá komu þeir auga á vík eina með fjöru, og réðu þeir af að halda þangað skip- inu, ef unnt væri að renna skipinu þar á land. Losuðu þeir nú um akkerin og leystu stýrisbönd- m. Eftir að hafa dregið upp ráseglið reyndu þeir að ná til fjörunnar. En áður en það tækist lenti skipið á rifi og rann sjór inn í það frá báðum hliðum. Að framan stóð skipið fast og hrærðist hvergi, en skuturinn tók þegar að liðast sundur í hafrótinu. Hermennirnir ætluðu að drepa fang- ana, af ótta við það, að einhverjir þeirra kynnu að komast undan á sundi. En Júlíus hundraðshöfð- ingi, sem vildi forða Páli, aftraði fyrirætlun þeirra, að fremja slíkt ódæði. Fyrirskipaði hann þeim, sem syndir væru, að kasta sér í sjóinn og freista þess að ná landi, en hinum skipaði hann að reyna að bjarga sér á plönkum eða öðru rek- aldi úr skipinu. Og þannig tókst öllum, sem á skipinu voru, 276 manns, að komast heilu og höldnu til lands. Af því sem síðar gerðist á þessu merkilega ferðalagi verður að nægja að nefna það eitt, að eftir þriggja mánaða dvöl á Möltu og vel búnir undir það, sem eftir var ferðarinnar, héldu þeir brott frá eynni á öðru skipi frá Alexandríu, sem hafði haft þar vetrarlegu. Var skip þetta með merki Tvíburanna (Castor og Pollux), sem af grískum og rómverskum sjómönnum voru dýrk- aðir sem verndarguðir allra sæfarenda. Eftir að hafa dvalið þrjá daga á Sýrakúsu á Sikeley, var siglt í kring og komið til Regium við Mess- inasund og þaðan haldið til Rómaborgar með vikudvöl í Puteoli. Hafði þá öll ferðin staðið í 6 mánuði, frá miðjum ágúst til miðs febrúar. í Róm fékk Páll leyfi til þess að búa út af fyrir sig, ásamt hermanninum, sem gætti hans. 1 full tvö ár var honum haldið í tiltölulega frjálsu varð- haldi, þar sem hann gat tekið á móti öllum, sem vildu heimsækja hann. Þar naut hann fullkomins frelsis, án hinna minnstu hindrana, til þess að boða Guðs orð og fræða þá, sem til hans komu um Frelsarann. Hann virðist hafa unnið mál sitt fyrir dómstóli keisarans; því síðar fór hann í hina síðustu ferð sína, og að þessu sinni lá leiðin til Spánar. Eftir að hann kom aftur úr þessari ferð var honum aftur varpað í fangelsi og leið, ásamt öðrum kristnum mönnum, píslarvættis- dauða í hinum grimmúðlegu og blóðugu ofsókn Nerós keisara. Þýtt: Sr. óskar J. Þorláksson. 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.