Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 4
Þegar Pamir sökk
Hér fer á eftir frásögn af hinu hörmulega slysi,
þegar skólaskipið PAMIR sökk, og 80 manna áhöfn
fórst. Hinir 6 menn, er af komust, liðu ógurlegustu
þjáningar í 5U klst. á reki i björgunarbáti og horföu
á félaga sína vitfirrast og stökkva fyrir borð, hvern
af öðrum. Og ekki er víst, að þeir hefðu bjargazt, er
kokkunnn, Karl Dúmmer, hefði ekki sýnt þvílíkt bar-
áttuþrek og forystuhæfileika og raun varð á. Gefum
við nú einum skipbrotsmannanna orðið. Hinn 18 ára
gamli Folkert Anders segir frá:
Það var að morgni laugardags-
ins 21. september; ég lauk við
síðasta sopann af kaffinu mínu.
Klukkan var fimm mínútur yfir
átta, og ég skrapp upp á þiljur
til að fá mér frískt loft. Hið
giæsilega seglskip okkar, skóla-
skipið Pamir, klauf öldurnar með
þrettán hnúta hraða á leið heim
til Hamborgar. Tveimur tímum
síðar hélt ég mér dauðahaldi í
skipskaðal, og fjallháar bylgjur
hafsins ólguðu í kringum mig,
og ég ,sá félaga mína hrifna
burtu af voldugum stórsjóum og
drukkna við skipshliðina, eða
öldurnar slengja þeim utan í
skipið og brjóta í þeim hvert
bein.
Snemma um morguninn hafði
ekki verið að sjá neitt merki um
þá hættu, sem í vændum var,
enda þótt himinninn á þessum
hluta Atlantshafsins væri blý-
grár og þungbúinn og veður all-
hvasst. Hið bezta skap hafði ríkt
meðal allra, því að við vorum
á heimleið og brátt komnir. Við
félagarnir höfðum rætt um allar
þær skemmtiferðir, sem við ætl-
uðum að fara í, er heim kæmi
og glaðværð okkar var mikil. Alla
hlakkaði til landgönguleyfisins,
því að okkur fannst við hafa ver-
ið úti í óratíma, þótt aðeins hefði
verið um nokkrar vikur að ræða.
Ég heyrði einhvern raula lag-
stúf og slá taktinn með fætin-
um í þilfarið. I sama bili sá ég
að skipstjórinn, Johann Die-
bitsch, var að lesa með athygli
pappírsmiða, sem loftskeytamað-
urinn hafði komið hlaupandi
með. Skyndilega, kl. 3 mínútur
yfir 8 breyttist öll atburðarásin.
„Hvirfilvindurinn „Carrie“
stefnir á okkur, og má búast við,
að hann nái okkur eftir 10 mín-
útur“, sagði Gúnter Hasselbach,
bezti vinur minn, sem nú kom
hlaupandi til að segja mér tíð-
indin. „Við vorum rétt í þessu
að fá aðvörun”.
Nú voru allir kallaðir upp á
þiljur, og Diebitsch skipstjóri
skipaði að taka saman öll segl,
nema þau örfáu, sem þurfti, til
þess að skipið léti a ðstjórn, Við
vorum enn að rifa, þegar fyrstu
vindkviðurnar á undan bylnum
náðu okkur. örskammri stund
síðar, meðan við vorum enn að
baksa við seglin, skall hvirfil-
bylurinn á okkur með öllum styrk
sínum. Ég var, ásamt þremur
öðrum, uppi í reiðanum u. þ. b.
20 fetum fyrir ofan þilfarið, og
skipið hallaði svo geysilega, að
það lagðist alveg á hliðina. And-
artaki eftir að ég hafði staðið
föstum fótum, hékk ég í lausu
lofti yfir ólgandi hafinu, en ég
hélt mér fast í kaðal í reiðanum.
En drengurinn, sem stóð við hlið
mér, fékk ekki ráðrúm til að
grípa neins staðar í og steypt-
ist með óttalegu ópi niður í
djúpið.
„Sleppið seglunum, sleppið
seglunum!“ var hrópað neðan-
frá. Nú vissi enginn sitt rjúk-
andi ráð. Hið fjórmastraða skip
valt nú aftur í lóðrétta stöðu,
svo snögglega, að ég skall af
miklu afli utan í skipsmastrið og
æpti af sársauka. Mér heppnað-
ist að krækja fótunum um línu,
sem hékk laus, og skorða mig
þannig rétt áður en regnið tók
að hvolfast yfir skipið.
„Skerið á reipin“, var kallað
í hátalara fyrir neðan, — svo
yfirgnæfðist röddin af gnýnum
í hvirfilbylnum, sem var engu
líkari en þúsund þotur steyptu
sér yfir okkur. Ég tók hníf minn
upp úr vasanum og byrjaði að
skera á seglreipin. Ég sá, að
hinir skipstjórnarlærlingarnir
voru að gera slíkt hið sama. Þá
var eins og risahönd gripi í Pam-
ir og sneri henni yfir á stjórn-
borða í 35 gráðu horn. Hið glæsi-
lega fjórsiglda fley tók að leggj-
ast þvert í sjóinn. Einhver
skammt frá mér rak upp sárs-
aukahljóð, og ég sá mannslíkama
koma þjótandi á fleygiferð, rétt
framhjá mér og skella í þilfarið,
en ofviðrið yfirgnæfði hvert
hljóð þaðan. Skinnið rifnaði af
höndum mér og neglur af fingr-
um mér, meðan ég hélt mér í
kaðalinn með höndunum og leit-
aði stöðugt að fótfestu, en smátt
og smátt fór ég að fikra 'mig
niður á þilfarið. Á þilfarinu var
mér ókleift að halda jafnvægi,
því það hallaðist um 40 gráður;
stórsjóirnir komu á hverju and-
artaki æðandi yfir Pamir og
skoppuðu henni eins og kork-
tappa; hjálparvana var hún og
dæmd til að sökkva.
Ég heyrði engan gefa skip-
anir varðandi björgunarbeltin,
og ég hélt mér dauðahaldi í borð-
stokkinn ásamt 15 öðrum á þeirri
hlið hins halla skips, sem upp
sneri.
Skyndilega buldi við ógurleg-
ur brestur, líkt sem skotið væri
af fallbyssu rétt við eyrað á okk-
ur. Önnur aftursiglan féll með
ógurlegum gauragangi og braut
bæði stjórnpall og stýrishús í
smáa mola.
Þegar hér var komið sögu,
flaut yfir alla bakborðshliðina,
204