Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 2
meðferð segla, heldur eijmig á veðurskilyrðum og duttlungum vindanna og áhrifum þeirra á stjórn skipsins í heild. Vegna trúboðsstarfs síns og sem talsmaður hinna nýju kristilegu kenninga eignaðist Páll marga bitra andstæðinga úr hópi þeirra, sem áður höfðu verið skoðanabræður hans. Hann var ofsóttur og hrjáður af kynbræðrum sínum, Gyð- ingunum, sem stöðugt sátu um líf hans og ákærðu hann fyrir rómverskum embættismönnum og kröfðust þess, að hann yrði dæmdur til dauða. En Páll var tekinn höndum af Rómverjum og hafður í haldi, eða öllu heldur gæzluvarðhaldi í tvö ár í borginni Cæsareu á strönd Israel. I þessari borg, sem reist var af Heródesi hinum mikla ár- ið 32 f. Krist, hafði hinn rómverski landstjóri aðsetur. Framjni fyrir iandstjói’a þessum, er Felix hét, og síðar eftirmanni hans, Festusi, varði Páll mál sitt af miklum hyggindum og virðuleik og notaði hinn rómverska borgarai’étt sinn til þess að krefjast þess, að mál sitt yi’ði lagt fyrir sjálf- an keisarann í Róm, og samþykkti Festus að senda hann þangað. Á þetta féllst einnig Agrippa konungur í Júdeu, því hvorki hann né Festus gátu séð, að hann hefði brotið í nokkru gegn róm- verskum lögum eða drýgt neinn glæp gegn Gyð- ingum, sem réttlætti það, að hann yrði sakfelld- ur eða gæti kostað hann lífið. Rómverskir em- bættismenn lítu hins vegar svo á, að trúmála- deilur Gyðinga væri nokkuð, sem þeim kæmi ekki við og hefðu engan áhuga fyrir. Með því að senda Pál til keisarans, losnuðu þeir sjálfir við að taka ákvöi’ðun í flóknu og leiðinlegu máli, sem valdið hafði miklu umróti í hugum fólksins í þessu landi, sem þeir áttu að stjórna. í höfninni lá einmitt skip frá Adi’amyttium. Það var fremur lítið skip, sem notað var til strand- ferða við strendur Litlu-Asíu. Um boi’ð í þetta skip var Páll fluttur úr fangelsi því, þar sem hann var hafður í haldi, ásamt öðrum föngum, og rómverskum höfuðsmanni falið að gæta hans. Þessi maður hét Julius. Hann var hundraðshöfð- ingi, þ. e. í'éð fyrir hersveit, er í voru 100 manns, en 60 slíkar hundrað manna sveitir þurfti í eitt hinna fi-ægu í’ómversku herfyikja. Eins og áður var Lúkas með Páli á þessai’i ferð, og honum eigum vér að þakka þessa frásögn. Julius, hundi’- aðshöfðingi fór vel með Pál og veitti honum nokk- urt fi'elsi, þó voru fjöti’ar felldir á hendur hon- um, eins og annarra fanga á þeim tímum. Ferðin frá Sýrlandi til Rómaborgar var, á þeim árum, engin skyndifei’ð. Þá þekktust ekki beinar áætlunarferðir, menn urðu að leita eftir fari með skipum, sem buðust af tilviljun. Oft urðu menn að fai’a langa króka með ströndum fram eða frá einni eyju til annai’ar, þar sem menn hliðruðu sér hjá að sigla út á í’úmsjó. Venja var að skipta um skip á leiðinni og komast þannig fljótar í átt- ina til ákvörðunarstaðarins. Slíkar ferðir gátu þó tekið langan tíma, ekki sízt ef einhver óhöpp komu fyrir, eins og hér er lýst, svo sem stormar, sjóskaðar eða strönd. Fyrst lá leiðin til Sidon á strönd Fönikiu. Þar hitti Páll gamla vini, sem hann fékk leyfi til að heimsækja. Þaðan var hald- ið til Kýpur, og farið með ströndum, þar eð vind- ur var andstæður. Frá Kýpur var tekin stefna þvei’t yfir hafið til stranda Litlu-Asíu, og síðan haldið með ströndum fram til bæjai’ins Mýru í Líkíu. Þar var fyrir skip frá Alexandríu, sem sigla átti til Ítalíu. Þetta var eitt af hinum möi'gu skipum, sem á hverju sumri önnuðust kornflutn- inga til Rómaborgar frá Egyptalandi. Þetta voru stór, rúmgóð, en fi’emur þunglamaleg skip, allt að 50 m. á lengd, 7—8 m. á bi-eidd, en hæð lest- arrúms 9—10 m. Þetta voru eingöngu seglskip, þar sem þau voi’u of þung, til þess að knýja þau áfram á árum. I logni voru þau dregin, — þó mjög hægt, — af skipsbátnum, sem annai's var hafður í eftirdragi, en var tekinn á þilfar í stoi’m- um og sjógangi. Með einu slíku skipi tók Julius, hundi-aðshöfðingi, sér far með fangahóp sinn. Eftir mai’gi-a daga trega siglingu náði skipið loks til Knidos, þar sem gyðjan Venus átti í forn- öld frægt musteri, en vegna storms var ekki unnt að ganga þar á land. Var nú tekin stefna til suð- vesturs og haldið til Krít-eyjar og beitt meðfram henni með mestu ei’fiðismunum og komist á stað einn er Góðhafnir kallast, í nánd við boi’gina Laseu. Nú var tekið mjög að hausta og siglingar, með hinum litlu skipum, sem þá tíðkuðust, orðnar hættulegar. Páll, sem hafði áður frá fyrri fei’ðum sínum öðlast mikla reynslu í sjómennsku, vai-aði mjög við því að halda sjófei’ðinni áfram. Hann lagði á það mikla áhei’zlu við skipstjói’a og stýrimann, að ef ferðinni yi’ði haldið áfram, væri hætta á hrakningum og miklu tjóni, — ekki aðeins á skipi og fai'mi, — heldur einnig fyrir líf skips- hafnarinnar. En Júlíus trúði betur skipstjói’a og stýrimanni en því sem Páll sagði. Hann væi’i ekki reyndur sjómaður, heldur aðeins farþegi! Og þar sem höfnin var heldur ekki vel löguð til vetrarlegu, varð það að ráði að halda ferð- inni áfram og reyna að ná til annardar hafnar, er var 40 sjómílum vestar og hafa þar vetrarlegu, en á þessum árstíma var þar gott hlé fyrir suðvestlægum og norðvestlægum vindum. Og þar eð nú hægur sunnanvindur kom á, hugð- ust þeir ná þangað með auðveldu móti. Voru því akkei'i dregin upp sem skjótast og siglt með Krít nálægt landi. En áður en langt leið, skall á norðaustan stoi'm- ur, hinn svokallaði „Evralvilo“, varð brátt ekki við neitt ráðið og tók skipið að reka. 1 hlé við litla eyju, er Klauda heitir, tókst með mestu erfiðis- munum að bjarga skipsbátnum og draga hann upp og leggja sti’engi um skipið, til þess að styrkja það. En af ótta við það, að þá myndi reka yfir 202

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.