Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Side 26
Norðurferðin með björgunar
og varðskipinu Albert
♦
JÚLÍUS HAVSTEEN, SÝSLUMAÐUR
Áður en sögð er ferðasagan
sjálf þykir hlýða, að minnast í
stórum dráttum merkisatburð-
arins, þegar björgunar- og varð-
skipið Albert var fullbúið til
notkunar afhent landhelgisgæzl-
unni. Þetta var laugardaginn 17.
ágúst 1957 kl. 11,15. Til þess-
arar athafnar hafði Stálsmiðj-
an boðið allmörgum gestum og
þá fyrst og fremst ráðherrum
íslands, landhelgisstjóra Pétri
Sigurðssyni, stjórn Slysavarnar-
félags íslands og okkur Stein-
dóri Hjaltalín, honum sem form.
Björgunarskúturáðs Norðurlands
og mér sem fulltrúa Norðlend-
ingafjórðungs í stjórn Slysa-
varnafélagsins auk þess sem ég
á sæti í Björgunai'skúturáðinu.
Skipið Albert lét úr höfn kl.
10,30, hafði þá beðið eftif ráð-
herrunum í hálfa klukkustund
og þótti sýnt, að hvorki komu
þeir né sendu umboðsmenn eða
fulltrúa í sinn stað úr stjórnar-
ráði íslands. Gestir voru um 30
og notuðu þeir tækifærið til þess
að skoða hið nýja og fallega skip
stafna á milli og hin dýrmætu
tæki, sem í því eru, öll af nýj-
ustu gerð. Var það einróma álit
gestanna, að skipið bæri gleði-
legan vott um traust smíði og
vandaða vinnu að öllu leyti af
góðum, hæfum íslenzkum iðn-
aðarmönnum á járn, stál og tré
og undir forustu manna, sem
vildu skila góðu verki, enda
vandað til eftirlitsins af hálfu
landhelgisgæzlunnar, þar sem
hún hafði sett fv. skipaskoðun-
arstjóra, Ólaf Sveinsson, sem
eftirlitsmann auk þess sem nú-
verandi skipaskoðunarstjóri
Hjálmar Bárðarson hafði verið
með í ráðum og landhelgisstjóri
sjálfur verið sofinn og vakinn
yfir því, að skipið sjálft og all-
ur útbúnaður þess yrði hinn
vandaðasti. Skipherra á Albert
er Jón Jónsson, sem búinn er að
vera í þjónustu landhelgisgæzl-
unnar um fjórðung aldar, systur-
son okkar ágæta fyrsta skip-
herra á varðskipunum, Jóhanns
P. Jónssonar, sem nú er hættur
störfum, sjötugur að aldri.
Siglt var í norðankælu og svölu
veðri inn á Kleppsvík og á fram-
dekki, sem yfir var tjaldað, söfn-
uðust veizlugestir saman og tók
þá fyrstur til máls Jóhannes Zo-
ega framkvæmdarstjóri Lands-
smiðjunnar, sem bauð til þessar-
ar farar og hófs. Var það stutt
en skýr ræða, þar sem í fyrsta
lagi var gert grein fyrir smíði
skipsins og hvílík dýrmæt
reynsla hafði fengizt hér heima
með smíði þessa skips, en benti
jafnframt á hvernig tafir hefðu
oi'ðið á smíði stálskipsins vegna
dráttar á útvegun efnis, sem
einkum væri að kenna gjaldeyr-
ishömlum og tollum. Tók hann
í því sambandi fram, að núver-
andi ríkisstjórn hefði algerlega
sniðgengið íslenzk fyrirtæki, er
hún erlendis samdi um smíði
fiskiskipa sem hefðu þó auðveld-
lega getað tekið að sér smíðina.
Lauk forstjórinn máli sínu með
því að biðja varðskipsmenn að
draga fána íslenzka ríkisins að
hún og var það þegar gert. Því-
næst tók orðið Pétur Sigurðsson
landhélgisstjóri. Lýsti hann skip-
inu öllu og tók í því sambandi
fram, að í skipinu væru ýms ný
tæki áður óþekkt. Fagnaði hann
því að geta tekið á rnóti svona
ágætu skipi, að öllu leyti smíð-
uðu hér heima og færði öllum
þeim, sem hlut áttu þar að máli
innilegar þakkir.
Skipaskoðunarstjóri ríkisins
tók þvínæst fram í stuttri ræðu
nauðsyn þess, að áfram yrði
haldið með smíði íslenzkra skipa
hér heima, engu síður stálskipa
en tréskipa og að því kappsam-
lega unnið, að ísl. skipaiðnaður
efldist og þróaðist.
Forseti S.V.F.I., Guðbjartur
Ólafsson, upplýsti í ræðu sinni,
að nú myndi vera liðinn um ald-
Móttökuhátíð á Alcureyri við komu skipsins þangað.
226