Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Side 41
stöðu um alla veiðitilhögun á þessu svæði. Sama gildir um lið 2. Ályktanir frá sambandsjDÍngL F.F.S.Í. V erksmið jutogarar. 18. þing FFSÍ skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera ráðstafanir til þess, að aflað verði staðgóðra upplýsinga um verksmiðjutogara og skuttogara, sem nú eru að ryðja sér til rúms hjá fiskveiðiþjóðum, og helzt hafa verið byggðir í Eng- landi og Þýzkalandi. Greinargerð. Á síðastliðnu ári var tekin á- 1 vörðun um byggingu 15 nýrra botnvörpuskipa fyrir íslendinga. Var í þvi sambandi skipuð nefnd manna til þess að gera tillögur um heppilegustu stærð og gerð þessara skipa. Ennfremur var leitað um- sagna ýmissa aðila, tengda sjávar- útveginum, þ. á. m. FFSÍ, sem sendi ítarlega greinargerð frá samband- inu um þetta mál. í álitsgerð FFSÍ er m. a. bent á að heppilegt væri að byggð yrðu 2 skip til reynslu með fullkomnum vinnsluvélum um borð. Ábending þessi var í samræmi við þær óljósu upplýsingar, sem þá voru fyrir hendi um byggingu verksmiðjutog- ara annara þjóða. Síðan hafa borizt endurteknar fregnir af því að t. d. Rússar hafi látið byggja sér stóran flota verk- smiðjutogara, sömuleiðis Pólverjar, og að Englendingar fjölgi þess kon- ar skipum hjá sér. Þá hafa einnig borizt fréttir af því að Þjóðverjar hafi byggt fyrir sig svonefnda skut- togara, með allverulegum útbún- aði til vinnslu aflans um borð. Það sem vekur sérstaka athygli við þessar nýbyggingar, auk vinnslu vélanna um borð, er hið nýja bygg- ingarlag þeirra, tvídekka skip, þar sem botnvarpan er tekin inn og látin út aftur af skipinu. Hafa ís- lenzkir togaramenn veitt þessum skipum athygli á fjarlægum mið- um og talið mjög athyglisverða nýjung. Samþykkt 18. þings FFSl um nýja sókn í landhelgismálinu. 18. þing FFSÍ skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja nýja sókn í landhelgismálinu. Sambandsþingið vill benda á að reynsla síðustu ára í þessum efnum sanni ótvírætt að um ofveiði er að ræða á veiðisvæð- unum við ísland. 18. þinzgið er því einhuga í þeirri ályktun, að skjótr- ar útbótar sé þörf til viðbótar því, sem þegar hefur verið gert. Óhjákvæmilegt er að leysa þetta mál fyrir framtíðina þannig, að fyr- irbyggð sé eyðing þessarar aðal- auðsuppsprettu íslenzku þjóðarinn- ar á þessu sviði fyrir komandi tíma. 18. þing FFSÍ lýsir því yfir, um leið og það minnir á samþykktir fyrri þinga sambandsins í máli þessu, að höfuðmarkmiðið, sem stefna beri að sé eftirfarandi: 1. Lýst sé yfir að allt landgrunn- ið við ísland sé íslenzkt yfir- ráðasvæði. 2. Sem bráðabirgðaráðstöfun verði dregnar beinar línur á milli yztu grunnlínustaða, sem ákveðnir voru með friðunar- lögunum 1952, á öllum þeim stöðum, sem grunnlínurnar voru sveigðar eitthvað inn á við. Verði þá sérstaklega höfð í huga eftirtalin svæði: a. Svæðið frá Horni að Mel- rakkasléttu, innan við Grímsey. b. Frá Langanesi að Glettinga- nesi. c. Frá Ingólfshöfða að Kötlu- tanga. d. Frá Geirfuglaskeri að Geir- fugladrang og þaðan að Skálasnaga. Línan verði svo dregin 4 míl- ur fyrir utan hinar nýju grunn- línur á þessum slóðum. 3. Þegar fært þykir, vegna athug- ana á þessum málum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði strax hafist handa og línan færð út um 8 mílur frá því, sem hún þá verður, eða jafnvel í 16 sjómílur, ef hin sögulega staðreynd um þá fjarlægð frá árinu 1662 er talin nægileg til að tryggja þá ráðstöfun. Svæðið innan þessa 12 eða 16 mílna beltis verði algjört bannsvæði sem veiðisvæði fyrir alla erlenda menn, en innlendir menn hafi að sjálfsögðu sér- Greinargerð. Eins og framangreindir 3 liðir bera með sér„ þá er höfuðmark- miðið, sem 18. þing FFSÍ telur að stefna beri að: fullur umráðaréttur íslands yfir landgrunninu. Þau sjónarmið hafa gengið sem rauður þráður í gegnum alla bar- áttu samtakanna fyrir endurheimt þess hluta landsins, sem nú er hul- inn sæ, en á þeim hluta þess hafa erlendir fiskimenn svo lengi látið greipar sópa, að þeir virðast vera farnir að trúa því að þeir séu þar í sínum eigin veiðilendum. Vér teljum því að ekki megi lengur dragast að sá misskilningur sé leiðréttur. Þar til réttur vor á þessum landshluta er viðurkennd- ur, er ekki hægt að segja að full- veldi hins íslenzka ríkis sé raun- verulega viðurkennt. Augljóst er, að nokkur tími muni líða þar til fært verður að stíga þessi skref til fulls, en hins vegar er mjög aðkallandi þörf skjótra aðgerða, til að bæta úr því vand- ræðaástandi, sem þegar er orðið. Þess vegna er lagt til að fyrsta skrefið í sókninni verði það sem bent er á i öðrum lið, og teljum vér að það sé hægt að framkvæma eftir sömu grundvallarreglum og farið var eftir við setningu friðun- arlaganna 1952. Þær reglur hafa þegar gengið í gegnum þá eldraun, sem sannað hefur ágæti þeirra. Ekki þarf að vekja athygli á því, hvað ómetanlegt það væri fyrir íslenzkan síldarútveg, ef allt svæð- ið frá Horni að Melrakkasléttu inn- an Grímseyjar væri lokað erlend- um veiðiskipum, og sömuleiðis frá Langanesi að Glettinganesi, og skal í því sambandi bent á hina stöðugt vaxandi erlendu síldveiðileiðangra og hina auknu tækni í öllum útbún- aði þeirra. Má og búast við að inn- an skamms tíma verði þar stórir leiðangrar með mörgum verksmiðju skipum. Það er því augljóst mál, að ef slíkir flotar hafa aðstöðu til að at- hafna sig á innhöfum íslands, geta þeir að miklu leyti lokað fyrir fiski- göngurnar inn á firðina — og mun þá mörgum íslenzkum fiskimanni þykia verða þröng fyrir dyrum. í 3. lið er lagt til að strax þegar niðurstaða er fengin í þessum mál- 241

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.