Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 27
arfjórðungur frá því að Norð-
lendingar töldu nauðsynlegt að
hafa björgunarskip fyrir Norð-
urlandi og tóku að undirbúa mál-
ið. Fyrir hönd Björgunarskútu-
ráðs Norðurlands bar Steindór
Hjaltalín fram þakkir fyrir hið
fallega skip og væri það fyrst
og fremst slysavarnardeildunum
nyrðra að þakka, að svo langt
væri komið nú, að Albert væri
fullsmíðaður. Ég bar fram þakk-
ir til sömu aðila og Steindór fyr-
ir smíði skipsins og allra þeirra,
sem að því höfðu staðið og að
unnið bæði fyrr og nú, að Norð-
lendingar ættu sína „björgunar-
skútu“ sem og væri varðskip og
mér væri það sérstök ánægja, að
það f. h. hinnar íslenzku þjóðar
væri í dag afhent landhelgisgæzl-
unni, fyrsta björgunar- og varð-
skipið úr stáli, sem hér á landi
hefði smíðað verið og að land-
helgisstjóri, Pétur Sigurðsson,
veitti því móttöku fyrir ríkisins
hönd. Þó ekki þætti tillag deilda
Norðurlands stórt, aðeins ein
milljón króna, eins og lofað hefði
verið, þá skyldum við Islending-
ar, sem teldum skyrið einn okk-
ar ljúffengasta mat og hollasta
— sannkallaðan þjóðarrétt á
matborði, — vera þess minnugir,
að til skyrgerðar þyrfti þéttir,
og því betri sem þéttirinn væri
þeim mun betra skyrið. Þéttir-
inn í því fyrirtæki, að nú lægi
fyrir hendi skrautbúið íslenzkt
björgunar- og varðskip úr stáli,
gjört af íslenzkum mönnum á
okkar landi, væri einmitt tillög
norðlenzku deildanna og áhuginri
þeirra, einkum kvennadeildanna,
sem ávallt um starfsemi slysa-
varna og björgunar eru fram-
takssamastar og hrinda málun-
um af stað og síðan í höfn..
Komið var úr þessari för til
Rvíkur kl. rúml. 13 og kvöddu
þá gestir skipherra og skipshöfn
með heillaóskum um velfarnað í
hinu þýðingarmikla starfi, sem
framundan lægi og skipinu —
Albert — óskað heill og ham-
ingja með ferföldu húrrahrópi.
Ákveðið hafði verið, að sýna
forseta íslands, herra Ásgeiri
Ásgeirssyni, sem og er verndari
S.V.F.Í. björgunar- og varðskip-
ið ,,Albert“ áður en farið yrði
norður, og bauð landhelgisstjóri
forsetanum ásamt okkur þremur,
sem erum gestir hans norður,
Guðbjarti Ólafssyni, Steindór
Hjaltalín og mér til hádegisverð-
ar í „Albert“ á hádegi þriðju-
daginn 20. ágúst ’57, ásamt skip-
stjóra, 1. vélameistara og 1.
stýrimanni. Stundvíslega kom
forsetinn og sýndu þeir land-
helgisstjóri, skipstjóri og véla-
meistari 'honum skipið og tæki
þess og var þvínæst sezt að borð-
um, sem upp á góða gamla ís-
lenzka sjómanns vísu var hinn
ágæti matur kjötsúpa með káli
og rófum og kindakjöt eða
lamba, því að engar voru síð-
urnar feitar. Svo kom ljúffengur
ábætir, þvínæst kaffi, en enginn
snaps með og gerði forseti góð-
an róm að öllu þessu, einkum
skipinu. Strax og hann var í land
farinn var gert „klárt“ og hald-
ið út höfnina kl. 13,30 í logni og
glaða sólskini — skafheiðríkt —
og vona ég að heiðríkja verði
yfir bæði þessari för Alberts og
allri siglingu hans héðan í frá.
Áhöfn skipsins er sem hér
segir: Skipherra Jón Jónsson,
Rvík, 1. stýrimaður Gunnar J.
Ólafsson, Rvík, 2. stýrimaður
Benedikt H. Ólafsson, Rvík, 1.
vélstjóri Lárus Magnússon, Rvík,
2. vélstjóri Hörður Guðmunds-
son, Rvík, 3. vélstjóri Sigurbjörn
Halldórsson, Rvík, dagvörður á
vélina Ólafur Magnússon, Rvík,
loftskeytamaður Pálmi lngólfs-
son, Rvík, bryti Haraldur Pét-
ursson, Gufunesi, Bátsmaður
Viktor Þórðarson, Rvik, háseti
Lúðvik Lúðvíksson, Rvík, Við-
vaningar Vébjörn Eggertsson,
Ak„ Eysteinn Aðalsteinsson,
Sigluf., þjónn Haraldur Haralds-
son, Rvík, eftirlitsmaður frá
Landssmiðjunni Magnús Jóns-
son.
Góðviðri tilkynnir útvarpið um
land allt. í Faxaflóa er skínandi
veður og fjallasýn hin bezta.
Hraði skipsins er 12 sjómílur og
má það teljast góður gangur.
Kemst hraðar ef á liggur. Komið
undir Snæfellsnes kl. um 17 og
sést þá Stapafell með Stapa svo
og Lóndrangar, en Bárðarkista
er falin í þokubelti á Jöklinum,
svo og Hreggnasi. Siglt fram hjá
Svörtuloftum og Öndverðarnesi
nærri landi, svo farið dýpra, sjór
þyngist, veltingur byrjar og far-
þegar hátta.
Við vorum þrír í farþegaklef-
anum, sem ég hef áður getið, og
fór allvel á með okkur í klefan-
um, en þegar komið var í deild-
irnar og veizlurnar, gerðust þeir
ferðafélagar mínir full djarf-
tækir til slysavarnakvennanna,
einkum Guðbjartur, sem þóttist
eiga forgangsrétt sem forseti S.
V.F.I., en Steindór sagðist að
þessu sinni ekki vilja hlut sinn
minni, þar eð hann væri formað-
ur björgunarskúturáðsins, og
viðurkenndi ég, einkum er ég
gekk á eintal með öðrum hvorum
þeirra og sitt á hvað, að báðir
hefðu þeir nokkuð til síns máls,
en hófs yrði að gæta í svona við-
kvæmu máli og hafði ég land-
helgisstjóra á mínu bandi, enda
gekk hann ekki sízt í augu kven-
fólksins, en aldrei kom til átaka.
Um nóttina, meðan siglt var
fyrir Vestfirði og Horn, var
nokkur veltingur, en svefninn
sigraði sjóveikina.
Þegar ég að morgni 21. kom á
þilfar, var vestan gola og veð-
ur bjart. Hornbjarg í hávestri
en Geirólfsgnúpur á Ströndum
í suðaustri og blasti við Húna-
flói og bar þar einna mest á
Reykjahyrnu vestanmegin og
Spákonufelli í suðaustri. Svo tók
við Skagafjörður og með sanni
mátti segja, að hann í þetta sinn
skini við sólu með djásnum sin-
um, Drangey, Þórðarhöfða og
Málmey, en í landsýn innanvert
við fjörðinn gnæfðu Tindastóll
og Mælifellshnúkur. I þessum
svifum kom gæzluflugvélin Rán
yfir okkur og tókust nú upp sam-
töl milli landhelgisgæzlunnar í
lofti og á legi, en frá þeim má
ekki segja, heldur hinu, áður en
til Siglufjarðar er komið, hvern-
ig skip „Albert“ er. Skipið er 200
rúmlestir að stærð, byggt eftir
ströngustu kröfum Lloyds og ísl.
227