Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 22
um hræðsluna, sem fylgir fyrstu ferðinni upp í reiðann". Ég hlaut að dást að drengjun- um, er unnu með slíkum hraða og öryggi. Þeir hentust til og frá um reiðann, allt í kringum mig, og hræddur er ég um að ég hafi frekar verið í veginum fyrir þeim en til aðstoðar. Þeir settu metnað sinn í að ná seglum sam- an og festa þau eins fljótt og vel og þeir gátu. Þeir voru hluti af skipinu. Ég hugsaði með sjálf- um mér. „Hamingjan góða, er þetta þá sjómannslífið, og mér fannst sem ég hefði tekið þátt í hreinasta brjálæði og að ekk- ert vit væri í því að senda menn upp í reiða í slíku aftakaveðri. Það var eins og stormurinn öskr- aði í eyru mér: „Þú vildir kom- ast til sjós á seglskipi, nú hefur þú fengið það. Finnst þér það ekki OK“. Og ég óskaði mér innilega nið- ur á þilfar, í kojuna, í land, sama hvert. Og nú kastaðist Christ- ian Radich á hliðina og ég slengd- ist á einn félaga minn. Mér datt ekki annað í hug en að skipinu mundi hvolfa því allar hreyfing- ar á reiðanum voru margfaldar á við það sem þær voru niðri á þilfarinu. Loksins tók þessi martröð enda og mér leið betur við hvert skref sem lá niður á við eftir reipstiganum. Þegar niður á þil- far kom glápti annar stýrimað- ur undrandi á mig. Hann hafði ekki tekið eftir mér, og ég fékk skammir fyrir tiltækið. Piltarnir höfðu verið í æfingu í sjö mán- uði og stýrimaðurinn skipaði mér að halda mér við þilfarið fram- vegis. Hann hefur víst varla grunað hversu ég var honum innilega sammáia. Þegar við hvíldum aftur í notalegri koj- unni, fór ég að hugsa um dreng- ina, sem unnu skipsstörfin. Þeir voru allir unglingar, en ræktu störf sín af ábyrgðartilfinningu eins og þroskaðir menn. Þeir höfðu brennandi áhuga fyrir starfinu og fundu að þeir voru lifandi þáttur í hinu 28 þúsund km. ferðalagi. Ekkert þroskar ungling eins fljótt og að trúa honum fyrir ábyrgðarstarfi. Er ég leysti rórmanninn af, benti hann á kompásinn og sýndi mér stefnuna sem var 120 gráð- ur NNA, og var horfinn áður en ég gat sagt honum að ég hefði aldrei stýrt skipi áður, og hann heyrði ekki fyrir storminum þeg- ar ég hrópaði á eftir honum að ég vissi ekkert hvað gera skyldi ef skipið færi útaf stefnunni. Ég reyndi nú hvað ég gat til þess að halda skipinu í horfinu og komst brátt að því að það var ekki ólíkt því að stýra bifreið, að öðru leyti en því að ég gat ekki haldið mér á „veginum". Skipið snerist á milli 80 gr. og 150 gr. og flaug aðeins framhjá 120 gr. á leiðinni milli enda- punktanna. Stormurinn hvein í seglum og við þutum áfram með 12 mílna hraða. Þegar stýris- törninni var lokið var ég kom- inn upp á lagið með að halda stefnunni með ca 10 gr. afviki. Ég skreið í kojuna dauðþreytt- ur, en ánægður með að nú vissi ég hvernig var að stýra „full- rigger“ í stormi á hafi úti. Morg- uninn eftir var hraðinn 13 sjó- mílur og með þeirri ferð áttum við að ná heim til Noregs á 16 dögum. En svo kom fregn um rekís svo við urðum að taka suð- lægari stefnu. „Nú lendum við í Iogni“, sagði skipstjórinn. Ég lét undrun mína í ljós yfir því hvernig skipstjórinn vissi þetta fyrir, en stýrimaðurinn svaraði mér því til að ekki væri nóg að kunna að nota byrinn þegar hann væri fyrir hendi, heldur þyrfti einnig að vita hvar hann væri á hafinu. Lognið kom, eins og spáð var, og næstu daga blöktu seglin í kyrru veðri. En svo kom storm- urinn á ný og við urðum að slaga í 5 daga meðfram Skotlands- ströndum og inn í Norðursjóinn. Veðráttan var leiðinleg og við unnum eins og þrælar og gleymd- um öllu öðru. Við vorum að verða matarlausir vegna hins langa út- halds og skammturinn var dag eftir dag brauð og fiskibollur. Á þrítugasta degi frá því er við lögðum af stað frá New York náðum við loksins til Skagen, fyrstu hafnarinnar í túmum. Okkur var á þessum fjórum vikum farið að finnast skipið vera fangelsi. Yfirmennirnir voru orðnir skapstyggir og skips- höfnin dauðþreytt á matar- skammtinum. En nú lá danska ströndin fyrir augum okkar böð- uð í sumarsól. Þreytan og leið- indin voru gleymd og skömmu síðar lágum við við hafnarbakk- ann í Skagen. Við fórum inn til Skagen til þess að hitta skólaskipið Dan- mark en ákveðið hafði verið að kappsigling færi fram milli skip- anna á leiðinni til Osló. Venju- lega er laumufarþega kastað í land í fyrstu höfn, en skipstjór- inn kvaðst þurfa á öllum að halda í kappsiglingunni, svo að ég varð kyrr um borð. Kappsiglingin hófst daginn eftir og vann Danmark að verð- leikum. Það er gott skip með æfða áhöfn. Þegar til Oslóar kom var vega- bréf mitt og skilríki rannsökuð. Þeir komust að raun um að ég væri hvorki njósnari né hefði hlaupizt á brott að heiman, fékk ég leyfi til að fara í land. Þar sem ég hafði unnið sem annar háseti alla leiðina, sleppti skip- stjórinn mér við saksókn. Mér var sleppt með þá aðvörun að ég skyldi ekki reyna slíkt ævin- týri aftur, því þá ætti ég víst að lenda í „steininum". Ég býst tæplega við að ég fái fljótt tæki- færi til þess, þar sem þau eru ekki mörg seglskipin, sem sigla milli Oslóar og New York. — En nú hafði ég ferðast á „fullrigger" yfir Atlantshafið, verið uppi í reiða hans í stormi og hef það á tilfinningunni hvernig það hef- ur verið að vera háseti á slíkum farkosti á löngu liðnum tímum. Skipstjórar, sem ennþá sigla „fullriggerum" yfir höfin geta sofið rólegir, ég mun ekki fela mig í seglageymslum oftar. Og þó, hver veit. Ef skólaskipið Danmark skyldi nú einhverntíma leggja upp í ferð til Austur- Afríku. Þangað hef ég aldrei komið . . . 222

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.