Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 7
Hér sjást fimm þeirra, sem bjargaö var af áhöfn ameriska flutningaslcipsins
Saxon. F. v. Klaus Friederichs, hinn 2J, ára gamli matsveinn Karl Otto
Diimmer, Heinz Kraas, höfundur greinarinnar Folkert Anders og Hans
Wirth. Hinum sjötta, hásetalærlingi frá Kiel, var bjargaö af ameríska
strandgæzlubátnum Absecon.
forðast að líta á þau og hugsa
heim til mín til pabba og mömmu
og um Pamir, sem ég þekkti svo
vel. Það hafði heyrt til námi mínu
að læra sögu þessa gamla segl-
skips. Ég hugsaði einnig um,
hvað myndi hafa orðið af bezta
vini mínum, Giinther Hasselbach.
Hann hlýtur að vera dáinn, hugs-
aði ég með mér, hinir hljóta allir
að vera dánir, og við munum
einnig brátt hljóta smu rlög. Mér
datt ekki til hugar, að nokkur
kæmist lífs af úr þessu ógurlega
hafróti. Ég sá í huga mér mynd
hins gamla en tignarlega skips,
Pamir, þar sem það þaut með
öll segl þanin. Ég lét atburði
hins daglega lífs um borð svífa
mér fyrir hugskotssjónum. Mér
reið á að halda huganum sem
minnst við hættur þessarar
stundar til þess að forðast sams
konar skelfingu og þá, sem grip-
ið hafði drenginn við hlið mér,
er bugast hafði látið af dauða-
óttanum. Ég hugsaði um, þegar
menn höfðu hætt við að höggva
Pamir og systurskip hennar,
Passaten, upp, fyrir nokkrum ár-
um og varið næstum 2 millj.
mörkum til að innryétta hana
sem skólaskip. Fyrri dagar henn-
ar höfðu verið viðburðaríkir;
hún hafði verið hertekin í fyrri
heimsstyrjöldinni, og í þeirri síð-
ari hafði hún siglt undir fána
Nýja Sjálands. Þegar Finnar
áttu Pamir, höfðu þeir haft 30
manna áhöfn. Nýsjálendingarnir
þurftu aftur á móti 48 menn, og
við höfðum verið 86 talsins, en
flestir lærlingar, sem komnir
voru til að læra sjómennsku, —
og deyja við störf okkar. Ég
hugsaði um altl sem ég vissi um
Pamir. Eitt sinn hafði hún,
ásamt öðrum seglskipum, tekið
þátt í kappsiglingu frá Suður-
Ástralíu til Englands, hlaðin
korni. Meðan hin skipin mjökuð-
ust varla áfram, hafði Pamir
klofið öldurnar með 15—16 hnúta
hraða. Skipstjórinn á hinu víð-
fræga skipi, Parma, Alan Villi-
ers, sjóliðsforingi, hafði veðjað
100 gegn einum, að skip hans
ynni, en það var reyndar Pamir,
sem sigraði.
Nú kvað hræðsluóp vio, og
aðeins 10 fetum frá mér sá ég
bakugga skera hafflötinn. Há-
karl! Allt fram að þessu höfðu
mér ekki dottið þeir í hug. Ég
hafði farið að eins og faðir minn
hafði kennt mér. — „Þegar þú
ert í mikilli hættu, skaltu forð-
ast að hugsa um hana. Reyndu
að hugsa um hvað sem er, ann-
að, heimili þitt, skipið o. s. frv,
Þá áttu síður á hættu, að skelf-
ingin grípi þig. En nú var hætt-
an svo hræðilega nærri. Bakugg-
inn klauf ókyrran hafflötinn og
hvarf. síðan aftur.
Við reyndum að ausa vatninu
úr bátnum með höndunum. Bak-
ugginn birtist aftur, í þetta sinn
ásamt öðrum. Hákarlarnir tveir
tóku að synda inn að bátnum,
og ég hugsaði með skelfingu til
þess, að þeir gætu hæglega bitið
undan mér fætur rnína undir
vatninu, án 'þess að ég fengi
nokkuð að gert, og ég bókstaf-
lega stirðnaði af hræðslu.
„Upp í bátinn“, heyrði ég
Diimmer hrópa, „en aðeins einn
í einu og farið varlega".
Við höfðum nú hrakizt á opnu
hafinu um það bil fjórar klukku-
stundir. Sjórinn var ekki kald-
ur, miklu fremur volgur, en nú
fylgdi ískuldi, að öllum líkind-
um vegna óttans, sem heltók mig.
Við komumst allir 15 upp í bát-
inn, sem nú flaut með naumind-
um. Við lögðumst á fjóra fæt-
ur og þorðum okkur varla að
hreyfa af ótta við að hvolfa hon-
um. Vatnið í bátnum náði okkur
í axlir.
Björgunarbátur þessi hafði að
öllum líkindum slitnað frá Pamir
í ofviðrinu og var nokkuð lask-
aður. Er við opnuðum vatns-
geymsluna, sáum við, að vatnið
var ónýtt af völdum sjávar, sem
komist hafði í hann. Við þreif-
uðum fyrir okkur með höndun-
um undir vatninu og vörpuðum
öllu lauslegu útbyrðis til þess
að létta bátinn. Myrkrið var nú
að síga á og veðrinu virtist held-
ur vera að slota. Sjálfur hvirfil-
bylurinn var að öllum líkindum
farinn hjá. Okkar biðu ógnir
næturinnar, sem var að skella
á, þar sem við velktumst í hams-
lausu hafrótinu.
Við jusum bátinn stöðugt, og
vatnsborðið í honum lækkaði
nokkuð og náði okkur nú aðeins
í mitti.
„Við erum stöðugt í hættu, við
207