Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 11
menn á dögum Hinriks Sæfara, höfðu jafnlítið af
frelsi Afríku-svertingja að segja og því úraníum
og germaníum, sem nú er grafið úr jörðu í Kongó.
Ekkert af þessu var til í vitund þeirra. Þrældóm-
ur og undirgefni var hlutskipti Afríkusvertingj-
anna. Innlendir höfðingjar, sem verzluðu við
kaupmenn, sem komu til Afríku, voru fúsir til
að selja þeim fólk fyrir ýmis konar dót og gling-
ur. Evrópumenn seldu svo aftur fólk þetta á
þrælamörkuðum Ameríku. Þess má geta að Márar
og Arabar höfðu stundað mannrán í Mið-Afríku
um langan aldur og þá einnig þrælasölu og þræla-
hald í heimalöndum sínum.
Frá Rauðahafi til Mozambique skerst dalur
einn mikill og djúpur niður í hálendið. Öðrum
megin dalsins eru eldfjöllin Kiljimanjaro (19569
fet á hæð), Kenyafjall og fleiri eldfjöll. Niðri í
sjálfum dalnum eru stórvötnin Nyasavatn, Tang-
anyikavatn, Albertsvatn, en uppi á hásléttunni
er Viktoríuvatn þar skammt frá og gengur það
næst Superíorvatni í Norður-Ameríku að stærð.
Sitt hvorum megin við dalinn mikla lækkar land-
ið í stöllum frá 6000 feta hæð líkt og virki væri.
Fljótin renna til sjávar í stórum bugðum og krók-
um, sums staðar brjótast þau áfram um hrika-
leg gljúfur með ofsahraða, sums staðar falla þau
fram af mörg hundruð feta háum stöllum eins
og Zambesfljótið við Viktoríufossa. Annars stað-
ar líða þau áfram straumlygn og gi’unn og eru
þá ekki skipgeng þess vegna. Þau auðæfi Afríku
sem þekktust bárust kaupmönnum í hendur fyrir-
hafnarlítið niður við strendurnar Sú staðreynd
að hinir flakkandi, stelandi og rænandi höfðingj-
ar höfðu ekki upp á annað að bjóða fyrir utan
lítils háttar gull og fílabein en lifandi fólk, hálf-
soltið, sjúkt og hjátrúarfullt var skýrt dæmi um
hið hörmulega ástand sem ríkti í landinu.
Lífsskilyrði og lífskjör hinna svörtu manna
Afríku voru lík um alla álfuna. Þau voru bundin
þorpi í skógarrjóðri, þar sem ættflokkarnir tóku
sér bólfestu og höfðust við í misseri, viku eða
skemur, allt í kring voru hættur og óvinir. ör-
yggi einstaklingsins var komið undir árvekni,
samheldni og styrkleika ættflokksins. Kvenfólkið
og húsdýrin var aleiga þessara manna. Þetta fólk
treysti galdramanninum í blindni. Hann hafði
lykilinn að trúarbrögðunum í sinni vörzlu. Hann
var gæddur ófreskisgáfu og töframætti til ills eða
góðs að trú þessara manna. Svertingjar Afríku
áttu við ærna erfiðleika að etja við að afla sér
fæðu og komast hjá því að verða étinn sjálfur.
Þessir menn vissu sáralítið um auðæfi þeirrar
jarðar sem þeir gengu á. Þarna voru þó fólgin
mestu auðæfi heims í gimsteinum, járni, kolum,
gulli, tini, kopar og þungsteini. Allt þetta beið
hins hvíta manns og öld rafmagns og atomorku.
Til þess að umheimurinn kæmist í samband
við Mið-Afríku og fólgin auðæfi landsins finnd-
ust þurfti milligöngu sérstakra landkönnuða,
manna, sem ekki létu stjórnast af fégræðgi og
valdafíkn, heldur manngæzku, vísindaáhuga og
áhuga fyrir landinu sjálfu. Slíkir menn létu ekki
á sér standa í fyllingu tímans. Fremstur í þeirra
röð voru Davíð Livingstone og Henry Stanley.
Livinigstone var skozkur trúboði sem fór til
Afríku af því hann komst ekki til Kína vegna
Ópíumsstríðsins sem þar geysaði. Stanley var
fréttaritari fyrir bandarísk blöð, brezkfæddur.
Fór hann til Afríku til þess að safna efni fyrir
stórblaðið New York Herald, eigandi þess var
James Gordon Bennet. Hann ferðaðist mikið um
Kongólöndin. í kjölfar þeirra könnunnarferða
komu yfirráð Leopolds II. Belgíukonungs. Um
þær dyr sem landkönnuðurnir opnuðu, streymdu
landnemar og nýlendustol'nendur, t. d. Cecil Rhod-
es. Þeir fluttu með sér urmul verkafólks frá Ind-
landi, sem kunni vel til starfa, settust að víðs
vegar um Mið-Afríku og juku nýjum þætti í vef
kynþáttanna.
Á miklum hluta þess landsvæðis sem aðkomufólk-
ið byggði er enn mjög svipað umhorfs. I allri
Mið-Afríku er samanlögð lengd asfaltvega innan
við 400 mílur. Þær járnbrautir, sem til eru, erfiða
gegn um skógarkjarrið í stuttum áföngum. En
víða þjóta nú upp borgir þar sem áður var óbyggt
land. Borgir eins og Salisbury, Lusaka, Nairobi
og Accra iða af verzlun og athafnalífi í ósvikn-
um 20. aldar stíl. Mið-Afríka er land hinna svörtu
manna. Þar sem hvítir menn eru flestir, er að-
eins einn hvítur á móti tólf svörtum. Þrátt fyrir
það hafa siðir hvítra manna samt smogið inn í
flesta króka og kima Mið-Afríku að einhverju
leyti.
Á árunum síðan síðari heimssytrjöldinni lauk
hafa margir háskólar verið reistir handa sonum
ólæsra villimanna, þar sem þeir fá fræðslu í list-
um og vísindum. 1 svertingjaborginni Ibandon,
íbúatala 459,000, er einn hinna stærri háskóla.
Hann sækja margir Afríkumenn, fullir af áhuga
og hugmyndum um framtíðarheiminn. Þessir
áhugasömu lærdómsmenn semja sig að háttum
fjarskyldra frænda í Oxford og Cambridge. Hinn
hvíti maður hefur flutt með sér kristna trú. Hún
mildar á allan hátt hinn grimmilega heiðindóm
sem fyrir var. Kaþólska er útbreiddust í Kongó.
Biskupakirkjan enska í Austur-Afríku, en ýmsar
greinar mótmælendatrúar í öðrum byggðarlög-
um. Þeir sem látið hafa skírast til kristni eru
ekki svo ýkja margir að höfðatölu og víða fjölg-
ar áhangendum Múhameðs meira.
Fordómar, tortryggni og þröngsýni liggja víða
í leyni eins og ljónin og pardusdýrin í skógar-
þykkninu. Víða er togstreita milli menntaðra og
ómenntaðra, milli ættflokka, milli hvítra manna,
svartra og Asíumanna. Hinir stórlátu hvítu land-
nemar í Rhodesíu, sem nú orðið líta fremur á sig
211